Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson og Íris Björg Kristjánsdóttir skrifa 16. mars 2025 09:01 Viðsjárverðir tímar eru nú uppi í alþjóðamálum þar sem mörkin á milli friðar og stríðs eru óljós og ekki er hægt að útiloka að það ástand geti varað árum saman eða jafnvel í áratugi. Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir. Vendingar í alþjóðamálum, tækniframfarir, og samfélagslegar breytingar eru allt þættir sem hafa áhrif á alþjóðlega fólksflutninga, brotastarfsemi, hryðjuverkahættu og fjölþáttaógnir – og þar af leiðandi okkar eigið öryggi. Úr verður flókið samspil ólíkra þátta sem virða ekki landamæri og er nánast ómöguleiki fyrir okkur að kljást við ein. Staðan kallar einfaldlega á náið samstarf við önnur ríki. Eitt dæmi um slíkt alþjóðlegt samstarf, sem Ísland er aðili að, er Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Frontex, sem staðsett er í Varsjá, sinnir samhæfingarhlutverki á ytri landamærum Schengen svæðisins og veitir ríkjum þess aðstoð við landamæravörslu. Virðing fyrir grundvallarmannréttindum einstaklinga eru leiðarstef í allri starfsemi Frontex og dagleg framkvæmd landamæramálefna. Annað grunnstef Schengen samstarfsins er að gera einstaklingum kleift að ferðast löglega og óhindrað yfir landamæri innan Schengen svæðisins. Af hverju Frontex? Verulegur og margvíslegur ávinningur hlýst af samstarfinu fyrir Ísland og er einn angi þess aðgangur að upplýsingum sem auðveldar löggæslu á Íslandi að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi og ógnum, óreglulegum fólksflutningum, smygli á fólki og mansali. Þessar upplýsingar nýtast í svokallaðri áhættugreiningu, sem veitir löggæsluaðilum stöðumynd af helstu ógnum sem bregðast þarf við á landamærunum og nýtist til að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Sem þátttakandi í Schengen samstarfinu getur Ísland nýtt sér þá innviði sem Frontex hefur upp á að bjóða, ekki síst mannauð og þekkingu og þannig unnið betur að því markmiði að tryggja öryggi borgaranna. Frontex hefur umsjón með svokölluðu stöðuliði (e. standing corps), sem hefur það hlutverk að aðstoða við landamæravörslu. Ísland hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum á vegum stöðuliðsins og má þar nefna móttöku á erlendum landamæravörðum og lögreglumönnum sem hafa komið hingað til tímabundinna starfa. Við njótum þannig góðs af miðlun þekkingar frá öðrum ríkjum í þessu samhengi. Samstarfið hefur líka veitt Íslandi tækifæri til að miðla þekkingu. Stærsta framlag Íslands til stöðuliðsins hefur verið framlag Landhelgisgæslunnar, sem hefur frá árinu 2010 lagt til bæði skip og eftirlitsflugvél, ásamt áhöfn, í sameiginleg verkefni á vegum Frontex. Í þeim verkefnum hefur Landhelgisgæslan komið að fjölmörgum verkefnum m.a. komið að björgun fólks í sjávarháska. Við sem þjóð getum verið stolt af framlagi okkar, ekki síst því hlutverki að koma fólki til bjargar á ögurstundu og á sama tíma stuðla að öruggari landamærum í Evrópu. Frontex í 20 ár Frontex fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli og samstarf Íslands við stofnunina hefur aldrei verið sterkara. Nýlega tilnefndum við okkar fyrsta tengslafulltrúa (e. liaison officer) til að starfa í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Varsjá. Með tilnefningunni er stigið mikilvægt skref í þá átt að styrkja samvinnu og samstarf Íslands við Frontex og er ætlaður ávinningur hennar m.a. að Ísland verði virkari þátttakandi í starfi Frontex, að efla upplýsingamiðlun til stofnana á Íslandi og styrkja enn frekar að rödd og sérstaða Íslands sem eyja fjarri meginlandi Evrópu heyrist í höfuðstöðvunum í Varsjá. Landamæri skipa stórt hlutverk í vörnum hvers lands og hjálpa okkur að takast á við þær ógnir sem steðja að hverju sinni. Með þátttöku okkar í Schengen samstarfinu og þar með aðild okkar að Frontex, erum við hluti af samfélagi þjóða sem vinna sameiginlega að því að tryggja örugg landamæri og þar með öryggi borgaranna innan ríkis. Fyrirséð er að nýlegar vendingar og óvissa í alþjóðamálum muni kalla á aukna aðgerðagetu landamæra- og löggæslustofnana hér á landi og enn öflugra samstarfi við alþjóðlegar stofnanir í málefnum landamæra. Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnarborði Frontex. Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs ríkislögreglustjóra og varamaður í stjórnarborði Frontex. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Lögreglumál Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Sjá meira
Viðsjárverðir tímar eru nú uppi í alþjóðamálum þar sem mörkin á milli friðar og stríðs eru óljós og ekki er hægt að útiloka að það ástand geti varað árum saman eða jafnvel í áratugi. Friðhelgi landamæra er samofin þjóðaröryggi landsins og því mikilvægt að tryggja öryggi þeirra og að borgaralegar löggæslustofnanir séu í stakk búnar til að takast á við nýjar og fjölbreyttar áskoranir. Á sama tíma er þörf á að styrkja viðbúnað okkar til takast á við ytri ógnir. Vendingar í alþjóðamálum, tækniframfarir, og samfélagslegar breytingar eru allt þættir sem hafa áhrif á alþjóðlega fólksflutninga, brotastarfsemi, hryðjuverkahættu og fjölþáttaógnir – og þar af leiðandi okkar eigið öryggi. Úr verður flókið samspil ólíkra þátta sem virða ekki landamæri og er nánast ómöguleiki fyrir okkur að kljást við ein. Staðan kallar einfaldlega á náið samstarf við önnur ríki. Eitt dæmi um slíkt alþjóðlegt samstarf, sem Ísland er aðili að, er Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex). Frontex, sem staðsett er í Varsjá, sinnir samhæfingarhlutverki á ytri landamærum Schengen svæðisins og veitir ríkjum þess aðstoð við landamæravörslu. Virðing fyrir grundvallarmannréttindum einstaklinga eru leiðarstef í allri starfsemi Frontex og dagleg framkvæmd landamæramálefna. Annað grunnstef Schengen samstarfsins er að gera einstaklingum kleift að ferðast löglega og óhindrað yfir landamæri innan Schengen svæðisins. Af hverju Frontex? Verulegur og margvíslegur ávinningur hlýst af samstarfinu fyrir Ísland og er einn angi þess aðgangur að upplýsingum sem auðveldar löggæslu á Íslandi að bregðast við skipulagðri brotastarfsemi og ógnum, óreglulegum fólksflutningum, smygli á fólki og mansali. Þessar upplýsingar nýtast í svokallaðri áhættugreiningu, sem veitir löggæsluaðilum stöðumynd af helstu ógnum sem bregðast þarf við á landamærunum og nýtist til að draga úr neikvæðum afleiðingum þeirra. Sem þátttakandi í Schengen samstarfinu getur Ísland nýtt sér þá innviði sem Frontex hefur upp á að bjóða, ekki síst mannauð og þekkingu og þannig unnið betur að því markmiði að tryggja öryggi borgaranna. Frontex hefur umsjón með svokölluðu stöðuliði (e. standing corps), sem hefur það hlutverk að aðstoða við landamæravörslu. Ísland hefur verið virkur þátttakandi í verkefnum á vegum stöðuliðsins og má þar nefna móttöku á erlendum landamæravörðum og lögreglumönnum sem hafa komið hingað til tímabundinna starfa. Við njótum þannig góðs af miðlun þekkingar frá öðrum ríkjum í þessu samhengi. Samstarfið hefur líka veitt Íslandi tækifæri til að miðla þekkingu. Stærsta framlag Íslands til stöðuliðsins hefur verið framlag Landhelgisgæslunnar, sem hefur frá árinu 2010 lagt til bæði skip og eftirlitsflugvél, ásamt áhöfn, í sameiginleg verkefni á vegum Frontex. Í þeim verkefnum hefur Landhelgisgæslan komið að fjölmörgum verkefnum m.a. komið að björgun fólks í sjávarháska. Við sem þjóð getum verið stolt af framlagi okkar, ekki síst því hlutverki að koma fólki til bjargar á ögurstundu og á sama tíma stuðla að öruggari landamærum í Evrópu. Frontex í 20 ár Frontex fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli og samstarf Íslands við stofnunina hefur aldrei verið sterkara. Nýlega tilnefndum við okkar fyrsta tengslafulltrúa (e. liaison officer) til að starfa í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Varsjá. Með tilnefningunni er stigið mikilvægt skref í þá átt að styrkja samvinnu og samstarf Íslands við Frontex og er ætlaður ávinningur hennar m.a. að Ísland verði virkari þátttakandi í starfi Frontex, að efla upplýsingamiðlun til stofnana á Íslandi og styrkja enn frekar að rödd og sérstaða Íslands sem eyja fjarri meginlandi Evrópu heyrist í höfuðstöðvunum í Varsjá. Landamæri skipa stórt hlutverk í vörnum hvers lands og hjálpa okkur að takast á við þær ógnir sem steðja að hverju sinni. Með þátttöku okkar í Schengen samstarfinu og þar með aðild okkar að Frontex, erum við hluti af samfélagi þjóða sem vinna sameiginlega að því að tryggja örugg landamæri og þar með öryggi borgaranna innan ríkis. Fyrirséð er að nýlegar vendingar og óvissa í alþjóðamálum muni kalla á aukna aðgerðagetu landamæra- og löggæslustofnana hér á landi og enn öflugra samstarfi við alþjóðlegar stofnanir í málefnum landamæra. Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra og fulltrúi Íslands í stjórnarborði Frontex. Íris Björg Kristjánsdóttir, sviðsstjóri alþjóða- og landamærasviðs ríkislögreglustjóra og varamaður í stjórnarborði Frontex.
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar