Lífið

Öskraði úr sárs­auka í næstum klukku­tíma

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ólafur Jóhann Steinsson hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur.
Ólafur Jóhann Steinsson hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur. Vísir/Anton Brink

Ólafur Jóhann Steinsson samfélagsmiðlastjarna og útvarpsmaður segir að dagurinn þegar hann fór í hjartaaðgerð í Svíþjóð og dagarnir á eftir hafi verið þeir erfiðustu sem hann hafi lifað. Ólafur Jóhann hefur marga fjöruna sopið þrátt fyrir ungan aldur og er nú kominn með glænýja hjartaloku sem heyrist vel í.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í Einkalífinu þar sem Ólafur Jóhann er gestur. Þar ræðir Ólafur Jóhann meðal annars meðfæddan hjartagalla sinn, áðurnefnda aðgerð og hvernig hann hafi fylgst með læknum krukka í sér á skjánum á meðan hann öskraði af sársauka í lengri tíma. 

Ólafur Jóhann segir líka frá því hvernig hann byrjaði á Tik-Tok, ótrúlega atvinnuumsókn sína á FM957 og hvernig hann kynntist kærustunni sinni Sigurlaugu Birnu Garðarsdóttur.

Klippa: Einkalífið - Ólafur Jóhann Steinsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.