Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Kári Mímisson skrifar 8. apríl 2025 18:45 Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Hauka. vísir/Hulda Margrét Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73. Leikurinn byrjaði með látum og það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur. Ólöf Rún Óladóttir gaf tóninn strax með því að setja niður glæsilega þriggja stiga körfu Grindavík leiddi allan fyrsta fjórðunginn. Haukar enduðu hins vegar leikhlutann vel og tókst að fylgja því yfir í annan leikhluta þar sem þær tóku forystuna í fyrsta sinn. Grindvíkingar sem hafa þó leikið afar vel í þessu einvígi gáfust þó alls ekki upp og tókst með frábærum lokamínútum í fyrri hálfleik að komast aftur yfir og leiddi liðið í þegar flautað var til hálfleiks með fjórum stigum. Staðan 41-45, Grindavík í vil. Grindavík leiddi áfram framan af í þriðja leikhluta en Haukar skoruðu síðustu fjögur stigin leikhlutans og því hélt liðið af stað í lokaleikhlutan með eins stigs forystu. Heimakonur byrjuðu fjórða leikhlutan betur og tókst að slíta sig frá Grindavík þegar innan við sex mínútur voru eftir af leiknum með góðum kafla. En í stöðunni 74-64 fór í raun allt í baklás hjá Haukum sem skoruðu ekki tókst ekki að skora stig í meira en fimm mínútur. Daisha Bradford fór mikinn í liði Grindavíkur á þessum tíma og fékk tækifæri til að koma liðinu yfir þegar lítið var eftir af klukkunni. Þegar 6.6 sekúndur voru eftir hélt Grindavík í sókn með von um að jafna leikinn og fara með hann í framlengingu. Daisha tók loka skot leiksins sem geigaði og Haukar eru því enn á lífi í þessu einvígi. Atvik leiksins Atvik leiksins er auðvelt að þessu sinni. Loka skot leiksins. Grindvíkingar fara í sína síðustu sókn með 6.6 sekúndur á klukkunni. Daisha Bradford sem var búin að hitta úr síðustu þremur þriggja stiga skotum sínum fékk ábyrgðina en því miður fyrir hana og Grindavíkur liðið þá gekk það ekki í þetta sinn. Það mátti heyra saumnál detta þegar hún fór í skotið og persónulega fannst mér það vera skrifað í skýin að það myndi fara niður hjá henni. Stjörnur og skúrkar Í liði Grindavíkur Mariana Duran var stórkostlega fyrir Grindvíkinga sérstaklega í fyrri hálfleik, hún skoraði 22 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Ólöf Rún spilaði stórt hlutverk í dag og kom því bara mjög vel frá sér. Ísabella Ósk var dugleg undir körfunni og reif niður 15 fráköst. Þá var Daisha Bradford virkilega hættulega undir lokin hjá gestunum og skorar held ég síðustu 8 stig liðsins og fær svo tvö önnur tækifæri til að setja þessa körfu sem Grindavík þurfti. Í liði heimakvenna var það Lore Devos sem fór mikinn. Hún skoraði 14 stig, gaf 5 stoðsendingar og reif niður 19 fráköst, já geri aðrir betur. Þá er líka vert að nefna framlag Þóru Kristínar Jónsdóttur sem skoraði 18 stig fyrir Hauka í dag. Dómarinn Flottur leikur hjá þriðja liðinu sem kláruðu þetta dagsverk með miklum sóma. Það voru einhverjir ósáttir við þá í dag upp í stúku eins og svo oft áður en það er bara partur af þessu. Stemning og umgjörð Frábær stemning í Ólafssal í kvöld. Úrslitakeppnin er byrjuð og þá fá flóðljósin að njóta sín í frábærri leikmannakynningu. Fyrir leikinn voru leikmenn úr kvennaliði Hauka frá árunum 2005-2010 heiðraðir fyrir sín afrek en liðið vann fimm Íslands- og bikarmeistaratitla á þessum tíma. „Ég setti traust mitt á hana og segjum svo bara að hún hitti næst“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Ernir Eyjólfsson Þorleifur Ólafsson, var svekktur eftir tapið grátlega þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. „Ég er bara svekktur að tapa þessu, þetta var hörkuleikur. Við náðum ekki alveg að sýna okkar allra besta í dag og Haukarnir voru bara aðeins betri. Bæði lið voru í rauninni að spila mjög vel í dag, ég var samt ekki sáttur með fyrri hálfleikinn en við sýndum karakter og vorum yfir. Það er í raun þetta áhlaup sem þær ná þarna í fjórða leikhluta sem varð of mikið fyrir okkur. Þetta er bara körfubolti og þetta er úrslitakeppnin sem er skemmtileg. Áfram gakk.“ Þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum tók Þorleifur leikhlé og freistaði þess að jafna leikinn. Daisha Bradford var sú sem átti að taka lokaskotið en því miður fyrir hana og Grindavík þá gekk það ekki upp í dag. Hvað lagðir þú upp með í þessu leikhléi? „Þetta var bara hennar skot að taka. Ég vildi ekki vera með of miklar upplýsingar, fáðu bara boltann og skjóttu honum. Ef þetta er eitthvað dýpra þá kannski kemur einhver hræðsla upp. Ef það er einhver sem getur skotið svona skoti þá er það hún svo ég setti bara mitt traust í hana og segjum svo bara að hún hitti þetta næst.“ Má reikna með einhverjum breytingum hjá ykkur fyrir næsta leik? „Ég reikna ekki með að breyta miklu, þetta verður bara þessi gamla góða fínpússun. Það er voðalega erfitt að breyta miklu í miðri úrslitakeppni það ruglar bara í liðinu. Við erum búnar að vera að spila vel og það er algjör óþarfi að vera breyta miklu.“ Bónus-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Það var létt yfir Emil Barja, þjálfara Hauka eftir sigur liðsins gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Haukakonur sigruðu deildina en voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Grindavík. 8. apríl 2025 22:00
Haukar tóku á móti Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn hafði Grindavík komið flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leiki liðsins og því mættu deildarmeistarar Hauka hingað til leiks með ískalt byssuhlaupi upp við hnakkann. Svo fór að lokum að Haukar héldu einvíginu lifandi en liðið sigraði eftir æsispennandi leik. Lokatölur héðan úr Ólafssal, 76-73. Leikurinn byrjaði með látum og það voru gestirnir úr Grindavík sem byrjuðu leikinn betur. Ólöf Rún Óladóttir gaf tóninn strax með því að setja niður glæsilega þriggja stiga körfu Grindavík leiddi allan fyrsta fjórðunginn. Haukar enduðu hins vegar leikhlutann vel og tókst að fylgja því yfir í annan leikhluta þar sem þær tóku forystuna í fyrsta sinn. Grindvíkingar sem hafa þó leikið afar vel í þessu einvígi gáfust þó alls ekki upp og tókst með frábærum lokamínútum í fyrri hálfleik að komast aftur yfir og leiddi liðið í þegar flautað var til hálfleiks með fjórum stigum. Staðan 41-45, Grindavík í vil. Grindavík leiddi áfram framan af í þriðja leikhluta en Haukar skoruðu síðustu fjögur stigin leikhlutans og því hélt liðið af stað í lokaleikhlutan með eins stigs forystu. Heimakonur byrjuðu fjórða leikhlutan betur og tókst að slíta sig frá Grindavík þegar innan við sex mínútur voru eftir af leiknum með góðum kafla. En í stöðunni 74-64 fór í raun allt í baklás hjá Haukum sem skoruðu ekki tókst ekki að skora stig í meira en fimm mínútur. Daisha Bradford fór mikinn í liði Grindavíkur á þessum tíma og fékk tækifæri til að koma liðinu yfir þegar lítið var eftir af klukkunni. Þegar 6.6 sekúndur voru eftir hélt Grindavík í sókn með von um að jafna leikinn og fara með hann í framlengingu. Daisha tók loka skot leiksins sem geigaði og Haukar eru því enn á lífi í þessu einvígi. Atvik leiksins Atvik leiksins er auðvelt að þessu sinni. Loka skot leiksins. Grindvíkingar fara í sína síðustu sókn með 6.6 sekúndur á klukkunni. Daisha Bradford sem var búin að hitta úr síðustu þremur þriggja stiga skotum sínum fékk ábyrgðina en því miður fyrir hana og Grindavíkur liðið þá gekk það ekki í þetta sinn. Það mátti heyra saumnál detta þegar hún fór í skotið og persónulega fannst mér það vera skrifað í skýin að það myndi fara niður hjá henni. Stjörnur og skúrkar Í liði Grindavíkur Mariana Duran var stórkostlega fyrir Grindvíkinga sérstaklega í fyrri hálfleik, hún skoraði 22 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Ólöf Rún spilaði stórt hlutverk í dag og kom því bara mjög vel frá sér. Ísabella Ósk var dugleg undir körfunni og reif niður 15 fráköst. Þá var Daisha Bradford virkilega hættulega undir lokin hjá gestunum og skorar held ég síðustu 8 stig liðsins og fær svo tvö önnur tækifæri til að setja þessa körfu sem Grindavík þurfti. Í liði heimakvenna var það Lore Devos sem fór mikinn. Hún skoraði 14 stig, gaf 5 stoðsendingar og reif niður 19 fráköst, já geri aðrir betur. Þá er líka vert að nefna framlag Þóru Kristínar Jónsdóttur sem skoraði 18 stig fyrir Hauka í dag. Dómarinn Flottur leikur hjá þriðja liðinu sem kláruðu þetta dagsverk með miklum sóma. Það voru einhverjir ósáttir við þá í dag upp í stúku eins og svo oft áður en það er bara partur af þessu. Stemning og umgjörð Frábær stemning í Ólafssal í kvöld. Úrslitakeppnin er byrjuð og þá fá flóðljósin að njóta sín í frábærri leikmannakynningu. Fyrir leikinn voru leikmenn úr kvennaliði Hauka frá árunum 2005-2010 heiðraðir fyrir sín afrek en liðið vann fimm Íslands- og bikarmeistaratitla á þessum tíma. „Ég setti traust mitt á hana og segjum svo bara að hún hitti næst“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Ernir Eyjólfsson Þorleifur Ólafsson, var svekktur eftir tapið grátlega þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. „Ég er bara svekktur að tapa þessu, þetta var hörkuleikur. Við náðum ekki alveg að sýna okkar allra besta í dag og Haukarnir voru bara aðeins betri. Bæði lið voru í rauninni að spila mjög vel í dag, ég var samt ekki sáttur með fyrri hálfleikinn en við sýndum karakter og vorum yfir. Það er í raun þetta áhlaup sem þær ná þarna í fjórða leikhluta sem varð of mikið fyrir okkur. Þetta er bara körfubolti og þetta er úrslitakeppnin sem er skemmtileg. Áfram gakk.“ Þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum tók Þorleifur leikhlé og freistaði þess að jafna leikinn. Daisha Bradford var sú sem átti að taka lokaskotið en því miður fyrir hana og Grindavík þá gekk það ekki upp í dag. Hvað lagðir þú upp með í þessu leikhléi? „Þetta var bara hennar skot að taka. Ég vildi ekki vera með of miklar upplýsingar, fáðu bara boltann og skjóttu honum. Ef þetta er eitthvað dýpra þá kannski kemur einhver hræðsla upp. Ef það er einhver sem getur skotið svona skoti þá er það hún svo ég setti bara mitt traust í hana og segjum svo bara að hún hitti þetta næst.“ Má reikna með einhverjum breytingum hjá ykkur fyrir næsta leik? „Ég reikna ekki með að breyta miklu, þetta verður bara þessi gamla góða fínpússun. Það er voðalega erfitt að breyta miklu í miðri úrslitakeppni það ruglar bara í liðinu. Við erum búnar að vera að spila vel og það er algjör óþarfi að vera breyta miklu.“
Bónus-deild kvenna Haukar UMF Grindavík Tengdar fréttir „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Það var létt yfir Emil Barja, þjálfara Hauka eftir sigur liðsins gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Haukakonur sigruðu deildina en voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Grindavík. 8. apríl 2025 22:00
„Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Það var létt yfir Emil Barja, þjálfara Hauka eftir sigur liðsins gegn Grindavík í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Bónus deildar kvenna. Haukakonur sigruðu deildina en voru búnar að tapa fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Grindavík. 8. apríl 2025 22:00