„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2025 09:01 Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn. getty/Catherine Ivill Þrátt fyrir að Liverpool eigi eftir að leika ellefu leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu segir Phil McNulty, aðalfótboltapenni BBC, að liðið sé orðið meistari. „Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“ Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
„Það er hægt að eyða þúsund orðum til að dansa í kringum þetta en titilbaráttan í ár er búin,“ skrifaði McNulty eftir 0-2 sigur Liverpool á Manchester City á Etihad í gær. Með sigrinum náði Liverpool ellefu stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Arsenal, sem er í 2. sæti, á leik til góða en McNulty segir það engu skipta. „Baráttunni er stærðfræðilega ekki lokið og fótbolti getur verið skrítinn og óútreiknanlegur leikur. En hann er ekki svo skrítinn og óútreiknanlegur að miskunnarlaust Liverpool-lið sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á tímabilinu, heima gegn Nottingham Forest, muni glutra niður ellefu stiga forskoti í ellefu leikjum,“ skrifaði McNulty. Hann segir að jafnvel þótt Liverpool misstígi sig þurfi Arsenal að vinna nánast alla leiki sem liðið eigi eftir og honum finnist hæpið að það gerist. Arsenal tapaði fyrir West Ham United á Emirates, 0-1, á laugardaginn. Tímabilið 1997-98 Lið hafa áður misst niður gott forskot í titilbaráttunni og nærtækasta dæmið segir McNulty vera tímabilið 1997-98 þegar Manchester United var með ellefu stiga forskot á Arsenal 2. mars en varð samt ekki meistari. Allt bendir til þess að Arne Slot geri Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið.getty/Martin Rickett McNulty bendir á að United hafi þegar tapað fimm deildarleikjum á þeim tímapunkti og Arsenal hafi verið mun sterkara þá en liðið er núna. McNulty segir að Skytturnar séu enn og aftur næstum því lið í titilbaráttunni. Ræsið rútuna McNulty segir að sigur Liverpool á City í gær hafi verið sérstaklega sætur þar sem þeir ljósbláu hafi tvisvar sinnum haft betur gegn Rauða hernum á lokadegi tímabils. Liverpool hafði aðeins unnið einn af síðustu fimmtán deildarleikjum á Etihad áður en að leiknum í gær kom. En sigurinn í gær var öruggur þrátt fyrir að Rauði herinn hafi aðeins verið 33,9 prósent með boltann í leiknum, það minnsta í sigri síðan Opta byrjaði að taka saman þessa tölfræði tímabilið 2003-04. McNulty segir að restin af tímabilinu verði eins konar hylling fyrir Liverpool. „Of snemmt? Eiginlega ekki. Þetta er núna spurning hvenær en ekki hvort rauðu borðarnir verða á bikarnum. Ræsið bílinn, eða í þessu tilfelli, opnu rútuna.“
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira