Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 22:30 Sveindís Jane Jónsdóttir fórnar höndum í landsleiknum gegn Sviss á föstudaginn. Hún hefur verið í afar litlu hlutverki hjá Wolfsburg í vetur. EPA-EFE/TIL BUERGY Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís. Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira
Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís.
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjá meira