Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Hjörvar Ólafsson skrifar 12. apríl 2025 18:48 Tinna Guðrún Alexandersdóttir var frábær fyrir Hauka í kvöld. Vísir / Hulda Margrét Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. Grindavík fór með sigur af hólmi í fyrstu tveimur leikjum rimmunnar en Haukar hafa nú svarað með tveimur sigrum í röð og það ræðst í oddaleik í Ólafssal að Ásvöllum á miðvikudaginn kemur hvort liðið fer áfram í undanúrslitin. Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji og lykilleikmaður Grindavíkur, lenti í bílslysi í vikunni og fékk slink á bak og hás. Isabella Ósk spilaði af þeim sökum ekki með Grindavík í þessum leik og er það svo sannarlega skarð fyrir skildi fyrir Grindavík sem er sömuleiðis án fyrirliða síns Huldu Bjarkar Ólafsdóttur. Haukar leika án miðherja síns Evu Margrétar Kristjánsdóttur sem og Lovísu Bjartar Henningsdóttur. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en Sólrún Inga Gísladóttir sá til þess að Haukar fóru með fjögurra stiga forskot inn í annan leikhluta, 22-26, með þriggja stiga körfu undir lok fyrsta leikhluta. Um miðjan anna leikhluta var staðan 30-35 en munurinn á þeim tíma hafði ekki verið meiri en fimm stig og höfðu liðin skipst á að hafa forystuna. Sú þróun hélt áfram út annan leikhluta og var þannig allan þriðja leikhluta. Forystan skiptist á milli liðanna og þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst voru Haukar tveimur stigum yfir, 62-64. Atvik leiksins Stjörnur og skúrkar Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir Kristinn Óskarsson, Jón Þór Eyþórsson og Stefán Kristinsson Stemming og umgjörð Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Haukar
Haukar knúðu fram oddaleik með því að hafa betur gegn Grindavík 81-86 í æsispennandi fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta í Smáranum í kvöld. Grindavík fór með sigur af hólmi í fyrstu tveimur leikjum rimmunnar en Haukar hafa nú svarað með tveimur sigrum í röð og það ræðst í oddaleik í Ólafssal að Ásvöllum á miðvikudaginn kemur hvort liðið fer áfram í undanúrslitin. Isabella Ósk Sigurðardóttir, miðherji og lykilleikmaður Grindavíkur, lenti í bílslysi í vikunni og fékk slink á bak og hás. Isabella Ósk spilaði af þeim sökum ekki með Grindavík í þessum leik og er það svo sannarlega skarð fyrir skildi fyrir Grindavík sem er sömuleiðis án fyrirliða síns Huldu Bjarkar Ólafsdóttur. Haukar leika án miðherja síns Evu Margrétar Kristjánsdóttur sem og Lovísu Bjartar Henningsdóttur. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta en Sólrún Inga Gísladóttir sá til þess að Haukar fóru með fjögurra stiga forskot inn í annan leikhluta, 22-26, með þriggja stiga körfu undir lok fyrsta leikhluta. Um miðjan anna leikhluta var staðan 30-35 en munurinn á þeim tíma hafði ekki verið meiri en fimm stig og höfðu liðin skipst á að hafa forystuna. Sú þróun hélt áfram út annan leikhluta og var þannig allan þriðja leikhluta. Forystan skiptist á milli liðanna og þegar fjórði og síðasti leikhluti hófst voru Haukar tveimur stigum yfir, 62-64. Atvik leiksins Stjörnur og skúrkar Dómarar leiksins Dómarar leiksins þeir Kristinn Óskarsson, Jón Þór Eyþórsson og Stefán Kristinsson Stemming og umgjörð
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti