Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. apríl 2025 13:03 Hljómsveitin Stuðlabandið semur og flytur Þjóðhátíðarlagið 2025. Lagið kemur út þann 15. maí næstkomandi. Skjáskot/Stuðlabandið Hljómsveitin Stuðlabandið eru höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins í ár. Þjóðhátíð í Eyjum er stærsta og vinsælasta útihátíð landsins og ríkir því mikil spenna fyrir Þjóðhátíðarlaginu ár hvert. Þetta var tilkynnt í útvarpsþættinum Brennslan á FM957 í morgun. Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, útskýrir valið á Stuðlabandinu og segir að þeir hafi einfaldlega átt það skilið. „Stuðlabandið hefur verið með okkur á þjóðhátíðinni síðan 2016 og hefur alltaf staðið sig frábærlega. Þegar maður leitar til þeirra er það aldrei neitt mál, mér finnst þeir bara hafa átt þetta skilið. Við erum í rauninni bara að þakka þeim fyrir,“ segir Jónas. Magnús Kjartan Eyjólfsson og Marínó Geir Lilliendahl, meðlimir Stuðlabandsins, segja það vera mikinn heiður að fá þetta verkefni í hendurnar og þakka Þjóðhátíðarnefnd fyrir traustið. Þegar spurt er hvort hljómsveitin finni fyrir pressu vegna þess að þjóðhátíðarlagið það sem mikil spenna og eftirvænting er ávallt fyrir því, svarar Magnús: „Já, það er alltaf pressa. Ég hef sagt það áður, það eru tvö lög sem Íslendingar hafa miklar skoðanir á, það er Eurovision-lagið og svo Þjóðhátíðarlagið. Það er nánast sama hvað við gerum, við bara megum ekki fokka þessu upp,“ segir Magnús og hlær. Völdu úr fimmtán lögum Lagið sjálft kemur út þann 15. maí næstkomandi. Þeir segjast hafa samið fimmtán lög og hafa haft fimmtán hugmyndir: „Við erum náttúrulega um það bil ellefu í hljómsveitinni og við höfum ekki verið duglegastir að gefa út okkar eigin tónlist. Við höfum frekar spilað tónlist eftir aðra. En þegar við byrjum að semja lag, þá er eins og banki af hugmyndum opnist í höfðinu á okkur og það flæðir bara út. Svo er það bara að velja úr,“ segir Marinó, og bætir við í léttu gríni: „Þetta gæti verið í fyrsta skipti sem ekki er gefið út Þjóðhátíðarlag, heldur Þjóðhátíðarplata..“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Þjóðhátíð í Eyjum Tónlist Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31 „Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Halda orkustiginu í hæstu hæðum Hljómsveitin Stuðlabandið er þaulvön að koma fram og halda uppi stemningu en Stuðlabandið hefur spilað á stærstu útihátíðum Íslands undanfarin ár. 15. júlí 2022 11:31
„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“ Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum. 20. júlí 2022 11:31