Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar 8. maí 2025 06:32 Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atvinnurekendur Vinnumarkaður Alþingi Verkalýðsdagurinn 17. júní Páskar Jón Júlíus Karlsson Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Óvenju marga frídaga ber upp á fimmtudegi í ár. Strax eftir páska komu sumardagurinn fyrsti (fimmtudaginn 24. apríl) og frídagur verkalýðsins (fimmtudaginn 1. maí). Framundan eru síðan uppstigningardagur (fimmtudaginn 29. maí) og þjóðhátíðardagurinn (fimmtudaginn 17. júní). Árið 2025 er því sannarlega ár klemmudaganna. Að mínu mati er þetta fyrirkomulag óheppilegt. Þessir stöku frídagar valda því að ég næ hvorki að njóta þeirra til fulls en verkefnin í vinnunni raskast engu að síður. Persónulega væri ég miklu frekar til í að njóta langrar helgar með fjölskyldunni. Frídagur sem klemmist á milli vinnudaga getur reynst óhentugur þegar betur er að gáð. Mikill stuðningur við tilfærslu Yfirgnæfandi stuðningur hefur verið meðal atvinnurekenda við að færa staka frídaga að helgum. Í könnun Gallup frá árinu 2011 kom fram að tveir af hverjum þremur kjósendum eru hlynntir því að frídagar sem ber upp í miðri viku verði fluttir upp að helgi. Þetta er skiljanlegt í ljósi þess að stakir vinnudagar búa til slitróttar vinnuvikur með röskunum á samstarfi og framvindu verkefna. Einstaklingar og fjölskyldur hafa einnig beinan hag af slíkri tilfærslu. Samfelldar helgar auka tækifæri til hvíldar, ferðalaga og fjölskyldusamveru. Það býr til betra jafnvægi á milli vinnu og einkalífs, sem bætir líðan, heilsu og vinnuframlag til lengri tíma. Tvær fyrri tilraunir mislukkuðust Ein tilraun var gerð árið 1988 þegar ákvæði var sett inn í samkomulag á milli samtaka vinnuveitenda og nokkurra stéttarfélaga um tilfærslu fimmtudagsfrídaganna til næsta mánudags. Samningarnir voru hins vegar felldir í atkvæðagreiðslu og ekkert varð úr tilfærslunni í það skiptið. Önnur tilraun var síðan gerð árið 2013 þegar Róbert Marshall, þáverandi þingmaður Bjartar framtíðar, lagði fram frumvarp á Alþingií þá veru. Frumvarp hans var hins vegar aldrei afgreitt úr nefnd, mögulega því þar var blandað inn samtímis tillögu um fjölgun frídaga. Fyrirkomulag frídaga hefur staðið óhaggað þrátt fyrir þessar tvær tilraunir. Tími kominn á þriðju atrennu Sem áhugamaður um gott helgarfrí tel ég tímabært að gera þriðju tilraunina. Einfaldasta leiðin til þess að tilfærslan verði að veruleika er lagafrumvarp á Alþingi sem blandar ekki öðrum atriðum við málið. Ekki þarf að líta lengra en til Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem frídagar hafa verið færðir að helgum til að skapa þriggja daga helgar, sem eru almenningi og fjölskyldufólki afar dýrmætar. Hér er um að ræða hagsmunamál sem nýtur víðtæks stuðnings auk þess sem ávinningurinn er augljós fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ég krosslegg fingur að alþingismenn hugsi til okkar á þeim klemmudögum sem eru framundan. Höfundur er samskiptastjóri Viðskiptaráðs.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun