Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar 1. maí 2025 22:00 Við hlustun á viðtal við þig hæstvirtan innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson,í Bítinuþar sem ný leigubílalög voru til umræðu, gat ég ekki orða bundist. Ég er sammála þér að fólk eigi að geta talað íslensku og þá sérstaklega í þjónustustörfum. En það sem ég er ósammála er þegar tungumál er notað sem lás í staðinn fyrir lykil að samfélagi. Hér, að mínu mati, ert þú að mæla fyrir dularfullri leið til þess að gera nákvæmlega þetta, að halda fólki frá starfi og þar með halda þeim frá því að geta tekið fullan þátt sem virkir borgarar í samfélaginu. Vert er að muna að fólk sem verið er að ræða um hefur fengið leyfi til að dvelja hér, og þar með á grundvelli mannréttinda, að lifa með reisn og fá að starfa til þess að tryggja að það hafi „fæði, klæði og húsnæði“ eins og allir hinir sem dvelja hér óháð uppruna. Það væri best fyrir okkur öll sem búum á Íslandi, hæstvirtur ráðherra, að þú og samflokksráðherra þinn sem fer með ábyrgð á innviði, mennta- og vinnumarkaðsmálum mynduð leggja meiri áherslu á að beita ykkur fyrir því að fólk hafi greiðan aðgang að íslenskukennslu frá degi eitt, þegar það fær dvalarleyfi á Íslandi svo að þeim sé gert kleift að sækja um hvaða starf sem er, frekar en að finna leiðir til að halda þeim frá starfinu. Umræður um erlenda leigubílstjóra hafa einkennst af fordómum byggðum á hræðsluorðum að hluta til vegna hræðilegra atburða, sögusagna (til dæmis að það væri einfaldlega svindlað á þessum prófum), sem og skort á eftirliti og óreiðu sem hefur skapast í greininni. Rétt er að það þurfi að takast á við brotamenn með réttum hætti og þar með treysta réttarkerfinu til að sinna því. Mikilvægt er einnig tryggja öryggi bæði hjá farþegum og leigubílstjórum í hvívetna og það er gert með því að beita betra eftirliti og réttmætu aðhaldi í greininni. Rétt er einnig að þú berir ábyrgð á að koma því í lag. Það að segja að best sé að beita því valdi sem þú hefur til að halda ákveðnum hluta af samfélaginu frá atvinnugreininni, án þess að bjóða þeim tækifæri til að öðlast þá færni sem þú telur þurfa í starfinu, er ekki endilega leiðin. Til viðbótar vil ég taka fram að slík aðgerð fer gegn ákvæði um bann við mismun sem er að finna í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði 86/2018. Svo má líka taka fram að þessi aðgerð ber ekki merki um þau mikilvægu norrænu gildi um jafnrétti og lýðræðislega þátttöku sem við teljum vera leiðarljósi í íslensku þjóðfélagi. Aðgerðin hljómar meira eins og þær aðgerðir sem verið er að beita vestan hafs þessa dagana um markvissa aðskilnaðarstefnu. Ég skil vel mikilvægi þess að fólk geti talað íslensku við Íslendinga. Í dag starfa ég sem leikskólastjóri og er það afar mikilvægt að fólk sem ég ræð til starfa hafi góða færni á íslensku; hér er um að ræða að fólk sé læst, geta skrifað og sé fært um að tala skýra íslensku. Því okkar störf byggja á að miðla, örva og kenna íslensku. En ég er ekki að blekkja mig með að hugsa að það sé auðveldlega leyst með því að halda innflytjendum frá störfunum, þar sem aðsókn innflytjenda og sérstaklega þeirra með menntun í kennslu er mikil og oft og tíðum eru fleiri umsóknir frá innflytjendum en Íslendingum. Það þarf að horfa á stöðuna raunsætt, fólk óháð uppruna, þarf að mæta sanngirni á vinnumarkaði. Atvinnumarkaðurinn og valdhafar sömuleiðis þurfa að viðurkenna að við þurfum njóta góðs af þekkingu fólks þó að stundum krefjist það aukins stuðnings við að efla ákveðna færni, t.d. íslenskukunnáttu. Kæri Eyjólfur, ef það er þinn vilji að fara þá leið að tala um hvað sé gert á öðrum Norðurlöndum þá er best að beina athygli þinni að því að á öðrum Norðurlöndum fær fólk tungumálakennslu á vegum ríkisins. Í úttekt OECD um innflytjendur á Íslandi(2024) er kveðið á um að setja inngildingu innflytjenda á dagskrá. Þar er tekið fram að hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu sé raunar lægst hér á landi á meðal OECD-ríkjum eða um 18% í samanburði við 60% að meðaltali innan OECD. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna séu sömuleiðis töluvert lægri en í samanburðar ríkjum. Í skýrslunni kemur einnig fram að þó að ríkið myndi fjárfesta tæplega milljarða sem var áætlað í aðgerðaráæltun í málefnum íslenskra tungu vegna ískukennslu fyrir útlendinga séum við samt langt fyrir neðan hin Norðurlöndin. Hæstvirtur ráðherra beinir líka athygli sinni að kröfum um ensku í Bretlandi, en mikilvægt er að vera upplýstur um að þar er ríkið, eins og á hinum Norðurlöndunum að fjármagna enskukennslu fyrir innflytjendur (e. English for speakers of other languages, ESOL), þó að vissulega hafi Brexitstefnan haft gríðarleg áhrif á úthlutun fjármagns til málaflokksins. En hér á Íslandi eru það einstaklingar, vanfjármagnaður sjóður á vegum Menntamálaráðuneytis vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga og stéttarfélög sem greiða fyrir íslenskukennslu. Flóttafólk, sem og innflytjendur á atvinnuleysisskrá, fá aðgang að íslenskukennslu á vegum Vinnumálastofnunar en ekki er nægilegt eftirlit eða gögn sem sýna fram á hvort þessi kennsla skili þeim betur á vinnumarkað, eins og kom fram í OECD-úttekt um að gögn, eftirlit og mat á niðurstöðum innflytjenda skorti að mestu og að taka á þessu ætti að vera brýnt forgangsverkefni. Ég vil spyrja þig Eyjólfur í einlægni, þegar þú segir að þessi aðgerð sé ekki rasísk, eða kannski betur orðað, beitt til að mismuna, ertu meðvitaður um að hér er um að ræða starfsvettvang þar sem fólk starfar vegna þess að það er ekki að komast að annars staðar á vinnumarkaði? Ert þú meðvitaður um að það tengist því að fólk hafi ekki fengið viðeigandi tækifæri á að læra íslensku? Svo vil ég spyrja varðandi framtíðina í atvinnugreininni, og það gæti verið að ég hafi rangt fyrir mér, en er ekki meirihluti leigubílstjóra sem er af íslenskum uppruna í eldri kantinum? Þegar þeir fara á eftirlaun er til íslenskumælandi fólk sem er tilbúið að taka að sér þessi störf ? Eða erum við ekki að horfast í augu við þá staðreynd að starfsgrein leigubílstjóra er að fyllast innflytjendum sem eru tilbúnir að taka að sér vaktavinnu með litla von um framför (e. upward mobility) í samfélaginu, vegna þess að Íslendingar sem hafa starfað lengi hafa horfið í betur launuð störf eða farið á eftirlaun? Eins og hefur gerst í öðrum starfsgreinum á vinnumarkaði þar sem innflytjendur eru í meirihluta. Að lokum vil ég taka undir orð þín að það er mikilvægt að gera kröfu um að við sem flytjum hingað lærum íslensku. Ég vil hvetja þig sömuleiðis um að huga betur að þeirri ábyrgð sem hvílir hjá ykkur að tryggja fólki sem vill starfa í atvinnugreininni sé gert kleift að mæta þeim kröfum sem þú ert að setja í lög. Ég vona innilega að þessari gagnrýni sé tekin sem hvatningu til að gera betur í samfélagi þar sem fjölbreytileiki meðal íbúa er sóknarfæri, tæplega fjórðungur starfandi fólks á vinnumarkaði er af erlendum uppruna. Við þurfum að tala í staðreyndum, sýna kjark og tryggja það að allir sem hér dvelji geti starfað og búið með reisn og í samlyndi. Ég er reiðubúin að veita þér aðstoð með mína þekkingu og reynslu í málaflokkum, en ekki vera bara gagnrýn rödd á lyklaborði. Við höfum einstakt tækifæri til að sýna fyrirmyndar fordæmi um alvöru jafnrétti sem við sem þjóðfélag getum verið stolt af. Við þurfum ekki að fara þá leið að snúa við framförum á sviði jafnréttis, eins og aðrar þjóðir hafa kosið að taka. Við getum og eigum að standa fyrir jöfnuði fyrir alla á Íslandi. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og doktorsnemi í deild menntunar og margbreytileika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Við hlustun á viðtal við þig hæstvirtan innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson,í Bítinuþar sem ný leigubílalög voru til umræðu, gat ég ekki orða bundist. Ég er sammála þér að fólk eigi að geta talað íslensku og þá sérstaklega í þjónustustörfum. En það sem ég er ósammála er þegar tungumál er notað sem lás í staðinn fyrir lykil að samfélagi. Hér, að mínu mati, ert þú að mæla fyrir dularfullri leið til þess að gera nákvæmlega þetta, að halda fólki frá starfi og þar með halda þeim frá því að geta tekið fullan þátt sem virkir borgarar í samfélaginu. Vert er að muna að fólk sem verið er að ræða um hefur fengið leyfi til að dvelja hér, og þar með á grundvelli mannréttinda, að lifa með reisn og fá að starfa til þess að tryggja að það hafi „fæði, klæði og húsnæði“ eins og allir hinir sem dvelja hér óháð uppruna. Það væri best fyrir okkur öll sem búum á Íslandi, hæstvirtur ráðherra, að þú og samflokksráðherra þinn sem fer með ábyrgð á innviði, mennta- og vinnumarkaðsmálum mynduð leggja meiri áherslu á að beita ykkur fyrir því að fólk hafi greiðan aðgang að íslenskukennslu frá degi eitt, þegar það fær dvalarleyfi á Íslandi svo að þeim sé gert kleift að sækja um hvaða starf sem er, frekar en að finna leiðir til að halda þeim frá starfinu. Umræður um erlenda leigubílstjóra hafa einkennst af fordómum byggðum á hræðsluorðum að hluta til vegna hræðilegra atburða, sögusagna (til dæmis að það væri einfaldlega svindlað á þessum prófum), sem og skort á eftirliti og óreiðu sem hefur skapast í greininni. Rétt er að það þurfi að takast á við brotamenn með réttum hætti og þar með treysta réttarkerfinu til að sinna því. Mikilvægt er einnig tryggja öryggi bæði hjá farþegum og leigubílstjórum í hvívetna og það er gert með því að beita betra eftirliti og réttmætu aðhaldi í greininni. Rétt er einnig að þú berir ábyrgð á að koma því í lag. Það að segja að best sé að beita því valdi sem þú hefur til að halda ákveðnum hluta af samfélaginu frá atvinnugreininni, án þess að bjóða þeim tækifæri til að öðlast þá færni sem þú telur þurfa í starfinu, er ekki endilega leiðin. Til viðbótar vil ég taka fram að slík aðgerð fer gegn ákvæði um bann við mismun sem er að finna í lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði 86/2018. Svo má líka taka fram að þessi aðgerð ber ekki merki um þau mikilvægu norrænu gildi um jafnrétti og lýðræðislega þátttöku sem við teljum vera leiðarljósi í íslensku þjóðfélagi. Aðgerðin hljómar meira eins og þær aðgerðir sem verið er að beita vestan hafs þessa dagana um markvissa aðskilnaðarstefnu. Ég skil vel mikilvægi þess að fólk geti talað íslensku við Íslendinga. Í dag starfa ég sem leikskólastjóri og er það afar mikilvægt að fólk sem ég ræð til starfa hafi góða færni á íslensku; hér er um að ræða að fólk sé læst, geta skrifað og sé fært um að tala skýra íslensku. Því okkar störf byggja á að miðla, örva og kenna íslensku. En ég er ekki að blekkja mig með að hugsa að það sé auðveldlega leyst með því að halda innflytjendum frá störfunum, þar sem aðsókn innflytjenda og sérstaklega þeirra með menntun í kennslu er mikil og oft og tíðum eru fleiri umsóknir frá innflytjendum en Íslendingum. Það þarf að horfa á stöðuna raunsætt, fólk óháð uppruna, þarf að mæta sanngirni á vinnumarkaði. Atvinnumarkaðurinn og valdhafar sömuleiðis þurfa að viðurkenna að við þurfum njóta góðs af þekkingu fólks þó að stundum krefjist það aukins stuðnings við að efla ákveðna færni, t.d. íslenskukunnáttu. Kæri Eyjólfur, ef það er þinn vilji að fara þá leið að tala um hvað sé gert á öðrum Norðurlöndum þá er best að beina athygli þinni að því að á öðrum Norðurlöndum fær fólk tungumálakennslu á vegum ríkisins. Í úttekt OECD um innflytjendur á Íslandi(2024) er kveðið á um að setja inngildingu innflytjenda á dagskrá. Þar er tekið fram að hlutfall þeirra sem segjast hafa góða kunnáttu í málinu sé raunar lægst hér á landi á meðal OECD-ríkjum eða um 18% í samanburði við 60% að meðaltali innan OECD. Útgjöld til kennslu í íslensku fyrir fullorðna séu sömuleiðis töluvert lægri en í samanburðar ríkjum. Í skýrslunni kemur einnig fram að þó að ríkið myndi fjárfesta tæplega milljarða sem var áætlað í aðgerðaráæltun í málefnum íslenskra tungu vegna ískukennslu fyrir útlendinga séum við samt langt fyrir neðan hin Norðurlöndin. Hæstvirtur ráðherra beinir líka athygli sinni að kröfum um ensku í Bretlandi, en mikilvægt er að vera upplýstur um að þar er ríkið, eins og á hinum Norðurlöndunum að fjármagna enskukennslu fyrir innflytjendur (e. English for speakers of other languages, ESOL), þó að vissulega hafi Brexitstefnan haft gríðarleg áhrif á úthlutun fjármagns til málaflokksins. En hér á Íslandi eru það einstaklingar, vanfjármagnaður sjóður á vegum Menntamálaráðuneytis vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga og stéttarfélög sem greiða fyrir íslenskukennslu. Flóttafólk, sem og innflytjendur á atvinnuleysisskrá, fá aðgang að íslenskukennslu á vegum Vinnumálastofnunar en ekki er nægilegt eftirlit eða gögn sem sýna fram á hvort þessi kennsla skili þeim betur á vinnumarkað, eins og kom fram í OECD-úttekt um að gögn, eftirlit og mat á niðurstöðum innflytjenda skorti að mestu og að taka á þessu ætti að vera brýnt forgangsverkefni. Ég vil spyrja þig Eyjólfur í einlægni, þegar þú segir að þessi aðgerð sé ekki rasísk, eða kannski betur orðað, beitt til að mismuna, ertu meðvitaður um að hér er um að ræða starfsvettvang þar sem fólk starfar vegna þess að það er ekki að komast að annars staðar á vinnumarkaði? Ert þú meðvitaður um að það tengist því að fólk hafi ekki fengið viðeigandi tækifæri á að læra íslensku? Svo vil ég spyrja varðandi framtíðina í atvinnugreininni, og það gæti verið að ég hafi rangt fyrir mér, en er ekki meirihluti leigubílstjóra sem er af íslenskum uppruna í eldri kantinum? Þegar þeir fara á eftirlaun er til íslenskumælandi fólk sem er tilbúið að taka að sér þessi störf ? Eða erum við ekki að horfast í augu við þá staðreynd að starfsgrein leigubílstjóra er að fyllast innflytjendum sem eru tilbúnir að taka að sér vaktavinnu með litla von um framför (e. upward mobility) í samfélaginu, vegna þess að Íslendingar sem hafa starfað lengi hafa horfið í betur launuð störf eða farið á eftirlaun? Eins og hefur gerst í öðrum starfsgreinum á vinnumarkaði þar sem innflytjendur eru í meirihluta. Að lokum vil ég taka undir orð þín að það er mikilvægt að gera kröfu um að við sem flytjum hingað lærum íslensku. Ég vil hvetja þig sömuleiðis um að huga betur að þeirri ábyrgð sem hvílir hjá ykkur að tryggja fólki sem vill starfa í atvinnugreininni sé gert kleift að mæta þeim kröfum sem þú ert að setja í lög. Ég vona innilega að þessari gagnrýni sé tekin sem hvatningu til að gera betur í samfélagi þar sem fjölbreytileiki meðal íbúa er sóknarfæri, tæplega fjórðungur starfandi fólks á vinnumarkaði er af erlendum uppruna. Við þurfum að tala í staðreyndum, sýna kjark og tryggja það að allir sem hér dvelji geti starfað og búið með reisn og í samlyndi. Ég er reiðubúin að veita þér aðstoð með mína þekkingu og reynslu í málaflokkum, en ekki vera bara gagnrýn rödd á lyklaborði. Við höfum einstakt tækifæri til að sýna fyrirmyndar fordæmi um alvöru jafnrétti sem við sem þjóðfélag getum verið stolt af. Við þurfum ekki að fara þá leið að snúa við framförum á sviði jafnréttis, eins og aðrar þjóðir hafa kosið að taka. Við getum og eigum að standa fyrir jöfnuði fyrir alla á Íslandi. Höfundur er fyrrverandi alþingiskona og doktorsnemi í deild menntunar og margbreytileika.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun