Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 26. mars 2025 11:02 Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Sjá meira
Öryggis- og varnarmál okkar Íslendinga snúast í grunninn um frið og frelsi. Það er markmið okkar allra að tryggja stöðugleika, öryggi og friðsamt samfélag. En friður er ekki sjálfgefinn. Hvað þá frelsið. Frelsið er tryggt með fyrirhyggju, traustum vörnum og öflugu alþjóðlegu samstarfi. Og með skýrri sýn og hugrekki til að standa með þessum grundvallargildum okkar þegar þrengt er að þeim úr ýmsum áttum. Sem betur fer eru eldsvoðar sjaldgæfir. Engu að síður eigum við slökkvitæki heima hjá okkur og vitum hvert við eigum að hringja ef eldur kviknar. Við viljum ekki að húsið brenni, og við viljum geta brugðist við ef hætta steðjar að. Sú staðreynd að við eigum slökkvitæki veldur ekki eldsvoða. Það sama á við um öryggis- og varnarmál. Við viljum ekki stríð, við viljum frið. En við þurfum að vera viðbúin og hafa skýra áætlun um hvernig við stöndum vörð um okkar grundvallargildi, sjálfstæði og öryggi – en ekki síður okkar mikilvægu innviði. Ísland mikilvægur hlekkur í öryggiskeðjunni Íslensk öryggis- og varnarmál byggja á skýrri sýn: Að tryggja öryggi landsins í nánu samstarfi við vina- og bandalagsþjóðir. Við gerum það með aðild okkar að NATO, samstarfi við Norðurlöndin og aðrar bandalagsþjóðir og með varnarsamningi við Bandaríkin. Þessar stoðir verðum við að styrkja og efla enn frekar með víðtækara samstarfi. Það blasir við í ljósi þróunar heimsmála síðustu vikur og mánuði enda grunnhlutverk ríkisins að tryggja öryggi borgaranna. Við búum í heimi þar sem ógnir eru raunverulegar – bæði hefðbundnar hernaðarógnir og nýjar áskoranir á borð við netárásir, skemmdir á innviðum og upplýsingaóreiðu. Það er ekki ógnarstefna að vilja öflugar varnir, rétt eins og það er ekki hræðslustefna að eiga slökkvitæki. Þetta snýst um skynsemi, ábyrgð og fyrirhyggju. Við þurfum að horfast í augu við raunveruleikann, styrkja alþjóðlegar stoðir okkar og tryggja að Ísland sé traustur hlekkur í sameiginlegri öryggiskeðju lýðræðisríkja. Öflugar varnir forsenda friðar Frelsi krefst ábyrgðar. Það sama gildir um frið. Öflug varnarstefna er ekki andstæða friðar – hún er forsenda hans. Við viljum öryggi án þess að þurfa að óttast. Við viljum geta sofið rólega að næturlagi, vitandi að við eigum okkar „slökkvitæki“ og getum brugðist við ef hætta steðjar að. Við vonumst öll til þess að aldrei þurfi að kalla á slökkviliðið eða á aðstoð bandalagsþjóða okkar. En ef til þess kemur, þá viljum við vita að það sé einhver sem svarar kallinu, tilbúinn að bregðast við. Við viljum líka vita að fleiri en einn viðbragðsaðili mæti á svæðið til að slökkva eldinn. Rétt eins og við eigum fullt af vel hæfum slökkviliðsmönnum, þá er samstarf þeirra er lykilforsenda þess að verkið sé unnið. Þess vegna byggjum við upp varnir okkar í samvinnu við aðrar þjóðir og stöndum með þeim þegar vegið er að frelsi þeirra og fullveldi, því öryggi okkar er samofið öryggi bandamanna okkar. Og stoðirnar sem við treystum á þurfa að vera fleiri en ein. Við þurfum öflugt samstarf bæði austur um haf og vestur svo slökkviliðið sé samsett af þjóðum sem við höfum treyst tengslin við og sýnt að við erum verðugur bandamaður. Við kjósum öryggi fram yfir varnarleysi, samstöðu fram yfir einangrun, fyrirhyggju fram yfir aðgerðarleysi. Þess vegna þurfum við sterka öryggisinnviði og öflugar varnir – ekki vegna þess að við viljum átök og stríð, heldur vegna þess að við viljum frelsi og frið. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun