Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Magnús Jochum Pálsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 13. mars 2025 15:29 Halla Gunnarsdóttir bar sigur úr býtum í formannsslag VR. Hún segir kaup og kjör sitt stóra áherslumál og vill hefja undirbúning fyrir kjarasamninga strax í apríl Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir, nýkjörinn formaður VR, segir úrslit í formannskjörinu ekki hafa komið sér á óvart. Sitjandi formaður sé alltaf með forskot en hún hafi haft aðgengi að sömu gögnum og aðrir frambjóðendur. Mikil vinna sé framundan í félaginu. Halla var kjörin formaður VR í allsherjaratkvæðagreiðslu félaga VR og mun gegna embættinu næstu fjögur árin. Hún hlaut alls 4.380 atkvæði, 45,72 prósent greiddra atkvæða, og hafði betur gegn þeim Þorsteini Skúla Sveinsson, Flosa Eiríkssyni og Bjarna Þór Sigurðssyni. Sigur Höllu, sem hefur setið sem formaður VR frá því í desember, var afgerandi og var hún með um 2.400 atkvæðum meira en næsti maður. Þorsteinn Skúli fékk 20,44 prósent atkvæða, Flosi fékk 16,75 prósent og Bjarni Þór 12,79 prósent. Fréttastofa náði tali af Höllu rétt eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir upp úr 14. Úrslitin ekki komið á óvart „Ég var nú svosem alveg búin að giska á að svona gæti farið. Ég er búin að eiga samtöl við alveg mörg þúsund VR-félaga síðustu vikur, heimsækja ógrynni af vinnustöðum og ég hef alveg orðið þess áskynja að stuðningurinn væri talsverður,“ sagði Halla aðspurð hvort úrslitin hafi komið á óvart. „En þetta er risastórt félag þannig það er aldrei hægt að vita hvernig fer og ég er bara mjög þakklát fyrir þennan stuðning,“ bætti hún við. Halla var kjörin í stjórn VR 2017 og tók síðan við stöðu varaformanns. Hún hefur setið sem formaður eftir að Ragnar Þór lét af formennsku og heldur embættinu næstu fjögur árin. Hún gegndi starfi framkvæmdastjóra ASÍ frá 2020 til 2022.Vísir/Vilhelm Þeir sem voru á móti þér í slagnum gagnrýndu að þú hefðir forskot þar sem þú værir formaður. Var þetta nógu sanngjörn barátta? „Sitjandi formenn hafa alltaf forskot, það er bara þannig. Þeir eru formenn. Það á við hérna, það á við á Alþingi og í sveitastjórnum að þeir sem sitja inni fyrir að þeir hafi ákveðið forskot. Það er vegna vinnunar sem þeir hafa unnið og vegna þess að þeir hafa verið kjörnir til starfa áður,“ sagði Halla. „Ég var með sama aðgengi að gögnum og allir aðrir þannig að ég lít svo á að þetta hafi verið mjög kröftug og lífleg umræða og að sigur minn megi fyrst og fremst þakka því að ég fór út og talaði við fólk.“ Vill hefja undirbúning fyrir kjarasamninga snemma Halla segir sín helstu áherslumál mörg en hennar stóra mál séu kaup og kjör. Þá segist hún vilja hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga strax í apríl. „Fyrst þurfum við að halda aðalfund, breytt stjórn þarf að taka við stjórnartaumunum og við að skipta með okkur verkum. Svo byrjum við að skipuleggja starfið framundan,“ sagði hún. Mikil skipulagsvinna sé framundan í félaginu. „Það er mögulegt að Leiðsögn og VR séu að sameinast. Það mun breyta félaginu að ákveðnu leyti og kallar á umfangsmikla vinnu inn á við. Ekki eingöngu þessi sameining við Leiðsögn heldur líka stærð félagsins, félagssvæðið og annað slíkt. Það er líka verkefni sem ég er mjög spennt fyrir að leiða,“ sagði Halla. Ætlar að vera virk í opinberri umræðu áfram Ragnar Þór Ingóldfsson, fyrrverandi formaður VR, var áberandi í þjóðfélagsumræðunni meðan hann var formaður og tjáði reglulega skoðun sína á hinum ýmsu málum. Halla segist ætla að vera kröftugur formaður eins og Ragnar en á sinn hátt. Hefur þú ákveðið hvernig þú ætlar að haga þér í opinberri umræðu? „Ég hef árum saman verið mjög virk í opinberri umræðu og mun vera það áfram. Ragnar var auðvitað mjög kröftugur formaður, ég líka en á minn eigin hátt. Við erum ólík en eigum það sameiginlegt að hafa verið hérna innan þessa félags og að fara fyrir því er ofboðslegur heiður,“ segir hún. Hún og Bjarni þurfi nú að snúa bökum saman Það buðu þrír aðrir sig fram til formanns, ætla þeir að halda áfram að taka þátt í störfum VR, hefur eitthvað verið rætt um það? „Einn þeirra er nú í stjórn og á eftir ár af sínu kjörtímabili þannig okkar hlutverk núna er að snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk. Ég skal ekki segja með hina tvo,“ segir hún. Hún segir að ólíkt mörgum öðrum félagasamtökum geti þeir sem hljóti ekki brautargengi til forystu ekki boðið sig fram til stjórnar. Það sé því seinni tíma mál. Ef þú getur súmmerað stærsta verkefnið á þessu misseri, hvað er það? „Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem eru í gildi. Það eru of miklar hækkanir að leggjast á venjulegt fólk, húsnæðismálin eru ennþá í algjörum ólestri, við höfum þurft að bíða lengi eftir stýrivaxtalækkunum og þær hafa verið of hægar. Þannig efnahagsmálin eru auðvitað stóra málið núna sem eru um leið kjaramál vinnandi fólks,“ sagði Halla. Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tímamót Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vaktin: Halla kjörin formaður VR Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. 13. mars 2025 11:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Halla var kjörin formaður VR í allsherjaratkvæðagreiðslu félaga VR og mun gegna embættinu næstu fjögur árin. Hún hlaut alls 4.380 atkvæði, 45,72 prósent greiddra atkvæða, og hafði betur gegn þeim Þorsteini Skúla Sveinsson, Flosa Eiríkssyni og Bjarna Þór Sigurðssyni. Sigur Höllu, sem hefur setið sem formaður VR frá því í desember, var afgerandi og var hún með um 2.400 atkvæðum meira en næsti maður. Þorsteinn Skúli fékk 20,44 prósent atkvæða, Flosi fékk 16,75 prósent og Bjarni Þór 12,79 prósent. Fréttastofa náði tali af Höllu rétt eftir að niðurstaða kosninganna lá fyrir upp úr 14. Úrslitin ekki komið á óvart „Ég var nú svosem alveg búin að giska á að svona gæti farið. Ég er búin að eiga samtöl við alveg mörg þúsund VR-félaga síðustu vikur, heimsækja ógrynni af vinnustöðum og ég hef alveg orðið þess áskynja að stuðningurinn væri talsverður,“ sagði Halla aðspurð hvort úrslitin hafi komið á óvart. „En þetta er risastórt félag þannig það er aldrei hægt að vita hvernig fer og ég er bara mjög þakklát fyrir þennan stuðning,“ bætti hún við. Halla var kjörin í stjórn VR 2017 og tók síðan við stöðu varaformanns. Hún hefur setið sem formaður eftir að Ragnar Þór lét af formennsku og heldur embættinu næstu fjögur árin. Hún gegndi starfi framkvæmdastjóra ASÍ frá 2020 til 2022.Vísir/Vilhelm Þeir sem voru á móti þér í slagnum gagnrýndu að þú hefðir forskot þar sem þú værir formaður. Var þetta nógu sanngjörn barátta? „Sitjandi formenn hafa alltaf forskot, það er bara þannig. Þeir eru formenn. Það á við hérna, það á við á Alþingi og í sveitastjórnum að þeir sem sitja inni fyrir að þeir hafi ákveðið forskot. Það er vegna vinnunar sem þeir hafa unnið og vegna þess að þeir hafa verið kjörnir til starfa áður,“ sagði Halla. „Ég var með sama aðgengi að gögnum og allir aðrir þannig að ég lít svo á að þetta hafi verið mjög kröftug og lífleg umræða og að sigur minn megi fyrst og fremst þakka því að ég fór út og talaði við fólk.“ Vill hefja undirbúning fyrir kjarasamninga snemma Halla segir sín helstu áherslumál mörg en hennar stóra mál séu kaup og kjör. Þá segist hún vilja hefja undirbúning fyrir næstu kjarasamninga strax í apríl. „Fyrst þurfum við að halda aðalfund, breytt stjórn þarf að taka við stjórnartaumunum og við að skipta með okkur verkum. Svo byrjum við að skipuleggja starfið framundan,“ sagði hún. Mikil skipulagsvinna sé framundan í félaginu. „Það er mögulegt að Leiðsögn og VR séu að sameinast. Það mun breyta félaginu að ákveðnu leyti og kallar á umfangsmikla vinnu inn á við. Ekki eingöngu þessi sameining við Leiðsögn heldur líka stærð félagsins, félagssvæðið og annað slíkt. Það er líka verkefni sem ég er mjög spennt fyrir að leiða,“ sagði Halla. Ætlar að vera virk í opinberri umræðu áfram Ragnar Þór Ingóldfsson, fyrrverandi formaður VR, var áberandi í þjóðfélagsumræðunni meðan hann var formaður og tjáði reglulega skoðun sína á hinum ýmsu málum. Halla segist ætla að vera kröftugur formaður eins og Ragnar en á sinn hátt. Hefur þú ákveðið hvernig þú ætlar að haga þér í opinberri umræðu? „Ég hef árum saman verið mjög virk í opinberri umræðu og mun vera það áfram. Ragnar var auðvitað mjög kröftugur formaður, ég líka en á minn eigin hátt. Við erum ólík en eigum það sameiginlegt að hafa verið hérna innan þessa félags og að fara fyrir því er ofboðslegur heiður,“ segir hún. Hún og Bjarni þurfi nú að snúa bökum saman Það buðu þrír aðrir sig fram til formanns, ætla þeir að halda áfram að taka þátt í störfum VR, hefur eitthvað verið rætt um það? „Einn þeirra er nú í stjórn og á eftir ár af sínu kjörtímabili þannig okkar hlutverk núna er að snúa bökum saman og vinna fyrir félagsfólk. Ég skal ekki segja með hina tvo,“ segir hún. Hún segir að ólíkt mörgum öðrum félagasamtökum geti þeir sem hljóti ekki brautargengi til forystu ekki boðið sig fram til stjórnar. Það sé því seinni tíma mál. Ef þú getur súmmerað stærsta verkefnið á þessu misseri, hvað er það? „Við þurfum að fylgja eftir þeim kjarasamningum sem eru í gildi. Það eru of miklar hækkanir að leggjast á venjulegt fólk, húsnæðismálin eru ennþá í algjörum ólestri, við höfum þurft að bíða lengi eftir stýrivaxtalækkunum og þær hafa verið of hægar. Þannig efnahagsmálin eru auðvitað stóra málið núna sem eru um leið kjaramál vinnandi fólks,“ sagði Halla.
Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Tímamót Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vaktin: Halla kjörin formaður VR Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. 13. mars 2025 11:40 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Vaktin: Halla kjörin formaður VR Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. 13. mars 2025 11:40