Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 12:31 Gianluigi Donnarumma og félagar í Paris Saint-Germain mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí næstkomandi. Leikurinn fer fram á Allianz Arena í München. getty/Catherine Ivill Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum hrósuðu Gianluigi Donnarumma, markverði Paris Saint-Germain, fyrir frammistöðu hans í sigrinum á Arsenal í gær. PSG vann Arsenal, 2-1, í gær og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Parísarliðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. Arsenal byrjaði leikinn í París í gær af miklum krafti en Donnarumma var vel á verði í marki PSG og varði meðal annars stórkostlega frá Martin Ødegaard. „Hann og Sommer eru bara að koma sínum liðum áfram í þessum einvígum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og vísaði til frammistöðu Yanns Sommer í marki Inter í leikjunum tveimur gegn Barcelona. „Svona stór maður, hvað hann er fljótur niður þarna er gjörsamlega sturlað. Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla,“ sagði Baldur Sigurðsson þegar varsla Donnarummas frá Ødegaard var sýnd. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Donnarumma Donnarumma kom til PSG frá AC Milan fyrir fjórum árum. Arnar segir að hann skipti miklu máli fyrir frönsku meistarana. „Það er svo geggjað með þessi lið sem eru það góð í fótbolta að þurfa líka að treysta á alvöru markmenn. Vægi markmanna - það hefur alltaf verið stórt - en sérstaklega í svona toppliðum. Þessi lið fá alltaf á sig dauðafæri,“ sagði Arnar. „Það er búið að gagnrýna Donnarumma undanfarin ár. Hann hefur verið góður en ekki alveg í þessum gír. En núna er hann búinn að sanna virði sitt.“ Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58 Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41 Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
PSG vann Arsenal, 2-1, í gær og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Parísarliðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. Arsenal byrjaði leikinn í París í gær af miklum krafti en Donnarumma var vel á verði í marki PSG og varði meðal annars stórkostlega frá Martin Ødegaard. „Hann og Sommer eru bara að koma sínum liðum áfram í þessum einvígum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og vísaði til frammistöðu Yanns Sommer í marki Inter í leikjunum tveimur gegn Barcelona. „Svona stór maður, hvað hann er fljótur niður þarna er gjörsamlega sturlað. Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla,“ sagði Baldur Sigurðsson þegar varsla Donnarummas frá Ødegaard var sýnd. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Donnarumma Donnarumma kom til PSG frá AC Milan fyrir fjórum árum. Arnar segir að hann skipti miklu máli fyrir frönsku meistarana. „Það er svo geggjað með þessi lið sem eru það góð í fótbolta að þurfa líka að treysta á alvöru markmenn. Vægi markmanna - það hefur alltaf verið stórt - en sérstaklega í svona toppliðum. Þessi lið fá alltaf á sig dauðafæri,“ sagði Arnar. „Það er búið að gagnrýna Donnarumma undanfarin ár. Hann hefur verið góður en ekki alveg í þessum gír. En núna er hann búinn að sanna virði sitt.“ Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58 Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41 Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Þýskaland - Ísland | Strákarnir okkar hafa mikið að sanna Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Barcelona - Elche | Börsungar vilja brúa bilið en mæta sjóðheitum nýliðum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Man. City - Bournemouth | Mikið undir í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Sjá meira
„Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58
Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41
Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53