„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 09:01 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn. getty/Catherine Ivill Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. „Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“ Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
„Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“
Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira