Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Íslandsvinurinn rekinn

Bo Henriksen hefur verið vísað úr þjálfarastarfi Mainz í þýsku úrvalsdeildinni. Hann stýrði liðinu í tæp tvö ár.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Okkur sjálfum að kenna“

Diogo Dalot hélt að hann væri búinn að tryggja Manchester United sigurinn þegar hann var tekinn af velli en þurfti síðan að horfa upp á West Ham jafna metin á lokamínútum leiksins. United missti af tækifærinu að komast upp í fimmta sæti deildarinnar.

Enski boltinn
Fréttamynd

United missti frá sér sigurinn í lokin

Manchester United var á leiðinni upp í fimmta sætið í ensku úrvalsdeildinni þegar þeir gáfu færi á sér á lokamínútunum í lokaleik fjórtándu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. West Ham-menn nýttu sér það, jöfnuðu metin í 1-1 og tryggðu sér stig á Old Trafford.

Enski boltinn
Fréttamynd

Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá

Óttast er að landsliðsmaðurinn Gísli Gottskálk Þórðarson sé lengi frá eftir að hann var borinn af velli í leik liðs hans Lech Poznan í gærkvöld. Meiðsli hafa elt miðjumanninn á röndum eftir vistaskipti hans til liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Sjáðu ís­lenska ung­linginn hamfletta Esbjerg

Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason heldur áfram að gera frábæra hluti með danska stórveldinu FC Kaupmannahöfn. Hann skoraði tvö mörk og átti stoðsendingu í 4-2 sigri gegn Esbjerg í dönsku bikarkeppninni í fótbolta í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig

Manchester United tekur á móti West Ham í kvöld í lokaleik 14. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Þegar liðin mættust tímabilið 2007-08 var Cristiano Ronaldo í essinu sínu.

Enski boltinn