Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 19:05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem foreldri hafði óvart læst kveikiláslykla að bíl sínum inni í bifreiðinni og barnið með. Lögregla kom á vettvang og braut framrúðu á bílnum að ósk eiganda ökutækisins til að koma barninu, og lyklunum, úr bílnum. Þetta var meðal verkefna lögreglumanna á lögreglustöð fjögur sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Þeir fóru einnig, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, ásamt slökkviliði í heimahús vegna reykskynjara í gangi og reyklykt sem barst frá íbúð. Þar inni reyndist verið að brenna reykelsi í blómapotti sem brunnið hafði niður. Mikill reykur barst frá pottinum en enginn eldur logaði. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú höfðu einnig í nógu að snúast í dag en þeir sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að bregðast við óvenjulega langri bílaröð við þvottastöð sem varð svo löng að hún stöðvaði umferð á nálægum götum. Svo virðist sem sólskinsveðrið sem leikið hefur við höfuðborgarbúa í dag hafi gert mörgum bílaeigendum það skyndilega ljóst hve skítugir bílar þeirra voru orðnir. Þeir fóru líka á vettvang þegar tilkynnt var um hund læstan inni í bifreið með alla glugga lokaða. Enginn hundur reyndist vera inni í bílnum þegar lögreglu bar að garði. Lögreglustöð eitt barst fjöldinn allur af tilkynningum en hún sinnir verkefnum miðsvæðis í Reykjavík. Lögreglumönnum þar barst meðal annars tilkynning um bein sem fundust í fjörunni í Nauthólsvík. Lögregla fór á vettvang og athugaði málið, niðurstaðan var sú að beinið væri sennilegast úr hval og alls ekki mannabein. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Lögregla kom á vettvang og braut framrúðu á bílnum að ósk eiganda ökutækisins til að koma barninu, og lyklunum, úr bílnum. Þetta var meðal verkefna lögreglumanna á lögreglustöð fjögur sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Þeir fóru einnig, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, ásamt slökkviliði í heimahús vegna reykskynjara í gangi og reyklykt sem barst frá íbúð. Þar inni reyndist verið að brenna reykelsi í blómapotti sem brunnið hafði niður. Mikill reykur barst frá pottinum en enginn eldur logaði. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú höfðu einnig í nógu að snúast í dag en þeir sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að bregðast við óvenjulega langri bílaröð við þvottastöð sem varð svo löng að hún stöðvaði umferð á nálægum götum. Svo virðist sem sólskinsveðrið sem leikið hefur við höfuðborgarbúa í dag hafi gert mörgum bílaeigendum það skyndilega ljóst hve skítugir bílar þeirra voru orðnir. Þeir fóru líka á vettvang þegar tilkynnt var um hund læstan inni í bifreið með alla glugga lokaða. Enginn hundur reyndist vera inni í bílnum þegar lögreglu bar að garði. Lögreglustöð eitt barst fjöldinn allur af tilkynningum en hún sinnir verkefnum miðsvæðis í Reykjavík. Lögreglumönnum þar barst meðal annars tilkynning um bein sem fundust í fjörunni í Nauthólsvík. Lögregla fór á vettvang og athugaði málið, niðurstaðan var sú að beinið væri sennilegast úr hval og alls ekki mannabein.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira