Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Stal senunni í fagnaðar­látum Arsenal

Hin írska Katie McCabe var ef til vill ekki hetjan þegar Skytturnar frá Lundúnum lögðu ofurlið Barcelona í úrslitum Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolta um liðna helgi en hún var heldur betur aðalnúmerið í fagnaðarlátum liðsins.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Chelsea Sam­bands­deildar­meistari 2025

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hafði betur gegn Real Betis frá Spáni í úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Spánverjarnir komust yfir en bláliðar frá Lundúnum svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 4-1 sigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hólmbert skiptir um fé­lag

Framherjinn Hólmbert Aron Friðjónsson er á meðal sjö leikmanna sem þýska knattspyrnufélagið Preussen Münster kveður í tilkynningu á heimasíðu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“

Spurningakeppnin skemmtilega í Bestu mörkum kvenna var á sínum stað í síðasta þætti. Þóra Helgadóttir og Bára Kristín Rúnarsdóttir áttust við. Keppnin var hörð og var Bára meðal annars hrekkt af Þóru og Helenu Ólafsdóttur stjórnanda.

Fótbolti
Fréttamynd

Missti markmannsstöðuna og hætti með lands­liðinu

Mary Earps, markvörður PSG sem var áður hjá Manchester United, missti stöðuna sem aðalmarkvörður enska landsliðsins og hefur nú tilkynnt að hún sé hætt landsliðsfótbolta. Hún mun því ekki taka þátt í titilvörn Englands á Evrópumótinu í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sæ­var Atli orðinn leik­maður Brann

Sævar Atli Magnússon er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagsins Brann og mun þar spila undir stjórn Freys Alexanderssonar sem hann þekkir frá fyrri tíð hjá Lyngby í Danmörku.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­sakaður um að lemja leik­menn í unglingaliði Roma

Ítalska knattspyrnusambandið hefur hrundið af stað rannsókn eftir að Roma ásakaði Nicolo Zaniolo, leikmann Fiorentina, um að storma inn í búningsherbergi og slá til tveggja leikmanna í unglingaliði Roma, eftir leik unglingaliðanna í gærkvöldi. Zaniolo segist hafa ætlað að þakka þeim fyrir tímabilið, þeir hafi svarað með móðgandi hætti og hann hafi yfirgefið svæðið.

Fótbolti