Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lovísa Arnardóttir skrifar 6. apríl 2025 10:31 Hópmynd af hönnuðunum með hlaðborð af ullarvörum sem þær hafa hannað. Frá vinstri: Magnea Einarsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir, Ýr Jóhannsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Andrea Fanney Jónsdóttir. Þórdís Reynis Brynhildur Pálsdóttir hönnuður segir tímabært að gert sé meira úr íslensku ullinni. Ullin sé gull Íslendinga. Það eigi að varðveita þennan menningararf betur. Hana dreymir um að á Íslandi verði opnað rannsóknarsetur tileinkað íslensku ullinni og textílframleiðslu. Brynhildur, ásamt þrettán öðrum íslenskum hönnuðum, sýna á HönnunarMars prjónavörur sem hafa verið framleiddar á Íslandi síðustu 20 ár. Markmið sýningarinnar er að gefa gestum kost á að sjá vandaðar vörur sem hafa vakið athygli og fengið verðuga viðurkenningu fyrir hönnun, útfærslu og framleiðslu. Sýningin hefst um helgina, á HönnunarMars, en er einnig opin næstu helgi í Listasafni Sigurjóns. Hönnuðirnir eru Magnea, Vík Prjónsdóttir, Ýrúrarí, Mundi, Stúdíó Flétta, Farmers Market. Umemi / Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Havarí / Prins Póló. Volki og Sunneva Design, Laufey Jónsdóttir, Sigrún Halla Unnarsdóttir, Volki í samstarfi við Sunneva Design, Andrea Fanney Jónsdóttir og Milla Snorrason. Brynhildur Pálsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar á HönnunarMars. Sýningin er hluti af, og lokahnikkur, í Prjónavetri sem er röð sýninga og viðburða sem haldnir hafa verið í Listasafni Sigurjóns í vetur. Sýningaröðin var skipulögð af Andreu Fanneyju Jónsdóttur textílhönnuði. Þar hafa ólíkir hönnuðir varpað ljósi á prjónahönnun og stöðu íslensks prjónaiðnaðar. Brynhildur Pálsdóttir og Andrea Fanney Jónsdóttir. Brynhildur er sýningarstjóri sýningarinnar á HönnunarMars. Andrea hefur umsjón með verkefni Prjónaveturs í Listasafni Sigurjóns.Þórdís Reynis „Markmiðið er að kynna hluta af þeirri flóru prjónahönnunar sem hefur verið framleidd á Íslandi síðustu ár og opna umræðu um stöðu íslensks prjónaiðnaðar fyrr og nú,“ segir Brynhildur. Hlaðborð íslenskrar hönnunar úr ull „Það er mjög strangt skilyrði að vörurnar verða að hafa verið framleiddar hér. Ullin þarf ekki endilega að hafa verið íslensk en um 90 prósent varanna sem verða til sýnis eru úr henni.“ Á sama tíma og Vík Prjónsdóttir byrjaði fyrir tuttugu árum byrjaði líka Farmers market og því tekur tímabilið mið af því. Brynhildur segir ýmislegt hafa komið fram eftir það og það verði gott hlaðborð á sýningunni. „Við ætlum að hlaða á gínurnar fötum og teppum. Þetta verður litríkt, skemmtilegt og fjölbreytt. Það er svo skemmtilegt að sjá hvað Farmers Market er allt öðruvísi en Vík Prjónsdóttir og það svo allt öðruvísi en Volka. Magnea er svo með sínar flíkur sem eru svo vel útpældar. Það verður svo gaman að sjá þetta allt saman í þessu samhengi.“ Brynhildur er sjálf hönnuður og rak um árabil Vík Prjónsdóttir ásamt Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur. Fyrirtækið var einmitt stofnað fyrir tuttugu árum. Sjálf sagði hún frá fyrirtækinu og hönnun þeirra ásamt Guðfinnu Mjöll í fyrirlestri á Prjónavetri í mars. Gott að skoða hvar textíliðnaðurinn er staddur Hún segir það hafa verið gaman að undirbúa fyrirlesturinn, sýninguna og málþingið sem haldið verður í næstu viku, og á sama tíma líta yfir farinn veg. Hún hafi verið búin að gleyma mörgum smáatriðum. „Þetta eru tímamót og tilefni til að staldra við og skoða hvar við erum í textíliðnaði á Íslandi sem hefur gengið í gegnum alls konar upp og niður sveiflur,“ segir Brynhildur. Brynhildur Pálsdóttir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir sem voru hönnuðir Víkur Prjónsdóttur. Ari Magg Hún segir afskaplega mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull. „Þegar við vorum með Vík Prjónsdóttir sögðum við alltaf að ullin væri okkar timbur, okkar gull. Það er ekki mikið hráefni á Íslandi en við eigum alltaf ullina,“ segir Brynhildur sem telur einstaklega mikilvægt að hún sé varðveitt. Brynhildur hefur í sínu starfi reglulega farið í ferðir með nemendur af textílbraut Myndlistarskóla Reykjavíkur í heimsókn í háskóla í Skotlandi þar sem þau læra um textílhönnun og framleiðslu ullar. „Þar er að finna sérstök rannsóknarsetur og þar starfa textílverkfræðingar sem stúdera böndin og þræðina. Svo kemur maður heim og það er ekkert svona hér og nánast öllum sama. Enginn í pólitík er að tala um að þetta geti verið arðbær iðnaður,“ segir Brynhildur. Ónýtt tækifæri í ullinni Textíliðnaður sé þó, á sama tíma, nátengdur allri umræðu um sjálfbæra framleiðslu og umhverfisvernd. „Ég held að það séu mörg ónýtt tækifæri í íslensku ullinni og hvað sé hægt að gera við hana. Ef við spólum mörg hundruð ár til baka var vaðmálsframleiðsla okkar útflutningsvara og íslenska kindin er ullarkind. Það voru hennar gæði á meðan kjötið var bónus,“ segir Brynhildur en það hafi einhvern veginn snúist við núna. Bændur séu í dag studdir í kjötframleiðslu en það sama gildi ekki um bændur sem framleiði ull. „Frá Treflaverksmiðjunni sem við settum upp á Hönnunarmars 2011. Við fluttum vélar og starfsfólk frá Víkurprjóni og vorum með litla Treflaverksmiðju starfandi á Laugaveginum yfir Hönnunarmars 2011,“ segir Brynhildur.Aðsend Hún segir efnið alveg eins og það var fyrir 1200 árum. Ullin sé eins og engu hafi verið blandað við hana. „Það er ótrúlega sérstakt og við eigum að gera meira úr þessu. Þetta er náttúrulegt hráefni sem er hlýtt, létt og umhverfisvænt. Annað en flís sem er plast. Það er mjög lágt hlutfall af endurunnu plasti notað í nýjar vörur og ég held að það væri ótrúlega áhugavert ef unnið væri meira með ullina og framleiðsluna.“ Hún segir það sinn draum að á Íslandi verði sett upp rannsóknarsetur þar sem ullin sé stúderuð og hvernig sé hægt að vinna hana, þvo hana og hvað sé hægt að gera við hana. Þessi mynd var líka tekin í treflaverksmiðjunnu á HönnunarMars árið 2011. Aðsend Litrík og óhefðbundin form Hönnun Víkur Prjónsdóttur þekkist yfirleitt vel á litunum og óhefðbundnum formum. Brynhildur segir að þegar þau byrjuðu hafi flestir verið að prjóna úr ullinni í sauðalitunum og verið að reyna að ná til ferðamanna. Prjónaðar hafi verið peysur til dæmis í prjónavélum sem hafi samt átt að líta út eins og þær hafi verið handprjónaðar. „Við ætluðum að gera nýja hluti sem áttu að vera fyrir okkur sjálf og fólk í kringum okkur. Varan var ekki hönnuð með ferðamenn til dæmis í huga.“ Þá hafi það einnig verið stefna frá upphafi að þykjast ekki vera að gera handprjón. Það ætti að vera skýrt að varan væri prjónuð í vél. „Við elskuðum vélina og stúderuðum mjög vel hvað þær gátu gert. Það myndaði rammann utan um vörurnar.“ Það hafi oft krafist þess að þau fyndu nýjar leiðir til að nýta vélarnar. Til dæmis við hönnun sjávarteppisins þurftu þær að komast að því hvernig væri hægt að prjóna vöru sem væri stærri en 1,20 metrar að breidd. Sjávarteppið var afar stórt og því þurfti að finna nýjar leiðir til að láta vélina vinna. Marino Thorlacius Geggjað að sjá treflana enn í notkun „Við ákváðum líka að nota litina og það var okkur mjög mikilvægt. Það er svo gaman að sjá treflana, sem komu fyrst 2011, enn á ungu fólki. Það er algjörlega geggjað,“ segir Brynhildur en treflarnir hafa ekki verið framleiddir frá 2017. „Það er hægt að fá þá oft á nytjamörkuðum eða nytjaverslunum.“ Brynhildur er í dag sjálfstætt starfandi hönnuður og starfar meðal annars við sýningarhönnun og er partur af hönnunarteyminu Tertu sem hannaði Elliðaárstöð. Auk þess er hún að stofna hönnunargallerí H,A,K,K á Óðinsgötu 1 sem hún sér fyrir sér að verði vettvangur fyrir hönnuði til að sýna margs konar tilraunaverkefni og bjóða til sölu verk. VerndarhendurÍris Dögg Einarsdóttir Galleríið opnaði hún með Gunnari M. Péturssyni og fengu þau styrk úr Hönnunarsjóði til að opna galleríið. Fyrsta sýningin opnaði í lok febrúar, sem heitir Snagar, Hooked og er samsýning 30 hönnuða sem fengu það verkefni að hanna snaga. Sýningin er afturlit til sambærilegrar sýningar sem var haldin í Gallerí Greip árið 1996. „Það er ótrúlega mikilvægt að horfa til baka á sama tíma og maður horfir fram. Að næra framtíðina með fortíðinni.“ Prjónastofum fækkað verulega Samsýningin á HönnunarMars er opin um helgina og næstu helgi. Auk þess verður svo haldið málþing næsta þriðjudag. Brynhildur segir markmið málþingsins að varpa ljósi á kosti og galla þess að framleiða hérlendis „Hvað er hægt að gera betur og hvað er mikilvægt að varðveita. Fyrir fjörutíu árum voru yfir fimmtíu prjóna- og saumastofur á landinu en þeim hefur fækkað jafnt og þétt og í dag er hægt að telja þær á fingrum annarrar handar.“ Á sama tíma hafi aukist innflutningur á ódýrum fjöldaframleiddum fatnaði- og textílvörum. Það hafi haft mikil áhrif á innlenda framleiðslu sem er nú aðeins í mýflugumynd frá því sem var. „Í dag njóta þeir sem framleiða fatnað og vörur hvorki verndar né stuðnings stjórnvalda til að viðhalda innlendri framleiðslu úr íslenskri ull. Flestum sem að málþinginu koma finnst ullin vera menningararfur Íslendinga sem mikilvægt sé að hlúa að. Ullin hefur fylgt okkur frá landnámi og má segja að fyrstu spuna- og prjónaverksmiðjur hafi í raun verið í baðstofum í torfbæjum, þar sem allir höfðu sitt hlutverk við að skapa verðmæti úr gullinu okkar, íslensku ullinni.“ Brynhildur segist spennt fyrir málþinginu og umræðunni sem geti skapast þar. „Við ætlum að taka stöðuna með ullina, bæði framleiðslu og framtíðina, og fá hönnuði og framleiðendur frá Ístex og Prjòná saman og ræða málin frá öllum hliðum.“ Tíska og hönnun Menning Dýr HönnunarMars Reykjavík Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Brynhildur, ásamt þrettán öðrum íslenskum hönnuðum, sýna á HönnunarMars prjónavörur sem hafa verið framleiddar á Íslandi síðustu 20 ár. Markmið sýningarinnar er að gefa gestum kost á að sjá vandaðar vörur sem hafa vakið athygli og fengið verðuga viðurkenningu fyrir hönnun, útfærslu og framleiðslu. Sýningin hefst um helgina, á HönnunarMars, en er einnig opin næstu helgi í Listasafni Sigurjóns. Hönnuðirnir eru Magnea, Vík Prjónsdóttir, Ýrúrarí, Mundi, Stúdíó Flétta, Farmers Market. Umemi / Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Havarí / Prins Póló. Volki og Sunneva Design, Laufey Jónsdóttir, Sigrún Halla Unnarsdóttir, Volki í samstarfi við Sunneva Design, Andrea Fanney Jónsdóttir og Milla Snorrason. Brynhildur Pálsdóttir er sýningarstjóri sýningarinnar á HönnunarMars. Sýningin er hluti af, og lokahnikkur, í Prjónavetri sem er röð sýninga og viðburða sem haldnir hafa verið í Listasafni Sigurjóns í vetur. Sýningaröðin var skipulögð af Andreu Fanneyju Jónsdóttur textílhönnuði. Þar hafa ólíkir hönnuðir varpað ljósi á prjónahönnun og stöðu íslensks prjónaiðnaðar. Brynhildur Pálsdóttir og Andrea Fanney Jónsdóttir. Brynhildur er sýningarstjóri sýningarinnar á HönnunarMars. Andrea hefur umsjón með verkefni Prjónaveturs í Listasafni Sigurjóns.Þórdís Reynis „Markmiðið er að kynna hluta af þeirri flóru prjónahönnunar sem hefur verið framleidd á Íslandi síðustu ár og opna umræðu um stöðu íslensks prjónaiðnaðar fyrr og nú,“ segir Brynhildur. Hlaðborð íslenskrar hönnunar úr ull „Það er mjög strangt skilyrði að vörurnar verða að hafa verið framleiddar hér. Ullin þarf ekki endilega að hafa verið íslensk en um 90 prósent varanna sem verða til sýnis eru úr henni.“ Á sama tíma og Vík Prjónsdóttir byrjaði fyrir tuttugu árum byrjaði líka Farmers market og því tekur tímabilið mið af því. Brynhildur segir ýmislegt hafa komið fram eftir það og það verði gott hlaðborð á sýningunni. „Við ætlum að hlaða á gínurnar fötum og teppum. Þetta verður litríkt, skemmtilegt og fjölbreytt. Það er svo skemmtilegt að sjá hvað Farmers Market er allt öðruvísi en Vík Prjónsdóttir og það svo allt öðruvísi en Volka. Magnea er svo með sínar flíkur sem eru svo vel útpældar. Það verður svo gaman að sjá þetta allt saman í þessu samhengi.“ Brynhildur er sjálf hönnuður og rak um árabil Vík Prjónsdóttir ásamt Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur. Fyrirtækið var einmitt stofnað fyrir tuttugu árum. Sjálf sagði hún frá fyrirtækinu og hönnun þeirra ásamt Guðfinnu Mjöll í fyrirlestri á Prjónavetri í mars. Gott að skoða hvar textíliðnaðurinn er staddur Hún segir það hafa verið gaman að undirbúa fyrirlesturinn, sýninguna og málþingið sem haldið verður í næstu viku, og á sama tíma líta yfir farinn veg. Hún hafi verið búin að gleyma mörgum smáatriðum. „Þetta eru tímamót og tilefni til að staldra við og skoða hvar við erum í textíliðnaði á Íslandi sem hefur gengið í gegnum alls konar upp og niður sveiflur,“ segir Brynhildur. Brynhildur Pálsdóttir, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir og Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir sem voru hönnuðir Víkur Prjónsdóttur. Ari Magg Hún segir afskaplega mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull. „Þegar við vorum með Vík Prjónsdóttir sögðum við alltaf að ullin væri okkar timbur, okkar gull. Það er ekki mikið hráefni á Íslandi en við eigum alltaf ullina,“ segir Brynhildur sem telur einstaklega mikilvægt að hún sé varðveitt. Brynhildur hefur í sínu starfi reglulega farið í ferðir með nemendur af textílbraut Myndlistarskóla Reykjavíkur í heimsókn í háskóla í Skotlandi þar sem þau læra um textílhönnun og framleiðslu ullar. „Þar er að finna sérstök rannsóknarsetur og þar starfa textílverkfræðingar sem stúdera böndin og þræðina. Svo kemur maður heim og það er ekkert svona hér og nánast öllum sama. Enginn í pólitík er að tala um að þetta geti verið arðbær iðnaður,“ segir Brynhildur. Ónýtt tækifæri í ullinni Textíliðnaður sé þó, á sama tíma, nátengdur allri umræðu um sjálfbæra framleiðslu og umhverfisvernd. „Ég held að það séu mörg ónýtt tækifæri í íslensku ullinni og hvað sé hægt að gera við hana. Ef við spólum mörg hundruð ár til baka var vaðmálsframleiðsla okkar útflutningsvara og íslenska kindin er ullarkind. Það voru hennar gæði á meðan kjötið var bónus,“ segir Brynhildur en það hafi einhvern veginn snúist við núna. Bændur séu í dag studdir í kjötframleiðslu en það sama gildi ekki um bændur sem framleiði ull. „Frá Treflaverksmiðjunni sem við settum upp á Hönnunarmars 2011. Við fluttum vélar og starfsfólk frá Víkurprjóni og vorum með litla Treflaverksmiðju starfandi á Laugaveginum yfir Hönnunarmars 2011,“ segir Brynhildur.Aðsend Hún segir efnið alveg eins og það var fyrir 1200 árum. Ullin sé eins og engu hafi verið blandað við hana. „Það er ótrúlega sérstakt og við eigum að gera meira úr þessu. Þetta er náttúrulegt hráefni sem er hlýtt, létt og umhverfisvænt. Annað en flís sem er plast. Það er mjög lágt hlutfall af endurunnu plasti notað í nýjar vörur og ég held að það væri ótrúlega áhugavert ef unnið væri meira með ullina og framleiðsluna.“ Hún segir það sinn draum að á Íslandi verði sett upp rannsóknarsetur þar sem ullin sé stúderuð og hvernig sé hægt að vinna hana, þvo hana og hvað sé hægt að gera við hana. Þessi mynd var líka tekin í treflaverksmiðjunnu á HönnunarMars árið 2011. Aðsend Litrík og óhefðbundin form Hönnun Víkur Prjónsdóttur þekkist yfirleitt vel á litunum og óhefðbundnum formum. Brynhildur segir að þegar þau byrjuðu hafi flestir verið að prjóna úr ullinni í sauðalitunum og verið að reyna að ná til ferðamanna. Prjónaðar hafi verið peysur til dæmis í prjónavélum sem hafi samt átt að líta út eins og þær hafi verið handprjónaðar. „Við ætluðum að gera nýja hluti sem áttu að vera fyrir okkur sjálf og fólk í kringum okkur. Varan var ekki hönnuð með ferðamenn til dæmis í huga.“ Þá hafi það einnig verið stefna frá upphafi að þykjast ekki vera að gera handprjón. Það ætti að vera skýrt að varan væri prjónuð í vél. „Við elskuðum vélina og stúderuðum mjög vel hvað þær gátu gert. Það myndaði rammann utan um vörurnar.“ Það hafi oft krafist þess að þau fyndu nýjar leiðir til að nýta vélarnar. Til dæmis við hönnun sjávarteppisins þurftu þær að komast að því hvernig væri hægt að prjóna vöru sem væri stærri en 1,20 metrar að breidd. Sjávarteppið var afar stórt og því þurfti að finna nýjar leiðir til að láta vélina vinna. Marino Thorlacius Geggjað að sjá treflana enn í notkun „Við ákváðum líka að nota litina og það var okkur mjög mikilvægt. Það er svo gaman að sjá treflana, sem komu fyrst 2011, enn á ungu fólki. Það er algjörlega geggjað,“ segir Brynhildur en treflarnir hafa ekki verið framleiddir frá 2017. „Það er hægt að fá þá oft á nytjamörkuðum eða nytjaverslunum.“ Brynhildur er í dag sjálfstætt starfandi hönnuður og starfar meðal annars við sýningarhönnun og er partur af hönnunarteyminu Tertu sem hannaði Elliðaárstöð. Auk þess er hún að stofna hönnunargallerí H,A,K,K á Óðinsgötu 1 sem hún sér fyrir sér að verði vettvangur fyrir hönnuði til að sýna margs konar tilraunaverkefni og bjóða til sölu verk. VerndarhendurÍris Dögg Einarsdóttir Galleríið opnaði hún með Gunnari M. Péturssyni og fengu þau styrk úr Hönnunarsjóði til að opna galleríið. Fyrsta sýningin opnaði í lok febrúar, sem heitir Snagar, Hooked og er samsýning 30 hönnuða sem fengu það verkefni að hanna snaga. Sýningin er afturlit til sambærilegrar sýningar sem var haldin í Gallerí Greip árið 1996. „Það er ótrúlega mikilvægt að horfa til baka á sama tíma og maður horfir fram. Að næra framtíðina með fortíðinni.“ Prjónastofum fækkað verulega Samsýningin á HönnunarMars er opin um helgina og næstu helgi. Auk þess verður svo haldið málþing næsta þriðjudag. Brynhildur segir markmið málþingsins að varpa ljósi á kosti og galla þess að framleiða hérlendis „Hvað er hægt að gera betur og hvað er mikilvægt að varðveita. Fyrir fjörutíu árum voru yfir fimmtíu prjóna- og saumastofur á landinu en þeim hefur fækkað jafnt og þétt og í dag er hægt að telja þær á fingrum annarrar handar.“ Á sama tíma hafi aukist innflutningur á ódýrum fjöldaframleiddum fatnaði- og textílvörum. Það hafi haft mikil áhrif á innlenda framleiðslu sem er nú aðeins í mýflugumynd frá því sem var. „Í dag njóta þeir sem framleiða fatnað og vörur hvorki verndar né stuðnings stjórnvalda til að viðhalda innlendri framleiðslu úr íslenskri ull. Flestum sem að málþinginu koma finnst ullin vera menningararfur Íslendinga sem mikilvægt sé að hlúa að. Ullin hefur fylgt okkur frá landnámi og má segja að fyrstu spuna- og prjónaverksmiðjur hafi í raun verið í baðstofum í torfbæjum, þar sem allir höfðu sitt hlutverk við að skapa verðmæti úr gullinu okkar, íslensku ullinni.“ Brynhildur segist spennt fyrir málþinginu og umræðunni sem geti skapast þar. „Við ætlum að taka stöðuna með ullina, bæði framleiðslu og framtíðina, og fá hönnuði og framleiðendur frá Ístex og Prjòná saman og ræða málin frá öllum hliðum.“
Tíska og hönnun Menning Dýr HönnunarMars Reykjavík Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira