„Spiluðum mjög vel í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 23:17 Pep er jafnan tilfinningaríkur á hliðarlínunni. Vísir/Getty Pep Guardiola var ánægður með margt í leik sinna manna í Manchester City gegn Liverpool í dag þrátt fyrir 2-0 tap. Hann segir uppbyggingu framundan hjá City. Liverpool vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag og er komið í frábæra stöðu á toppi deildarinnar með ellefu stiga forskot. Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ánægður með margt í leiknum þegar hann ræddi við Skysports. „Við spiluðum mjög vel. Við sköpuðum kannski ekki nægilega mikið en við spiluðum gegn frábæru liði. Í byrjun var þetta kannski 50/50 og við náðum ekki að gera okkur mat úr því.“ Eftir að Liverpool komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik lagðist liðið aðeins aftar á völlinn í þeim síðari. „Þeir vörðust mjög neðarlega í síðari hálfleik. Við gerðum eitthvað sem við höfum ekki gert oft áður að fara með þá í þeirra teig og reyna að vinna þá þar. Taktíkin var að komast inn á síðasta þriðjunginn og að endalínunni, það tókst oft en við skoruðum ekki. Við náðum ekki að taka næsta skref.“ Hann viðurkenndi að vængmenn hans hefðu reynt að keyra á Trent Alexander-Arnold sem stundum hefur verið í brasi varnarlega. „Við erum með góða vængmenn. Þeir verjast inn á við og Salah varðist meira í dag en í síðustu leikjum. Ég veit að fólk trúir því ekki og ég veit hvenær við spilum vel og við spiluðum mjög vel í dag.“ „Við erum langt á eftir þeim“ Gengi Manchester City á leiktíðinni hefur ekki verið eins gott og síðustu árin. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og er fallið úr leik í Meistaradeildinni. Pep er þó bjartsýnn á framtíðina. „Ef maður tapar þá vill maður tapa eins og við gerðum í dag. Ég sá mikið sem segir mér að félagið á bjarta framtíð fyrir höndum með leikmennina sem við erum með. „Fyrir utan Kevin De Bruyne og kannski Nathan Ake á eru leikmennirnir mjög ungir. Hvað sem félagið ákveður fyrir framtíðina, þá er framtíðin björt.“ Pep Guardiola ræðir við Mohamed Salah að leik loknum í dag.Vísir/Getty Hann segir uppbyggingu framundan og að liðið sé í augnablikinu langt á eftir Liverpool. „Við þurfum að byggja upp fyrir næsta skref. Þetta er spurning um tíma. Jafnvel með marga fjarverandi þá spiluðum við vel. Þeir brjóta línurnar og geta sótt hratt á bakvið þig. Þeir ógna mjög en við náðum þeim líka og það sem klikkaði var á síðasta þriðjungnum. Þetta snýst um hæfileika með boltann eða að skjóta á réttum tíma. Þaðan getum við byggt fyrir framtíðina.“ „Við erum langt frá. Við sjáum það í framtíðinni. Það sem við höfum gert á síðustu tímabilum var gott en núna erum við langt á eftir þeim. Við spiluðum með karakter sem var mjög gott.“ Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni fyrr í dag og er komið í frábæra stöðu á toppi deildarinnar með ellefu stiga forskot. Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ánægður með margt í leiknum þegar hann ræddi við Skysports. „Við spiluðum mjög vel. Við sköpuðum kannski ekki nægilega mikið en við spiluðum gegn frábæru liði. Í byrjun var þetta kannski 50/50 og við náðum ekki að gera okkur mat úr því.“ Eftir að Liverpool komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik lagðist liðið aðeins aftar á völlinn í þeim síðari. „Þeir vörðust mjög neðarlega í síðari hálfleik. Við gerðum eitthvað sem við höfum ekki gert oft áður að fara með þá í þeirra teig og reyna að vinna þá þar. Taktíkin var að komast inn á síðasta þriðjunginn og að endalínunni, það tókst oft en við skoruðum ekki. Við náðum ekki að taka næsta skref.“ Hann viðurkenndi að vængmenn hans hefðu reynt að keyra á Trent Alexander-Arnold sem stundum hefur verið í brasi varnarlega. „Við erum með góða vængmenn. Þeir verjast inn á við og Salah varðist meira í dag en í síðustu leikjum. Ég veit að fólk trúir því ekki og ég veit hvenær við spilum vel og við spiluðum mjög vel í dag.“ „Við erum langt á eftir þeim“ Gengi Manchester City á leiktíðinni hefur ekki verið eins gott og síðustu árin. Liðið er í fjórða sæti deildarinnar og er fallið úr leik í Meistaradeildinni. Pep er þó bjartsýnn á framtíðina. „Ef maður tapar þá vill maður tapa eins og við gerðum í dag. Ég sá mikið sem segir mér að félagið á bjarta framtíð fyrir höndum með leikmennina sem við erum með. „Fyrir utan Kevin De Bruyne og kannski Nathan Ake á eru leikmennirnir mjög ungir. Hvað sem félagið ákveður fyrir framtíðina, þá er framtíðin björt.“ Pep Guardiola ræðir við Mohamed Salah að leik loknum í dag.Vísir/Getty Hann segir uppbyggingu framundan og að liðið sé í augnablikinu langt á eftir Liverpool. „Við þurfum að byggja upp fyrir næsta skref. Þetta er spurning um tíma. Jafnvel með marga fjarverandi þá spiluðum við vel. Þeir brjóta línurnar og geta sótt hratt á bakvið þig. Þeir ógna mjög en við náðum þeim líka og það sem klikkaði var á síðasta þriðjungnum. Þetta snýst um hæfileika með boltann eða að skjóta á réttum tíma. Þaðan getum við byggt fyrir framtíðina.“ „Við erum langt frá. Við sjáum það í framtíðinni. Það sem við höfum gert á síðustu tímabilum var gott en núna erum við langt á eftir þeim. Við spiluðum með karakter sem var mjög gott.“
Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira