Körfubolti

„Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Brittany Dinkins var frábær í kvöld eins og oft áður í vetur.
Brittany Dinkins var frábær í kvöld eins og oft áður í vetur. Vísir/Anton

Njarðvík vann í kvöld Stjörnuna 95-89 í spennandi leik. Þetta var þriðji leikurinn í einvíginu en Njarðvík vann alla leikina og þær eru því komnar áfram í undanúrslit. Brittany Dinkins leikmaður Njarðvíkur átti stórleik og skoraði 35 stig en hún var mjög ánægð með leik síns liðs.

„Mér líður mjög vel, manni líður alltaf vel að vinna,“ sagði Brittany en leikurinn var mjög jafn í lok leiks og hefði getað farið á báða vegu.

„Þetta er úrslitaleiks körfubolti þannig það mátti ekki búast við neinu öðru. Stjarnan spilaði vel og mér líkar mjög vel við þeirra lið. Þetta er ungt lið bara eins og okkar lið. Þannig maður verður bara að búast við liðum að gera atlögu að okkur og það var þannig í dag. Við þurftum að koma inn í þennan leik mjög fókuseraðar og það er bara það sem þessi leikur snerist um.“

Brittany skoraði 20 af sínum 35 stigum í fyrsta leikhluta leiksins. Hún var í algjöru banastuði þá en það hægðist aðeins á henni eftir það.

„Ég er með góða þjálfara og gott lið sem veit að þegar ég er í svona stuði að fara á ferð með mér. Þannig ég er þakklát liðsfélögum mínum og þjálfurunum mínum að vita það, að þegar ég er í svona stuði að halda flæðinu áfram.“

Brittany og Njarðvíkur liðið sem heild gáfu boltann frá sér alltof oft í leiknum eða 19 sinnum í heildina. Það er eitthvað sem þær munu ekki komast upp með í næstu leikjum.

„Fyrir mig, meira segja í síðasta leik held ég að ég hafi verið með fimm missta bolta. Slíkt má bara ekki gerast hjá mér sem er leiðtogi í þessu liði. Fimm misstir boltar er of mikið og það er klárlega eitthvað sem við þurfum að laga fyrir næsta einvígi. Tapaðir boltar leiðir til þess að andstæðingurinn græðir og við viljum ekki vera gefa leikinn frá okkur eða koma okkur í óþarfa erfiðar aðstæður.“

Þar sem Njarðvík vann einvígið 3-0 þá fá þær aðeins meiri hvíld en þau lið sem þurfa að spila fleiri leiki. Brittany segir að það sé mjög mikilvægt fyrir þær.

„Þegar við erum vel hvíldar þá höfum við alla þá orku til þessa að framkvæma það sem þarf að gerast. Við þurfum að nýta þessa hvíld vel en ekki slaka of mikið á.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×