„Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2025 16:00 Ólafur Ólafsson var maður leiksins hjá Körfuboltakvöldi í gær og hlaut gjafabréf hjá Just Wingin' It. Stöð 2 Sport Eftir heldur rólega fyrstu tvo leiki stimplaði Ólafur Ólafsson sig af krafti inn í úrslitakeppnina í Bónus-deildinni í gærkvöld, þegar Grindavík vann afar langþráðan sigur á Val á Hlíðarenda. Ólafur mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi beint eftir leik. Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Grindvíkingar höfðu tapað í ellefu síðustu heimsóknum sínum á Hlíðarenda, meðal annars oddaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, og það var því þungu fargi létt af Ólafi í gær þegar sigurinn vannst. Nú getur Grindavík sent meistara Vals í sumarfrí með sigri í leik liðanna í Smáranum á mánudag. „Til að vinna seríuna þá þurftum við að vinna einn leik hér og ég er mjög sáttur og stoltur af liðinu að hafa klárað þetta,“ sagði Ólafur í gærkvöld en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Óli Óla mætti í settið Segja má að Ólafur og Daniel Mortensen hafi hrokkið í gang í gærkvöld og þar með var ekki að sökum að spyrja: „Ég gíraði mig sjálfur upp. Ég var mjög ósáttur við frammistöðuna mína í fyrstu tveimur leikjunum og vissi að ég átti miklu, miklu meira inni. Við Daniel töluðum um það á æfingu [í fyrradag] að núna þyrftum við að mæta. Ég sagði svo í hálfleik við Kane og Pargo að fyrst við Daniel væru mættir þá gætu þeir nú ekki sleppt því að sýna sig,“ sagði Ólafur léttur en Jeremy Pargo var til að mynda aðeins kominn með tvö stig í fyrri hálfleik í gær. Teitur Örlygsson benti á að það virtist einfaldlega léttara yfir lykilmönnum Grindavíkurliðsins í gær, miðað við fyrstu tvo leiki einvígisins. „Ef við ætlum að vinna þetta frábæra Valsliðið þá þurfum við að vera á tánum í vörn, sérstaklega, og getum ekki verið staðir fyrir utan. Við verðum að hreyfa þá. Þó að við höfum tapað fyrsta leiknum og unnið annan leikinn, þá hefur mér ekki fundist við sem lið vera neitt lélegir. Það voru kannski lélegar frammistöður, eins og hjá mér og Daniel, sem réðu úrslitum. En mér finnst við ekki hafa verið eitthvað ógeðslega lélegir á móti þeim,“ sagði Ólafur en viðtalið við hann má sjá í heild hér að ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Tengdar fréttir „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31 „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10 „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53 Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þetta hefur verið leiðinlegt og fúlt,“ sagði Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfubolta, á gólfinu í N1-höllinni á Hlíðarenda í gærkvöld um þá staðreynd að hann skuli missa af besta tíma ársins í íslenskum körfubolta. 11. apríl 2025 11:31
„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Kristinn Pálsson sagði Valsara hafa hengt haus of snemma í leiknum gegn Grindavík í kvöld. Hann kallaði eftir samræmi í dómgæslu í viðtali eftir leik. 10. apríl 2025 22:10
„Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með sigurinn gegn Val í Bónus-deildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Grindvkinga í síðustu tólf leikjum að Hlíðarenda og kemur liðinu í 2-1 forystu í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum. 10. apríl 2025 21:53
Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Grindvíkingar eru komnir 2-1 yfir í einvígi sínu á móti Íslandsmeisturum Vals í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta eftir ellefu stiga sigur á Hlíðarenda í kvöld, 86-75. 10. apríl 2025 21:22