Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2025 20:52 Dominic Solanke fagnar marki sínu fyrir Tottenham í kvöld. Getty/Justin Setterfield Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. Tottenham vann fyrri leikinn 3-1 og einvígið þar með 5-1 samanlagt. Það var markalaust frá á 63. mínútu en þá gerði Tottenham liðið endanlega út um einvígið með tveimur mörkum á sex mínútna kafla. Sigurinn og sæti í úrslitaleiknum var í lítilli hættu eftir það. Dominic Solanke skoraði fyrra markið á 63. mínútu eftir stoðsendingu frá Cristian Romero en það síðara skoraði Pedro Porro á 69. mínútu þegar fyrirgjöf eða skot hans utan af kanti endaði í markinu. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Enski boltinn Fótbolti
Tottenham er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United eftir 2-0 útisigur á Bodö/Glimt í kvöld. Það verður því enskur úrslitaleikur í Bilbao. Tottenham vann fyrri leikinn 3-1 og einvígið þar með 5-1 samanlagt. Það var markalaust frá á 63. mínútu en þá gerði Tottenham liðið endanlega út um einvígið með tveimur mörkum á sex mínútna kafla. Sigurinn og sæti í úrslitaleiknum var í lítilli hættu eftir það. Dominic Solanke skoraði fyrra markið á 63. mínútu eftir stoðsendingu frá Cristian Romero en það síðara skoraði Pedro Porro á 69. mínútu þegar fyrirgjöf eða skot hans utan af kanti endaði í markinu.