Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Arnar Skúli Atlason skrifar 10. apríl 2025 20:43 Sadio Doucoure kom aftur inn af krafti og var með 21 stig og 11 fráköst á 26 mínútum. Vísir/Jón Gautur Deildarmeistarar Tindastóls urðu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í ár eftir 25 stiga stórsigur á Keflavík, 100-75, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið þar með 3-0 og sópaði Keflvíkingum í sumarfrí. Stólarnir voru miklu sterkari í kvöld og það verður erfitt við þá að eiga í þessum ham. Það var ljóst í upphafi að það yrði á brattann að sækja fyrir Keflavík, Tindastóll byrjaði af hörku krafti í kvöld og komst strax í forystu. Tindastóll endurheimti Sadio Doucoure í kvöld sem hefur verið meiddur og hann fór mikinn fyrir þá í þessum leik. Keflavík reyndi hvað þeir gátu að halda í við Tindastól en þeir voru að hitta mjög illa í leiknum. Tindastóll leiddi í hálfleik, 52-34. Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik Tindastóll voru töluvert betri og höfðu þægileg tök á leiknum. Keflavík tók samt smá áhlaup í þriðja leikhluta og kom muninum niður í tólf stig en nær komust þeir ekki og Tindastóll sigldi heim öruggum og þægilegum sigri 100-75. Atvikið Tveir hræðilegir tapaðir boltar hjá Keflavík í röð í lok annars leikhluta og Tindastóll refsaði í bæði skiptin, annars vegar með þrist og hins vegar með tvist. Komu muninum upp í 18 stig og þar fór leikurinn. Stjörnur Hjá Tindastól voru þeir að fá framlag frá öllum þeirra helstu mönnum. Sadio Doucoure var með 21 stig og 11 fráköst, Dedrick Basile var með 20 stig og 8 stoðsendingar, Agravanis bræður sitthvor 17 stigin og Arnar Björnsson var með 15 stig. Hjá Keflavík voru Ty-Shon Alexander með 14 stig og 8 stoðsendingar, Jaka Brodnik var með 16 stig og Callum Lawson 12 stig. Lítið framlag hjá öðrum. Stemning og umgjörð Grettismenn voru margir og magnaður í kvöld og það góður andi í húsinu. Umgjörð upp á tíu og búið að manna gæslu og hamborgarinn góður. Dómarar [8] Ekki erfiður leikur að dæma í dag og stóðu þeir sig með prýði strákarnir á flautunni. Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til.Vísir/Hulda Margrét Sigurður veit ekki hvort hann sé hættur Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var svekktur með tapið í kvöld. „Leiðinlegt og glatað. Ég er ekkert sérstaklega góður í að tapa og mér finnst það leiðinlegt. Þeir voru bara miklu betri en við,“ sagði Sigurður. Keflavík er búið að skjóta einstaklega illa í þessum leikjum og fannst Sigurði munurinn liggja þar. „Sama hvar við skoðum þetta. Við eru enn eitt skiptið að hitta hræðilega illa. Það má alveg segja að það sé er hluti vörnin þeirra en við erum að hitta mjög illa,“ sagði Sigurður. Sigurður tók óvænt við liði Keflavíkur í lok leiktíðar en, hann gaf það ekki út hvort hann væri hættur þjálfun eða ekki. „Það veit ég ekki (hvort hann sé hættur). Ég var svo sem ekkert á leiðinni í þetta en hér er ég,“ sagði Sigurður. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunn.Vísir/Anton Brink Benedikt: Við erum öðruvísi lið þegar Sadio er með Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var sáttur með að klára þetta í kvöld og þurfa ekki að fara til Keflavíkur í leik fjögur. „Ánægður með þennan leik hjá okkur í kvöld fyrir utan þriggja til fjögurra mínútna kafla í þriðja leikhluta sem ég er frekar ósáttur með. Við komum samt til baka og kláruðum þetta með stæl. Heilt yfir ánægður með frammistöðuna,“ sagði Benedikt. Tindastóll byrjaði vel og komst yfir snemma og leit aldrei um öxl. „Ég held við höfum leitt þetta allan tíman. Það var crucial að byrja vel og taka stjórn á leiknum. Við erum 2-0 yfir og fara að gefa þeim sjálfstraust hérna í þessum leik og í framhaldinu var bara ekkert í boði. Við þurftum að byrja sterkt og vera í bílstjórasætinu. Það bara tókst ágætlega,“ sagði Benedikt. Sadio Doucoure kom aftur í lið Tindastól í kvöld eftir meiðsli og var Benedikt ánægður með að fá hann aftur. „Sadio er eins og ég er alltaf að segja að við erum öðruvísi lið þegar Sadio er með og þegar hann er ekki með. Þá erum við svona léttir á fæti og meira á fullum velli. Þegar hann er ekki er meira hnoð á hálfum velli. Gríðarlega mikilvægt að fá hann hérna inn. Sadio er óþreyttur og Giannis er óþreyttur og hann var frábær í dag. Giannis spilaði lítið í seinasta leik. Breiddin skilaði þessu í dag,“ sagði Benedikt. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF
Deildarmeistarar Tindastóls urðu fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í ár eftir 25 stiga stórsigur á Keflavík, 100-75, í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Tindastóll vann einvígið þar með 3-0 og sópaði Keflvíkingum í sumarfrí. Stólarnir voru miklu sterkari í kvöld og það verður erfitt við þá að eiga í þessum ham. Það var ljóst í upphafi að það yrði á brattann að sækja fyrir Keflavík, Tindastóll byrjaði af hörku krafti í kvöld og komst strax í forystu. Tindastóll endurheimti Sadio Doucoure í kvöld sem hefur verið meiddur og hann fór mikinn fyrir þá í þessum leik. Keflavík reyndi hvað þeir gátu að halda í við Tindastól en þeir voru að hitta mjög illa í leiknum. Tindastóll leiddi í hálfleik, 52-34. Svipað var upp á teningnum í seinni hálfleik Tindastóll voru töluvert betri og höfðu þægileg tök á leiknum. Keflavík tók samt smá áhlaup í þriðja leikhluta og kom muninum niður í tólf stig en nær komust þeir ekki og Tindastóll sigldi heim öruggum og þægilegum sigri 100-75. Atvikið Tveir hræðilegir tapaðir boltar hjá Keflavík í röð í lok annars leikhluta og Tindastóll refsaði í bæði skiptin, annars vegar með þrist og hins vegar með tvist. Komu muninum upp í 18 stig og þar fór leikurinn. Stjörnur Hjá Tindastól voru þeir að fá framlag frá öllum þeirra helstu mönnum. Sadio Doucoure var með 21 stig og 11 fráköst, Dedrick Basile var með 20 stig og 8 stoðsendingar, Agravanis bræður sitthvor 17 stigin og Arnar Björnsson var með 15 stig. Hjá Keflavík voru Ty-Shon Alexander með 14 stig og 8 stoðsendingar, Jaka Brodnik var með 16 stig og Callum Lawson 12 stig. Lítið framlag hjá öðrum. Stemning og umgjörð Grettismenn voru margir og magnaður í kvöld og það góður andi í húsinu. Umgjörð upp á tíu og búið að manna gæslu og hamborgarinn góður. Dómarar [8] Ekki erfiður leikur að dæma í dag og stóðu þeir sig með prýði strákarnir á flautunni. Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til.Vísir/Hulda Margrét Sigurður veit ekki hvort hann sé hættur Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur var svekktur með tapið í kvöld. „Leiðinlegt og glatað. Ég er ekkert sérstaklega góður í að tapa og mér finnst það leiðinlegt. Þeir voru bara miklu betri en við,“ sagði Sigurður. Keflavík er búið að skjóta einstaklega illa í þessum leikjum og fannst Sigurði munurinn liggja þar. „Sama hvar við skoðum þetta. Við eru enn eitt skiptið að hitta hræðilega illa. Það má alveg segja að það sé er hluti vörnin þeirra en við erum að hitta mjög illa,“ sagði Sigurður. Sigurður tók óvænt við liði Keflavíkur í lok leiktíðar en, hann gaf það ekki út hvort hann væri hættur þjálfun eða ekki. „Það veit ég ekki (hvort hann sé hættur). Ég var svo sem ekkert á leiðinni í þetta en hér er ég,“ sagði Sigurður. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, á hliðarlínunn.Vísir/Anton Brink Benedikt: Við erum öðruvísi lið þegar Sadio er með Benedikt Guðmundsson, þjálfari Tindastóls, var sáttur með að klára þetta í kvöld og þurfa ekki að fara til Keflavíkur í leik fjögur. „Ánægður með þennan leik hjá okkur í kvöld fyrir utan þriggja til fjögurra mínútna kafla í þriðja leikhluta sem ég er frekar ósáttur með. Við komum samt til baka og kláruðum þetta með stæl. Heilt yfir ánægður með frammistöðuna,“ sagði Benedikt. Tindastóll byrjaði vel og komst yfir snemma og leit aldrei um öxl. „Ég held við höfum leitt þetta allan tíman. Það var crucial að byrja vel og taka stjórn á leiknum. Við erum 2-0 yfir og fara að gefa þeim sjálfstraust hérna í þessum leik og í framhaldinu var bara ekkert í boði. Við þurftum að byrja sterkt og vera í bílstjórasætinu. Það bara tókst ágætlega,“ sagði Benedikt. Sadio Doucoure kom aftur í lið Tindastól í kvöld eftir meiðsli og var Benedikt ánægður með að fá hann aftur. „Sadio er eins og ég er alltaf að segja að við erum öðruvísi lið þegar Sadio er með og þegar hann er ekki með. Þá erum við svona léttir á fæti og meira á fullum velli. Þegar hann er ekki er meira hnoð á hálfum velli. Gríðarlega mikilvægt að fá hann hérna inn. Sadio er óþreyttur og Giannis er óþreyttur og hann var frábær í dag. Giannis spilaði lítið í seinasta leik. Breiddin skilaði þessu í dag,“ sagði Benedikt.