Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 06:49 Efnt var til mótmæla í New York í gær vegna handtöku Khalil. Getty/Michael M. Santiago Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. „Málfrelsið er takmörkum háð,“ sagði Thomas D. Homan, sem fer fyrir brottflutningi ólöglegra innflytjenda, á fundi í gær. Yfirvöld teldu manninn ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mahmoud Khalil, 30 ára, er með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum, svokallað „grænt kort“, lauk mastersnámi frá Columbia í fyrra og er giftur bandarískum ríkisborgara. Hann hefur ekki verið ákærður en hefur hins vegar verið neitað um að ræða við lögmenn sína í einrúmi. Trump hefur lengi hótað því að grípa til aðgerða gegn mótmælendum á háskólalóðum landsins og hefur nú látið til skarar skríða.Getty/Michael M. Santiago Khalil var tals- og samningamaður mótmælenda sem reistu tjaldbúðir á skólalóð Columbia í fyrra. Hann er sakaður um brot gegn innflytjendalöggjöfinni, á þeim forsendum að hafa skaðað utanríkishagsmuni Bandaríkjanna með gyðingaandúð. Framganga stjórnvalda í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og þá segir Jamie Raskin, þingmaður Demókrata, um að ræða afar hættulegt fordæmi, sem sé ætlað að hræða aðra til hlýðni. Stephen Vladeck, prófessor við lagastofnun Georgetown University, segir að jafnvel þótt Khalil takist að komast undan því að verða vísað úr landi sé verið að senda þau skilaboð til allra innflytjenda að þeir eigi hættu á handtöku, varðhaldi og jafnvel brottflutningi ef þeir tjá sig gegn stjórnvöldum. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
„Málfrelsið er takmörkum háð,“ sagði Thomas D. Homan, sem fer fyrir brottflutningi ólöglegra innflytjenda, á fundi í gær. Yfirvöld teldu manninn ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mahmoud Khalil, 30 ára, er með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum, svokallað „grænt kort“, lauk mastersnámi frá Columbia í fyrra og er giftur bandarískum ríkisborgara. Hann hefur ekki verið ákærður en hefur hins vegar verið neitað um að ræða við lögmenn sína í einrúmi. Trump hefur lengi hótað því að grípa til aðgerða gegn mótmælendum á háskólalóðum landsins og hefur nú látið til skarar skríða.Getty/Michael M. Santiago Khalil var tals- og samningamaður mótmælenda sem reistu tjaldbúðir á skólalóð Columbia í fyrra. Hann er sakaður um brot gegn innflytjendalöggjöfinni, á þeim forsendum að hafa skaðað utanríkishagsmuni Bandaríkjanna með gyðingaandúð. Framganga stjórnvalda í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og þá segir Jamie Raskin, þingmaður Demókrata, um að ræða afar hættulegt fordæmi, sem sé ætlað að hræða aðra til hlýðni. Stephen Vladeck, prófessor við lagastofnun Georgetown University, segir að jafnvel þótt Khalil takist að komast undan því að verða vísað úr landi sé verið að senda þau skilaboð til allra innflytjenda að þeir eigi hættu á handtöku, varðhaldi og jafnvel brottflutningi ef þeir tjá sig gegn stjórnvöldum. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira