Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2025 15:00 Freyr Alexandersson tók við Brann í janúar. Mynd: Brann SK Það er óhætt að segja að áhuginn hafi verið mikill þegar opnað var fyrir miðasölu á heimaleik Brann gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Miðasölukerfið hrundið og Brann hefur fengið hundruð tölvupósta og símtöl frá fólki sem vonast eftir miða þó að orðið sé uppselt. Það hefur skapast mikil hefð fyrir því í Noregi að fólk fjölmenni á fótboltaleikvanga 16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, til að hvetja sitt lið. Áhuginn er þó hvergi meiri en í Bergen og hvað þá núna þegar liðið, með Eggert Aron Guðmundsson innanborðs og Frey Alexandersson sem þjálfara, er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í hádeginu í gær var opnað fyrir miðasölu og þeir 5.000 miðar sem voru í boði hefðu selst á einni mínútu, samkvæmt heimasíðu Brann, ef ekki hefði verið notast við sérstakt biðraðakerfi og ef sölukerfið hefði ekki hreinlega hrunið vegna aðsóknar. Um tíma voru um 14.000 manns að reyna að kaupa miða á sama tíma og mátti hver og einn kaupa fjóra miða. Hins vegar voru eins og fyrr segir aðeins 5.000 miðar til sölu, þó að Brann-leikvangurinn taki 17.500 manns í sæti. Það er vegna þess að 10.000 ársmiðahafar eru hjá Brann. Auk þess eru um 1.000 VIP-sæti og 875 sæti fyrir gestaliðið, auk þess sem slatti af miðum eru fráteknir fyrir góðgerðamál og fleira. Hann @freyrale tók gamla miðasölukerfi KSÍ með sér til @SKBrann. 14.000 manns klárir í röð til að ná miða á heimaleik liðsins á þjóðhátíðardegi Noregs. Elska allt við þetta hæp! Elska þennan metnað.#FotboltiNet pic.twitter.com/P7wRhYNO6S— Maggi Peran (@maggiperan) May 7, 2025 Þegar sölukerfið komst af stað aftur, eftir að hafa hrunið í tvígang, tókst að ljúka miðasölunni. Innan við tveimur tímum eftir að miðasalan hófst hafði Brann fengið 217 tölvupósta og 50 símtöl, og gat félagið þess að það væri ekki með neitt þjónustuver og því væri ekki hægt að svara öllum. Áður en að þjóðhátíðarleiknum við Sarpsborg kemur þá mætir Brann liði Rosenborg í sannkölluðum stórleik á sunnudaginn. Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni. Norski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira
Það hefur skapast mikil hefð fyrir því í Noregi að fólk fjölmenni á fótboltaleikvanga 16. maí, daginn fyrir þjóðhátíðardag Norðmanna, til að hvetja sitt lið. Áhuginn er þó hvergi meiri en í Bergen og hvað þá núna þegar liðið, með Eggert Aron Guðmundsson innanborðs og Frey Alexandersson sem þjálfara, er á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Í hádeginu í gær var opnað fyrir miðasölu og þeir 5.000 miðar sem voru í boði hefðu selst á einni mínútu, samkvæmt heimasíðu Brann, ef ekki hefði verið notast við sérstakt biðraðakerfi og ef sölukerfið hefði ekki hreinlega hrunið vegna aðsóknar. Um tíma voru um 14.000 manns að reyna að kaupa miða á sama tíma og mátti hver og einn kaupa fjóra miða. Hins vegar voru eins og fyrr segir aðeins 5.000 miðar til sölu, þó að Brann-leikvangurinn taki 17.500 manns í sæti. Það er vegna þess að 10.000 ársmiðahafar eru hjá Brann. Auk þess eru um 1.000 VIP-sæti og 875 sæti fyrir gestaliðið, auk þess sem slatti af miðum eru fráteknir fyrir góðgerðamál og fleira. Hann @freyrale tók gamla miðasölukerfi KSÍ með sér til @SKBrann. 14.000 manns klárir í röð til að ná miða á heimaleik liðsins á þjóðhátíðardegi Noregs. Elska allt við þetta hæp! Elska þennan metnað.#FotboltiNet pic.twitter.com/P7wRhYNO6S— Maggi Peran (@maggiperan) May 7, 2025 Þegar sölukerfið komst af stað aftur, eftir að hafa hrunið í tvígang, tókst að ljúka miðasölunni. Innan við tveimur tímum eftir að miðasalan hófst hafði Brann fengið 217 tölvupósta og 50 símtöl, og gat félagið þess að það væri ekki með neitt þjónustuver og því væri ekki hægt að svara öllum. Áður en að þjóðhátíðarleiknum við Sarpsborg kemur þá mætir Brann liði Rosenborg í sannkölluðum stórleik á sunnudaginn. Aðeins eitt stig skilur liðin að í toppbaráttunni.
Norski boltinn Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Sjá meira