Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 09:01 Mikel Arteta faðmar Jurriën Timber eftir tap Arsenal fyrir Paris Saint-Germain. getty/Mustafa Yalcin Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að fara að sýna að hann sé sigurvegari. Þetta segir fótboltaritstjóri BBC. Hann telur þó ekki að starf Arteta sé í hættu. Arsenal tapaði fyrir Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, 2-1, og því er ljóst að liðið mun ekki vinna titil á þessu tímabili. Í pistli sínum eftir leikinn í París bendir Phil McNulty, fótboltaritstjóri BBC, á að sannleikurinn sé sá að Arsenal hafi ekki unnið titil í fimm ár, eða síðan Arteta stýrði liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni 2020. „Fyrir allt tal um þróun og framfarir er þetta það eina sem skiptir máli fyrir stærstu félögin svo klukkan tifar fyrir Arteta að gera liðið sitt að sigurvegurum aftur,“ skrifar McNulty. „Hann er núna að stýra næstum því liði. Fyrir allt ágæti Arsenal í borg ljóssins er þessi dimma hinn kaldi raunveruleiki.“ Engar afsakanir McNulty segir að enginn með réttu ráði telji að starf Arteta sé í hættu. Það sé hins vegar komin pressa á hann að ná áþreifanlegum árangri og hún muni aukast á næsta tímabili. „Á endanum geta ekki verið neinar afsakanir og skilaboð um framþróun. Arsenal þarf að vinna,“ skrifar McNulty. Arsenal vann ensku bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að Arteta tók við liðinu en hefur síðan þá ekki komist í úrslitaleik og lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Eftir leikinn í París talaði Arteta að stutt væri á milli feigs og ófeigs og að Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, hefði verið frábær í einvíginu. McNulty segir þó að Arsenal geti líka sjálfum sér um kennt og bendir á mistökin sem Thomas Partey gerði í mörkum PSG í gær. Þá segir hann að sú ákvörðun Arsenal að kaupa ekki framherja síðasta sumar hafi komið í bakið á þeim. Áreiðanlegur markaskorari hefði getað gert gæfumuninn í gær. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira
Arsenal tapaði fyrir Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, 2-1, og því er ljóst að liðið mun ekki vinna titil á þessu tímabili. Í pistli sínum eftir leikinn í París bendir Phil McNulty, fótboltaritstjóri BBC, á að sannleikurinn sé sá að Arsenal hafi ekki unnið titil í fimm ár, eða síðan Arteta stýrði liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni 2020. „Fyrir allt tal um þróun og framfarir er þetta það eina sem skiptir máli fyrir stærstu félögin svo klukkan tifar fyrir Arteta að gera liðið sitt að sigurvegurum aftur,“ skrifar McNulty. „Hann er núna að stýra næstum því liði. Fyrir allt ágæti Arsenal í borg ljóssins er þessi dimma hinn kaldi raunveruleiki.“ Engar afsakanir McNulty segir að enginn með réttu ráði telji að starf Arteta sé í hættu. Það sé hins vegar komin pressa á hann að ná áþreifanlegum árangri og hún muni aukast á næsta tímabili. „Á endanum geta ekki verið neinar afsakanir og skilaboð um framþróun. Arsenal þarf að vinna,“ skrifar McNulty. Arsenal vann ensku bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að Arteta tók við liðinu en hefur síðan þá ekki komist í úrslitaleik og lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Eftir leikinn í París talaði Arteta að stutt væri á milli feigs og ófeigs og að Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, hefði verið frábær í einvíginu. McNulty segir þó að Arsenal geti líka sjálfum sér um kennt og bendir á mistökin sem Thomas Partey gerði í mörkum PSG í gær. Þá segir hann að sú ákvörðun Arsenal að kaupa ekki framherja síðasta sumar hafi komið í bakið á þeim. Áreiðanlegur markaskorari hefði getað gert gæfumuninn í gær.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Sjá meira