„Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2025 19:09 Ráðist var á son Estherar Einarsdóttur í gær. Vísir/Sigurjón Móðir drengs sem var ráðist á við Breiðholtsskóla í gær segist aldrei hafa séð jafn mikinn ótta í augum neins og sonar síns. Skólinn og borgin bregðist lítið sem ekkert við grafalvarlegu ástandi. Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um gríðarlega alvarlegt ástand í Breiðholtsskóla. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum haldi öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi virðist daglegt brauð. Í gær hittust ráðalausir foreldrar barna við skólann og funduðu um stöðuna. Á meðan réðst hluti þessa hóps á dreng í árganginum. Drengurinn var nýbúinn að fá nýtt hjólabretti og ákvað í fyrsta sinn í langan tíma að fara einn út að leika á leikvelli við Breiðholtsskóla. Þar réðust drengirnir fimm á hann. „Þeir tækla hann niður í jörðina, sparka ítrekað í höfuðið á honum og í líkamann. Hann náði einhvern veginn að komast undan og kom sér heim,“ segir Esther. Hún segir son sinn hafa brotnað niður við heimkomuna. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ segir Esther. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sonur hennar lendir í sama hóp. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu. „Þau eru ekki að hlusta. Það hefði verið hægt að grípa inn í svo löngu löngu fyrr. En það er ekki enn búið að grípa inn í,“ segir Esther. Gerendurnir sleppi oftast með skrekkinn. „Það er svo sem ekki mikið brugðist við. En ég veit af einu dæmi þar sem var mikið ofbeldi á skólatíma. Gerandanum var vikið úr skóla í einn dag,“ segir Esther. Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um gríðarlega alvarlegt ástand í Breiðholtsskóla. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum haldi öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi virðist daglegt brauð. Í gær hittust ráðalausir foreldrar barna við skólann og funduðu um stöðuna. Á meðan réðst hluti þessa hóps á dreng í árganginum. Drengurinn var nýbúinn að fá nýtt hjólabretti og ákvað í fyrsta sinn í langan tíma að fara einn út að leika á leikvelli við Breiðholtsskóla. Þar réðust drengirnir fimm á hann. „Þeir tækla hann niður í jörðina, sparka ítrekað í höfuðið á honum og í líkamann. Hann náði einhvern veginn að komast undan og kom sér heim,“ segir Esther. Hún segir son sinn hafa brotnað niður við heimkomuna. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ segir Esther. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sonur hennar lendir í sama hóp. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu. „Þau eru ekki að hlusta. Það hefði verið hægt að grípa inn í svo löngu löngu fyrr. En það er ekki enn búið að grípa inn í,“ segir Esther. Gerendurnir sleppi oftast með skrekkinn. „Það er svo sem ekki mikið brugðist við. En ég veit af einu dæmi þar sem var mikið ofbeldi á skólatíma. Gerandanum var vikið úr skóla í einn dag,“ segir Esther.
Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira