Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. apríl 2025 21:22 Deandre Kane átti mjög góðan leik með Grindavík í kvöld. Vísir/Hula Margrét Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. Líkt og aðrir leikir í þessu einvígi var sjaldan dauð stund inni á vellinum í kvöld. Tilfinningar leikmanna voru hátt stilltar og það leið ekki langur tími áður en búið var að gefa Finn Frey Stefánssyni þjálfara Vals tæknivillu fyrir dómaratuð. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti, komust í 13-4 og sóknarlega voru Valsmenn í miklu brasi. Það snerist hins vegar snögglega við, heimamenn lokuðu í vörninni og þegar fyrsti leikhluti var búinn þá var staðan 16-15 Val í vil. Algjörlega tvískiptur fyrsti leihluti. Í öðrum leikhluta hélt hasarinn áfram. Dómarar leiksins fengu mikla athygli leikmanna og á köflum leyfði dómaraþríeykið mikið og eiginlega of mikið. Augljósum villum var sleppt á báða bóga og þó leikmenn og þjálfarar hafi stundum verið of fljótir í tuðið höfðu þeir oft á tíðum eitthvað til síns máls. Joshua Jefferson lokaði fyrri hálfleik með flautuþristi, kom þá Val í 41-40 eftir að Grindvíkingar höfðu haft frumkvæðið lengst af líkt og í fyrsta leikhluta. Áfram var allt í járnum í síðari hálfleik og varnir liðanna góðar, sóknarleikurinn hins vegar mistækur báðu megin. Arnór Tristan Helgason setti fimm stig á stuttum tíma fyrir gestina og sá til þess að Grindavík leiddi 56-52 fyrir lokafjórðunginn. Þar tóku svo Grindvíkingar lokaskrefið. Þeir náðu sex stigum í röð snemma í leikhlutanum og þar af var þristur frá Kristófer Breka og hollý-hú troðsla frá Kane sem slökkti í Val. Grindavík var með 8-10 stiga forystu lengst af á lokamínútunum, Valsmenn reyndu hvað þeir gátu en voru í brasi að koma sér í góðar stöður sóknarlega. Grindavík vann að lokum 86-75 sigur og er því komið í 2-1 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í fjórða leik liðanna í Smáranum á mánudag. Atvik leiksins Kristófer Breki Gylfason setti risastóran þrist úr horninu í fjórða leikhluta fyrir Grindvíkinga og stoppaði þá smá-áhlaup Valsmanna. Hollý-hú troðsla í boði Kane og Pargo í kjölfarið var einnig skemmtileg. Mikilvægasta atvik leiksins var þó eflaust þegar Daniel Mortensen setti þrist strax í upphafi leiks eftir frost á þeim bænum í fyrstu tveimur leikjunum. Stjörnur og skúrkar Joshua Jefferson var langbestur sóknarlega á vellinum og dró Valsmenn ansi oft að landi þegar þeir þurftu á því að halda. Hann skoraði 28 stig og hefði þurft fleiri með sér sóknarlega. Kristinn Pálsson var mjög góður í fyrri hálfleik, skoraði þá 13 stig, en í síðari hálfleik gekk ekki eins og vel og þó hann hafi endað með 21 stig komu mörg þeirra undir lokin þegar úrslitin voru nánast ráðin. Þá komst Taiwo Badmus aldrei í gang, Kane og Grindavík í heild spilaði mjög góða vörn gegn honum og Badmus endaði leikinn með aðeins 6 stig. Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson gáfu tóninn í upphafi leiks fyrir Grindavík og sýndu það langbesta sem þeir hafa sýnt hingað til í einvíginu, bæði varnar- og sóknarlega. DeAndre Kane skilaði 23 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hann spilaði stórkostlega í vörn og átti enn einn stórleikinn fyrir Grindvíkinga. Arnór Tristan Helgason kom með mikla orku í lið Grindvíkinga, skoraði 12 stig og tók 5 fráköst. Sóknarlega gekk allt á afturfótunum hjá Jeremy Pargo sem steig upp í fjórða leikhluta þegar mest á reyndi. Dómarar Þeir höfðu í nægu að snúast, það er á hreinu. Þeir tóku línuna í upphafi að dæma lítið og sú lína kom aðeins í bakið á þeim. Í fyrri hálfleik fannst mér þeir oft á tíðum sleppa augljósum villum á báða bóga og það hafði ekki góð áhrif á leikinn, þó margir leikmenn hafi reyndar tuðað meira en góðu hófi gegnir. Það fór minna fyrir dómaraþríeykinu í síðari hálfleik en heilt yfir fannst mér leikurinn ekki nægilega vel dæmdur. Stemmning og umgjörð Fínasta mæting á Hlíðarenda í kvöld og stuðningsmenn beggja liða vel með á nótunum. Umgjörðin var fín hjá Val, borgararnir góðir og sætin í rjáfrinu hin ágætustu. Viðtöl: „Það dró tennurnar úr okkur“ „Mér finnst Grindavík vera búnir að spila frábæra vörn, besti varnarleikurinn í dag hjá þeim. Við vorum í basli með að komast í takt og komum lykilmönnum ekki inn í hlutina,“ sagði Finnur Freyr við Andra Má efir leik. „Þegar við fengum opnu skotin þá geiguðu þau. Hrós á Grindavík fyrir sinn varnarleik, hinu megin er erfitt að eiga við þá og sérstaklega gerðu þeir vel í að hreyfa boltann. Svo komu sóknarfráköst þegar við vorum að reyna að ná lykilstoppum.“ Finnur Freyr nefndi framlagið sem Grindavík fékk frá leikmönnum sem hafa verið í vandræðum hingað til í seríunni, Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen. „Fullt af góðum leimönnum í báðum liðum. Þeir fengu framlag frá Daniel og Ólafi sem hafa lítið gert í seríunni hingað til skorlega séð og svo kom Arnór [Tristan Helgason] sterkur inn líka. Það létti pressunni á Kane og Pargo, Grindavík gerði vel og voru betri en við í dag.“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, ræðir við sína menn.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við lentum átta stigum undir þegar Pargo setti þrist fyrir framan bekkinn okkar eftir sóknarfrákast. Það dró tennurnar úr okkur og vorum á sama tíma í erfiðleikum að búa til góð skot. Þá virkar lítill munur mikið meiri. Grindavík betri en við í dag.“ Valsmenn voru í brasi sóknarlega í dag en Finnur sagði liðið vera vanari lágu stigaskori frekar en háu. „Þetta er stigaskorið sem við viljum frekar hafa, ekki verið í þessum 100 stiga leikjum. En við þurfum að gera aðeins betur og finna lausnir til að koma okkar mönnum í betri stöður.“ „Hann er minn maður, við erum keppnismenn“ DeAndre Kane átti frábæran leik hjá Grindavík þrátt fyrir að hafa verið að glíma við magakveisu í dag. Hann var með það á hreinu hvað skóp sigurinn í kvöld. „Undirbúningur og einbeiting. Alla vikuna vorum við einbeittir á það sem við þyrftum að gera í okkar leik.“ Kane var allur í hrósinu eftir leik, hvort sem það var hans lið eða andstæðingurinn. „Það þarf að hrósa Val, þeir klikkuðu á mörgum skotum en þeir eru frábært lið og eru búnir að missa einn besta leikmanninn í deildinni. Við þurfum bara að halda áfram, við vitum að þeir eru með gott lið og munu berjast. Það er erfitt að vinna hérna, þeir geta skotið vel, eru vel þjálfaðir og stuðningurinn var góður. Þetta er erfitt fyrir okkur, það komu menn sterkir inn af bekknum og þetta var góður liðssigur.“ DeAndre Kane spilaði best allra gegn Val í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hann sagði hættulegt að gleðjast um of þegar forysta næst gegn liði Vals. „Valur er gott lið og þeir eru með marga leikmenn sem geta gert góða hluti. Þeir geta skotið og það er ekki hægt að fara of hátt gegn þeim, þeir geta alltaf komið til baka.“ Kane var ánægður með framlagið af bekknum hjá Grindavík í kvöld. „Ég er búinn að vera að glíma við magakveisu í morgun, var aðeins ónýtur þess vegna. Arnór [Tristan Helgason], Breki [Gylfason], Ólafur [Ólafsson], Bragi [Guðmundsson], LG [Lagio Grantsaan] og allir sem komu inn gerðu vel og gáfu okkur auka orku.“ Kane og Taiwo Badmus töluðu mikið saman allan leikinn og háðu ófáar barátturnar. Undir lokin þegar úrslitin voru ráðin héldu þeir áfram þó aðrir leikmenn væru hættir. „Hann er minn maður, við erum keppnismenn. Hann er frábær leikmaður og ég elska að spila gegn honum. Það er aðeins ruslatal á milli okkar [e. trashtalk] en þetta er allt í góðu í lok leiks. Mig langar að gera allt sem ég get til að ná honum úr sínum leik. Hann er mjög góður, mikill íþróttamaður og þetta snýst um að koma honum úr sínum uppáhalds stöðum.“ Bónus-deild karla Valur UMF Grindavík
Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. Líkt og aðrir leikir í þessu einvígi var sjaldan dauð stund inni á vellinum í kvöld. Tilfinningar leikmanna voru hátt stilltar og það leið ekki langur tími áður en búið var að gefa Finn Frey Stefánssyni þjálfara Vals tæknivillu fyrir dómaratuð. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti, komust í 13-4 og sóknarlega voru Valsmenn í miklu brasi. Það snerist hins vegar snögglega við, heimamenn lokuðu í vörninni og þegar fyrsti leikhluti var búinn þá var staðan 16-15 Val í vil. Algjörlega tvískiptur fyrsti leihluti. Í öðrum leikhluta hélt hasarinn áfram. Dómarar leiksins fengu mikla athygli leikmanna og á köflum leyfði dómaraþríeykið mikið og eiginlega of mikið. Augljósum villum var sleppt á báða bóga og þó leikmenn og þjálfarar hafi stundum verið of fljótir í tuðið höfðu þeir oft á tíðum eitthvað til síns máls. Joshua Jefferson lokaði fyrri hálfleik með flautuþristi, kom þá Val í 41-40 eftir að Grindvíkingar höfðu haft frumkvæðið lengst af líkt og í fyrsta leikhluta. Áfram var allt í járnum í síðari hálfleik og varnir liðanna góðar, sóknarleikurinn hins vegar mistækur báðu megin. Arnór Tristan Helgason setti fimm stig á stuttum tíma fyrir gestina og sá til þess að Grindavík leiddi 56-52 fyrir lokafjórðunginn. Þar tóku svo Grindvíkingar lokaskrefið. Þeir náðu sex stigum í röð snemma í leikhlutanum og þar af var þristur frá Kristófer Breka og hollý-hú troðsla frá Kane sem slökkti í Val. Grindavík var með 8-10 stiga forystu lengst af á lokamínútunum, Valsmenn reyndu hvað þeir gátu en voru í brasi að koma sér í góðar stöður sóknarlega. Grindavík vann að lokum 86-75 sigur og er því komið í 2-1 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri í fjórða leik liðanna í Smáranum á mánudag. Atvik leiksins Kristófer Breki Gylfason setti risastóran þrist úr horninu í fjórða leikhluta fyrir Grindvíkinga og stoppaði þá smá-áhlaup Valsmanna. Hollý-hú troðsla í boði Kane og Pargo í kjölfarið var einnig skemmtileg. Mikilvægasta atvik leiksins var þó eflaust þegar Daniel Mortensen setti þrist strax í upphafi leiks eftir frost á þeim bænum í fyrstu tveimur leikjunum. Stjörnur og skúrkar Joshua Jefferson var langbestur sóknarlega á vellinum og dró Valsmenn ansi oft að landi þegar þeir þurftu á því að halda. Hann skoraði 28 stig og hefði þurft fleiri með sér sóknarlega. Kristinn Pálsson var mjög góður í fyrri hálfleik, skoraði þá 13 stig, en í síðari hálfleik gekk ekki eins og vel og þó hann hafi endað með 21 stig komu mörg þeirra undir lokin þegar úrslitin voru nánast ráðin. Þá komst Taiwo Badmus aldrei í gang, Kane og Grindavík í heild spilaði mjög góða vörn gegn honum og Badmus endaði leikinn með aðeins 6 stig. Daniel Mortensen og Ólafur Ólafsson gáfu tóninn í upphafi leiks fyrir Grindavík og sýndu það langbesta sem þeir hafa sýnt hingað til í einvíginu, bæði varnar- og sóknarlega. DeAndre Kane skilaði 23 stigum, 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Hann spilaði stórkostlega í vörn og átti enn einn stórleikinn fyrir Grindvíkinga. Arnór Tristan Helgason kom með mikla orku í lið Grindvíkinga, skoraði 12 stig og tók 5 fráköst. Sóknarlega gekk allt á afturfótunum hjá Jeremy Pargo sem steig upp í fjórða leikhluta þegar mest á reyndi. Dómarar Þeir höfðu í nægu að snúast, það er á hreinu. Þeir tóku línuna í upphafi að dæma lítið og sú lína kom aðeins í bakið á þeim. Í fyrri hálfleik fannst mér þeir oft á tíðum sleppa augljósum villum á báða bóga og það hafði ekki góð áhrif á leikinn, þó margir leikmenn hafi reyndar tuðað meira en góðu hófi gegnir. Það fór minna fyrir dómaraþríeykinu í síðari hálfleik en heilt yfir fannst mér leikurinn ekki nægilega vel dæmdur. Stemmning og umgjörð Fínasta mæting á Hlíðarenda í kvöld og stuðningsmenn beggja liða vel með á nótunum. Umgjörðin var fín hjá Val, borgararnir góðir og sætin í rjáfrinu hin ágætustu. Viðtöl: „Það dró tennurnar úr okkur“ „Mér finnst Grindavík vera búnir að spila frábæra vörn, besti varnarleikurinn í dag hjá þeim. Við vorum í basli með að komast í takt og komum lykilmönnum ekki inn í hlutina,“ sagði Finnur Freyr við Andra Má efir leik. „Þegar við fengum opnu skotin þá geiguðu þau. Hrós á Grindavík fyrir sinn varnarleik, hinu megin er erfitt að eiga við þá og sérstaklega gerðu þeir vel í að hreyfa boltann. Svo komu sóknarfráköst þegar við vorum að reyna að ná lykilstoppum.“ Finnur Freyr nefndi framlagið sem Grindavík fékk frá leikmönnum sem hafa verið í vandræðum hingað til í seríunni, Ólafi Ólafssyni og Daniel Mortensen. „Fullt af góðum leimönnum í báðum liðum. Þeir fengu framlag frá Daniel og Ólafi sem hafa lítið gert í seríunni hingað til skorlega séð og svo kom Arnór [Tristan Helgason] sterkur inn líka. Það létti pressunni á Kane og Pargo, Grindavík gerði vel og voru betri en við í dag.“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, ræðir við sína menn.Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Við lentum átta stigum undir þegar Pargo setti þrist fyrir framan bekkinn okkar eftir sóknarfrákast. Það dró tennurnar úr okkur og vorum á sama tíma í erfiðleikum að búa til góð skot. Þá virkar lítill munur mikið meiri. Grindavík betri en við í dag.“ Valsmenn voru í brasi sóknarlega í dag en Finnur sagði liðið vera vanari lágu stigaskori frekar en háu. „Þetta er stigaskorið sem við viljum frekar hafa, ekki verið í þessum 100 stiga leikjum. En við þurfum að gera aðeins betur og finna lausnir til að koma okkar mönnum í betri stöður.“ „Hann er minn maður, við erum keppnismenn“ DeAndre Kane átti frábæran leik hjá Grindavík þrátt fyrir að hafa verið að glíma við magakveisu í dag. Hann var með það á hreinu hvað skóp sigurinn í kvöld. „Undirbúningur og einbeiting. Alla vikuna vorum við einbeittir á það sem við þyrftum að gera í okkar leik.“ Kane var allur í hrósinu eftir leik, hvort sem það var hans lið eða andstæðingurinn. „Það þarf að hrósa Val, þeir klikkuðu á mörgum skotum en þeir eru frábært lið og eru búnir að missa einn besta leikmanninn í deildinni. Við þurfum bara að halda áfram, við vitum að þeir eru með gott lið og munu berjast. Það er erfitt að vinna hérna, þeir geta skotið vel, eru vel þjálfaðir og stuðningurinn var góður. Þetta er erfitt fyrir okkur, það komu menn sterkir inn af bekknum og þetta var góður liðssigur.“ DeAndre Kane spilaði best allra gegn Val í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Hann sagði hættulegt að gleðjast um of þegar forysta næst gegn liði Vals. „Valur er gott lið og þeir eru með marga leikmenn sem geta gert góða hluti. Þeir geta skotið og það er ekki hægt að fara of hátt gegn þeim, þeir geta alltaf komið til baka.“ Kane var ánægður með framlagið af bekknum hjá Grindavík í kvöld. „Ég er búinn að vera að glíma við magakveisu í morgun, var aðeins ónýtur þess vegna. Arnór [Tristan Helgason], Breki [Gylfason], Ólafur [Ólafsson], Bragi [Guðmundsson], LG [Lagio Grantsaan] og allir sem komu inn gerðu vel og gáfu okkur auka orku.“ Kane og Taiwo Badmus töluðu mikið saman allan leikinn og háðu ófáar barátturnar. Undir lokin þegar úrslitin voru ráðin héldu þeir áfram þó aðrir leikmenn væru hættir. „Hann er minn maður, við erum keppnismenn. Hann er frábær leikmaður og ég elska að spila gegn honum. Það er aðeins ruslatal á milli okkar [e. trashtalk] en þetta er allt í góðu í lok leiks. Mig langar að gera allt sem ég get til að ná honum úr sínum leik. Hann er mjög góður, mikill íþróttamaður og þetta snýst um að koma honum úr sínum uppáhalds stöðum.“