Vaktin: Halla kjörin formaður VR Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. mars 2025 11:40 Halla Gunnarsdóttir er sigurvegari kosninganna um formann VR. Hún hefur setið í embættinu frá því í desember þegar hún tók við af Ragnari Þór Ingólfssyni. Vísir/Vilhelm Halla Gunnarsdóttir hefur verið kjörin formaður VR samkvæmt heimildum fréttastofu. Allsherjaratkvæðagreiðslu vegna kjörs formanns og stjórnar VR lauk á hádegi í dag. Fréttastofa fylgist með þróun mála í vaktinni og í beinni útsendingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks VR vegna kjörsins hófst að morgni fimmtudagsins 6. mars og lauk í dag. Atkvæðagreiðslan er rafræn og er valið milli fjögurra frambjóðenda til formanns VR og 16 frambjóðenda til stjórnar VR. Mest spenna er í formannsslagnum en frambjóðendurnir fjórir til formanns eru: Bjarni Þór Sigurðsson, Flosi Eiríksson, Halla Gunnarsdóttir og Þorsteinn Skúli Sveinsson. Fréttastofa ræddi við frambjóðendurna fjóra í gær um baráttuna sem hefur harðnað nokkuð á síðustu dögum. Sjá einnig: Ögurstund upp runnin hjá VR Sextán frambjóðendur eru til stjórnar: Andrea Rut Pálsdóttir, Birgitta Ragnarsdóttir, Eldar Ástþórsson, Guðmundur Ásgeirsson, Jennifer Schröder, Karl F. Thorarensen, Kristján Gísli Stefánsson, Maria Araceli Quintana, Mateusz Gabríel Kowalczyk Róbertsson, Ólafur Reimar Gunnarsson, Selma Björk Grétarsdóttir, Styrmir Jökull Einarsson, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Tómas Elí Guðmundsson, Vala Ólöf Kristinsdóttir og Þórir Hilmarsson. Upp úr 14 hefst bein útsending Stöðvar 2 frá Húsi verslunarinnar. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða hana.
Formannskjör í VR 2025 Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira