Innlent

Sá fjórði hand­tekinn í manndrápsmáli

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sakborningar voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands í gær.
Sakborningar voru leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands í gær.

Einn til viðbótar hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á manndrápi. Tveir karlar og eina kona sæta gæsluvarðhaldi en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lítið verið að fá upp úr sakborningum sem sæta varðhaldi næstu vikuna. Alls hafa níu verið handteknir við rannsókn málsins.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar karlmaðurinn í gæsluvarðahdli átján ára gamall. Heimildir RÚV herma að konan sé á fertugsaldri. 

Hinn karlinn heitir Stefán Blackburn, en hann hefur ítrekað hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot hér á landi. Fyrst hlaut hann dóm árið 2007, þá einungis fimmtán ára gamall. Næstu sex árin var hann dæmdur ítrekað en líklega vakti hið svokallaða Stokkseyrarmál mesta athygli.

Karlmaður á sjötugsaldri fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun og lést samkvæmt tilkynningu lögreglunnar stuttu eftir komu á spítala.

Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir tilkynningu um að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu kviknaði fljótlega grunur að um frelsissviptingu væri að ræða.

Lögreglan hefur upplýst um að á meðal þess sem er til rannsóknar sé fjárkúgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×