Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2025 22:30 Sveindís Jane Jónsdóttir fórnar höndum í landsleiknum gegn Sviss á föstudaginn. Hún hefur verið í afar litlu hlutverki hjá Wolfsburg í vetur. EPA-EFE/TIL BUERGY Sveindís Jane Jónsdóttir segist ekki skilja af hverju hún fái ekki að spila meira fyrir þýska liðið Wolfsburg og viðurkennir að hún sé að óbreyttu ekki spennt fyrir því að vera áfram hjá félaginu. Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís. Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Sveindís er á sinni fjórðu leiktíð í herbúðum Wolfsburg en þjálfarinn Tommy Stroot hefur í vetur aðeins valið Sveindísi í byrjunarlið sitt í tveimur leikjum, í þýsku 1. deildinni í fótbolta. Sveindís er hins vegar lykilmaður í íslenska landsliðinu og lék 90 mínútur í jafntefli Íslands við Sviss í Þjóðadeildinni á föstudag og verður væntanlega í byrjunarliðinu gegn Frökkum í Le Mans annað kvöld. Hún hefur aftur á móti aldrei verið í byrjunarliðinu í tveimur leikjum í röð hjá Wolfsburg í vetur og segist í samtali við RÚV í dag skorta skýringar á því hvers vegna hún spili svona lítið. „Maður vill auðvitað alltaf spila en nei, ég fæ ekki mikið af útskýringum. Ég skil eiginlega ekki af hverju ég fæ ekki að spila meira, því mér finnst ég eiga skilið fleiri mínútur. En þjálfarinn velur liðið og ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi núna upp á síðkastið,“ segir Sveindís við RÚV. Ekki spennt fyrir að vera áfram hjá Wolfsburg Sveindís er 23 ára og hefur verið leikmaður Wolfsburg frá ársbyrjun 2021 en var fyrsta árið lánsmaður hjá Kristianstad í Svíþjóð. Hún hefur alls komið við sögu í 13 deildarleikjum í vetur, þar af 11 sem varamaður, og í sjö leikjum í Meistaradeild Evrópu, þar af þremur sem varamaður. Samningur Sveindísar við Wolfsburg rennur út í sumar og ef ekkert breytist bendir flest til þess að hún finni sér þá nýtt félag: „Ég er ekki búin að loka neinu og hef ekki ákveðið hvað ég ætla að gera. Ég gæti alveg eins verið áfram hjá Wolfsburg en eins og staðan er núna þá er það ekki rosalega spennandi. Ég vona bara að ég fái fleiri mínútur núna seinni hluta tímabilsins og svo skoða ég mig um,“ segir Sveindís.
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira