Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 21:32 Einn þeirra þriggja sem fór fyrir dómara og var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira