Chelsea skrapaði botninn með Southampton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2025 19:33 Cucurella skoraði óvænt. Vísir/Getty Chelsea lenti ekki í teljandi vandræðum með botnlið Southampton í ensku úrvalsdeild karla í kvöld. Lokatölur á Brúnni í Lundúnum 4-0 heimamönnum í vil. Heimamenn í bláu byrjuðu af krafti og kom Christopher Nkunku þeim yfir eftir undirbúning Tosin á 24. mínútu. Nkunku lagði svo upp annað mark leiksins en það skoraði Pedro Neto á 36 mínútu. Það var svo Neto sem lagði upp þriðja markið fyrir Levi Colwill og staðan 3-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik bætti vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella við fjórða markinu eftir undirbúning varamannsins Tyrique George. Lokatölur 4-0 og Chelsea komið með 46 stig í 4. sæti að loknum 27 leikjum. Southampton er með 9 stig á botni deildarinnar. Önnur úrslit Brighton & Hove Albion vann 2-1 sigur á Bournemouth. João Pedro og Danny Welbeck með mörk Brighton á meðan Justin Kluivert skoraði fyrir gestina. Crystal Palace pakkaði Aston Villa saman. Ismaïla Sarr skoraði tvívegis fyrir Palace á meðan Jean-Philippe Mateta og Eddie Nketiah skoruðu eitt mark hvor. Morgan Rogers skoraði mark Villa sem og það var dæmt mark af honum í leiknum. Fulham vann 2-1 útisigur á Úlfunum. Ryan Sessegnon og Rodrigo Muniz með mörk Fulham en João Gomes með mark Úlfanna. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea lenti ekki í teljandi vandræðum með botnlið Southampton í ensku úrvalsdeild karla í kvöld. Lokatölur á Brúnni í Lundúnum 4-0 heimamönnum í vil. Heimamenn í bláu byrjuðu af krafti og kom Christopher Nkunku þeim yfir eftir undirbúning Tosin á 24. mínútu. Nkunku lagði svo upp annað mark leiksins en það skoraði Pedro Neto á 36 mínútu. Það var svo Neto sem lagði upp þriðja markið fyrir Levi Colwill og staðan 3-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik bætti vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella við fjórða markinu eftir undirbúning varamannsins Tyrique George. Lokatölur 4-0 og Chelsea komið með 46 stig í 4. sæti að loknum 27 leikjum. Southampton er með 9 stig á botni deildarinnar. Önnur úrslit Brighton & Hove Albion vann 2-1 sigur á Bournemouth. João Pedro og Danny Welbeck með mörk Brighton á meðan Justin Kluivert skoraði fyrir gestina. Crystal Palace pakkaði Aston Villa saman. Ismaïla Sarr skoraði tvívegis fyrir Palace á meðan Jean-Philippe Mateta og Eddie Nketiah skoruðu eitt mark hvor. Morgan Rogers skoraði mark Villa sem og það var dæmt mark af honum í leiknum. Fulham vann 2-1 útisigur á Úlfunum. Ryan Sessegnon og Rodrigo Muniz með mörk Fulham en João Gomes með mark Úlfanna.