Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Klæddist brúðarkjólnum dag­lega í stúdents­prófunum

„Mér finnst það eigi ekki að vera nein bönn þegar það kemur að klæðaburði, allir eiga rétt á að klæða sig eins og þeir vilja,“ segir Nína Rajani Tryggvadóttir Davidsson sem fer eigin leiðir í klæðaburði. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, fataskápinn og ógleymanleg stúdentspróf úr MR.

Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stígur út fyrir ramma raun­veru­leikans

„Tíska við kemur okkur öllum, sama hvort fólk átti sig á því eða ekki, og er svo fallegt tjáningarform á það hver við viljum vera,“ segir Íris Ólafsdóttir, nýútskrifaður fatahönnuður sem sér um búninga fyrir stóra leiksýningu í Tjarnarbíói. Blaðamaður ræddi við hana um persónulegan stíl og sköpunargleðina.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ein glæsi­legasta leik­kona landsins selur slotið

Leikkonan Unnur Birna Jónsdóttir Backman hefur sett íbúð sína við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Íbúðin er 78 fermetrar að stærð á þriðju hæð í litlu fjölbýlishúsi sem var reist árið 1940. Ásett verð er 69,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Hús­gögn úr af­göngum og fiskar í gos­brunninum

Athafnakonan og hönnuðurinn María Krista Hreiðarsdóttir hefur gert upp fjölda húsa frá grunni ásamt Berki, eiginmanni sínum. Í dag eru þau að leggja lokahönd á palla í kringum ævintýralegt hús þeirra í Hafnarfirði sem þau breyttu úr gömlu úrsérgengnu húsi í nútímahús á tveimur hæðum.

Lífið
Fréttamynd

„Þarna fylltist hjartað af hamingju“

„Það segir manni mikið þegar fólk er til í að sofa í tjöldum og tjaldhýsum, taka þátt í alls konar dagskrá í rigningu, halda samt í gleðina og brosin og leggja sig fram við að búa til ógleymanlegar stundir með okkur,“ segir hin nýgifta Berglind Jónsdóttir, samskipta- og markaðsstjóri breska sendiráðsins.

Lífið
Fréttamynd

Draumabrúðkaup í sex­tíu ára gömlum kjól frá ömmu

„Ég fórnaði tímanum mínum svolítið til að taka á móti fólkinu á bryggjunni og varð þar að leiðandi hálftíma of sein í athöfnina, þar sem Máni og presturinn svitnuðu aðeins í biðinni, en ég hefði ekki viljað hafa það neitt öðruvísi,“ segir hönnuðurinn og plötusnúðurinn Rebekka Ashley sem giftist ástinni sinni Þorkeli Mána Þorkelssyni forritara hjá Hugsmiðjunni við dásamlega athöfn í Flatey í mjög svo einstökum kjól. 

Lífið
Fréttamynd

Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr

„Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss,“ segir hin 21 árs gamla Dúa Landmark.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Sweeney sökuð um kyn­þátta­hyggju

Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var al­gjört bíómyndamóment“

„Ég var með vissa sýn á hvernig mig langaði að vera. Ég hef alltaf elskað slör og var einu sinni brúður á öskudag bara til að geta gengið með slör heilan dag,“ segir myndlistarkonan Þórdís Erla Zoega sem gifti sig við draumkennda athöfn í Hellisgerði fyrr í júlí.

Lífið
Fréttamynd

„Hefði ekki getað óskað mér fal­legri dags“

„Ég hafði sjúklega miklar áhyggjur af veðrinu því að athöfnin okkar var úti, ég fékk smá þráhyggju fyrir því svo ég fór að rannsaka íslenska veðurgaldra og rúnir. Ég er ekki að djóka, ég risti niður nokkrar rúnir í dagbókina mína og kvað vísu sem ChatGPT bjó til handa mér og við fengum einn fallegasta daginn,“ segir hin nýgifta Alexandra Sif sem hélt glæsilegt sveitabrúðkaup á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Skemmti­legasti partur dagsins að klæða sig upp

„Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Fata­skápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“

„Eftir því sem maður eldist þá lærir maður betur hvað klæðir mann og pikkar út það sem hentar manni,“ segir Gerður G. Árnadóttir, miðbæjarmeyja með sveitahjarta. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku og er einstakur fagurkeri en Gerður ræddi við blaðamann um persónulegan stíl og fataskápinn.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Væri teiknimyndapersóna í full­komnum heimi

„Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Er Rihanna best klædda mamma allra tíma?

Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni.

Tíska og hönnun