Enski boltinn

Hetja Eng­lands á EM sleit kross­band

Michelle Agyemang, framherji enska landsliðsins í fótbolta, sleit krossband í hné í vináttuleik gegn Ástralíu. Agyemang reyndist ein af hetjum Englands þegar liðið fór alla leið á Evrópumótinu síðasta sumar.

Enski boltinn

Lofar frekari fjár­festingum

Jason Wilcox, yfirmaður knattspyrnu mála hjá Manchester United, hefur lofað því að félagið muni halda áfram að fjárfesta í réttum leikmönnum. Framtíðarsýn félagsins var opinberuð og eru frekari styrking hluti af því.

Enski boltinn

Vísar slúðrinu til föður­húsanna

Hinn brasilíski Lucas Paquetá er enn eina orðaður frá West Ham United. Greint var frá því á dögunum að hann ætlaði sér að yfirgefa félagið í janúar. Segja má að Paquetá hafi svarað því slúðri sjálfur með myndbirtingu á samfélagsmiðlum.

Enski boltinn

Segir sitt fyrrum lið í krísu

Jamie Carragher, fyrrverandi varnarmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur, segir sitt fyrrum lið í krísu. Lærisveinar Arne Slot töpuðu 3-2 fyrir Brentford um liðna helgi.

Enski boltinn

„Varnar­leikurinn er bara stór­slys“

Lið Liverpool varð um helgina fyrsta Englandsmeistaraliðið í sögunni sem tapar fjórum leikjum í röð í ensku úrvalsdeildinni. Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla, segir margt mega betur fara hjá liðinu.

Enski boltinn

Mark úr horni, klippa Eze og pung­högg Haalands

Það gekk mikið á í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar Arsenal jók forskot sitt á toppnum. Mark var dæmt af Erling Haaland sem fékk um leið högg í punginn en Tottenham skoraði þrjú í fyrsta tapi Everton á nýja heimavellinum.

Enski boltinn

Aldrei meiri aldurs­munur

Tímamót urðu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær þegar 18 ára gamli Grikkinn Charalampos Kostoulas skoraði fyrir Brighton gegn Manchester United.

Enski boltinn