Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 11:02 Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun