Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 10. júní 2025 10:32 Aðgengi og hjálpartæki eru jöfnunartæki, sem stuðla að því að t.d. hreyfihamlað fólk hafi tækifæri til jafns við aðra til að stunda útivist og íþróttir eða einfaldlega sjá um barnið sitt og taka þátt í þess lífi á sömu forsendum og ófatlaðir foreldrar. Ég hef upplifað að vera ekki lengur fullgild í okkar samfélagi vegna aðgengisleysis, slík slaufun, ef svo má að orði komast lýsir sér í því að komast ekki frjáls ferða minna, að þurfa að biðja um að fá aðgengi að gangstéttum og öllum þeim stöðum sem ég áður fór um án hindrana. Ég hef kynnst fólki sem er umhugað um gott aðgengi, það fólk hefur áttað sig á því að öll geta orðið hreyfihömluð á lífsleiðinni, um skemmri tíma eða varanlega og þá skiptir aðgengi öllu máli. Ég hef líka kynnst því að fólki finnist krafa um aðgengi ekki eiga rétt á sér ,,það sé aldrei hægt að gera alla staði aðgengilega‘‘. Slík hugsun er þröngsýn og til að breyta henni þarf viðhorfsbreytingu. Við erum sex félög sem stöndum að Aðgengisstrollinu vitundarvakning um aðgengismál, sem fer fram í dag. Við höfum það sameiginlegt að félagsfólkið er, eða verður hreyfihamlað. Félögin eru MS, MND, CP, SEM, GIGT og SJÁLFSBJÖRG sem standa að vitundarvakningu um mikilvægi aðgengis að öllum sviðum samfélagsins. Aðgengi, er svo lítið orð um svo stóran og mikilvægan þátt í lífi allra manneskja. Við fæðumst flest í heiminn með þau sjálfsögðu réttindi að fæturnir beri okkur yfir nær allar hindranir sem á vegi okkar verða og við þurfum ekki að velta því fyrir okkur hvort við komumst upp á næstu gangstétt, hvort við getum kíkt í heimsókn til ömmu og afa, til vina okkar, foreldra, barna eða systkina, í bíó, bakaríið eða á næsta leikvöll, eða getum nýtt salerni. Við höfum nefnilega FLEST þennan innbyggða og sjálfsagða aðgengisrétt sem samfélagið hefur búið okkur. Flest, sagði ég, af því að svo eru það við sem slösumst eða veikjumst eða höfum meðfædda hreyfihömlun, og við erum ekki fámennur hópur. Sjálfsögð réttindi eru því ekki svo sjálfsögð. Það er sárt að hafa ekki aðgengi, að geta ekki tekið þátt í allskonar starfi, ferðum eða samveru vegna aðgengisleysis. Höfnunartilfinning er fylgifiskur margra sem nýta t.d. hjólastól í daglegu lífi, gremja yfir því að hafa ekki aðgengi verður líka hluti af tilverunni sem og niðurlæging, að þurfa að útskýra að notandi hjólastóls þurfi að komast á salerni, þurfi að hafa aðgengi að sturtu á gististöðum, eða einfaldlega finnist ég eiga rétt á aðgengi að samfélaginu, rétt eins og aðrir. Það er vont að upplifa að vera illa tekið og mæta fálæti þegar aðgengisþarfir eru útskýrðar, og erfitt að upplifa að aðrir telji mig ekki þurfa aðgengi að búðinni sinni, að veitingastaðnum sínum eða öðru sem almenningur nýtur. Fólk almennt tekur skyndiákvörðun um að fara í bíó eða eitthvað annað, en það gerir fólk ekki sem þarf akstursþjónustu, sem er skipulögð fram í tímann. Hjálpartæki eru okkur frelsun og aðgengi okkar leið til sjálfstæðis. Mikilvægi aðgengis er gríðarlegt; að hafa aðgengi að hjálpartækjum svo sem gerfifótum, sérstökum hjólastólum og tækjum til að geta notið útivistar, stundað tómstundir og íþróttir eða einfaldlega notið samveru með ástvinum. Aðgengi að samfélagi í heild er eitthvað sem öll græða á, það er nefnilega góður ‚,bisness‘‘ að þjónusta sé aðgengileg og hindrunarlaus. Það kostar ekki meira að hafa aðgengi að manngerðu umhverfi, en það krefst breytts hugsunarháttar og annarrar nálgunnar. Það krefst viðhorfsbreytingar. Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni, svo einfalt er það. Í dag hefur einstaklingur staðið fyrir því að rampa upp Ísland og nú höfum við sem erum hreyfihömluð aðgengi að nær 2000 fleiri stöðum en árið 2021. Samt er enn þörf á vitundarvakningu um aðgengi því enn eru sundlaugar óaðgengilegar, enn eru verslanir og ferðaþjónustustaðir óaðgengilegir, enn eru vinnustaðir og skólahúsnæði óaðgengilegt og enn er ekki aðgengi að íþróttavöllum, tónlistarhúsum og íbúðarhúsnæði og almenningssamgöngur eru meira að segja enn óaðgengilegar. Svo enn þarf að vekja athygli á því að aðgengi á að vera fyrir öll, því það er allra hagur. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Aðgengi og hjálpartæki eru jöfnunartæki, sem stuðla að því að t.d. hreyfihamlað fólk hafi tækifæri til jafns við aðra til að stunda útivist og íþróttir eða einfaldlega sjá um barnið sitt og taka þátt í þess lífi á sömu forsendum og ófatlaðir foreldrar. Ég hef upplifað að vera ekki lengur fullgild í okkar samfélagi vegna aðgengisleysis, slík slaufun, ef svo má að orði komast lýsir sér í því að komast ekki frjáls ferða minna, að þurfa að biðja um að fá aðgengi að gangstéttum og öllum þeim stöðum sem ég áður fór um án hindrana. Ég hef kynnst fólki sem er umhugað um gott aðgengi, það fólk hefur áttað sig á því að öll geta orðið hreyfihömluð á lífsleiðinni, um skemmri tíma eða varanlega og þá skiptir aðgengi öllu máli. Ég hef líka kynnst því að fólki finnist krafa um aðgengi ekki eiga rétt á sér ,,það sé aldrei hægt að gera alla staði aðgengilega‘‘. Slík hugsun er þröngsýn og til að breyta henni þarf viðhorfsbreytingu. Við erum sex félög sem stöndum að Aðgengisstrollinu vitundarvakning um aðgengismál, sem fer fram í dag. Við höfum það sameiginlegt að félagsfólkið er, eða verður hreyfihamlað. Félögin eru MS, MND, CP, SEM, GIGT og SJÁLFSBJÖRG sem standa að vitundarvakningu um mikilvægi aðgengis að öllum sviðum samfélagsins. Aðgengi, er svo lítið orð um svo stóran og mikilvægan þátt í lífi allra manneskja. Við fæðumst flest í heiminn með þau sjálfsögðu réttindi að fæturnir beri okkur yfir nær allar hindranir sem á vegi okkar verða og við þurfum ekki að velta því fyrir okkur hvort við komumst upp á næstu gangstétt, hvort við getum kíkt í heimsókn til ömmu og afa, til vina okkar, foreldra, barna eða systkina, í bíó, bakaríið eða á næsta leikvöll, eða getum nýtt salerni. Við höfum nefnilega FLEST þennan innbyggða og sjálfsagða aðgengisrétt sem samfélagið hefur búið okkur. Flest, sagði ég, af því að svo eru það við sem slösumst eða veikjumst eða höfum meðfædda hreyfihömlun, og við erum ekki fámennur hópur. Sjálfsögð réttindi eru því ekki svo sjálfsögð. Það er sárt að hafa ekki aðgengi, að geta ekki tekið þátt í allskonar starfi, ferðum eða samveru vegna aðgengisleysis. Höfnunartilfinning er fylgifiskur margra sem nýta t.d. hjólastól í daglegu lífi, gremja yfir því að hafa ekki aðgengi verður líka hluti af tilverunni sem og niðurlæging, að þurfa að útskýra að notandi hjólastóls þurfi að komast á salerni, þurfi að hafa aðgengi að sturtu á gististöðum, eða einfaldlega finnist ég eiga rétt á aðgengi að samfélaginu, rétt eins og aðrir. Það er vont að upplifa að vera illa tekið og mæta fálæti þegar aðgengisþarfir eru útskýrðar, og erfitt að upplifa að aðrir telji mig ekki þurfa aðgengi að búðinni sinni, að veitingastaðnum sínum eða öðru sem almenningur nýtur. Fólk almennt tekur skyndiákvörðun um að fara í bíó eða eitthvað annað, en það gerir fólk ekki sem þarf akstursþjónustu, sem er skipulögð fram í tímann. Hjálpartæki eru okkur frelsun og aðgengi okkar leið til sjálfstæðis. Mikilvægi aðgengis er gríðarlegt; að hafa aðgengi að hjálpartækjum svo sem gerfifótum, sérstökum hjólastólum og tækjum til að geta notið útivistar, stundað tómstundir og íþróttir eða einfaldlega notið samveru með ástvinum. Aðgengi að samfélagi í heild er eitthvað sem öll græða á, það er nefnilega góður ‚,bisness‘‘ að þjónusta sé aðgengileg og hindrunarlaus. Það kostar ekki meira að hafa aðgengi að manngerðu umhverfi, en það krefst breytts hugsunarháttar og annarrar nálgunnar. Það krefst viðhorfsbreytingar. Aðgengi er lykill að sjálfstæði, þátttöku og virkni, svo einfalt er það. Í dag hefur einstaklingur staðið fyrir því að rampa upp Ísland og nú höfum við sem erum hreyfihömluð aðgengi að nær 2000 fleiri stöðum en árið 2021. Samt er enn þörf á vitundarvakningu um aðgengi því enn eru sundlaugar óaðgengilegar, enn eru verslanir og ferðaþjónustustaðir óaðgengilegir, enn eru vinnustaðir og skólahúsnæði óaðgengilegt og enn er ekki aðgengi að íþróttavöllum, tónlistarhúsum og íbúðarhúsnæði og almenningssamgöngur eru meira að segja enn óaðgengilegar. Svo enn þarf að vekja athygli á því að aðgengi á að vera fyrir öll, því það er allra hagur. Höfundur er formaður Sjálfsbjargar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun