Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. janúar 2025 00:20 Michael Jackson tróð upp á Ofurskálinni í janúar 1993 en nokkrum mánuðum síðar var hann sakaður um kynferðislega áreitni. Getty Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar. Tónlistardramanu Michael er leikstýrt af Antoine Fuqua, sem gerði Training Day, með handriti eftir John Logan, sem skrifaði Gladiator. Jaafar Jackson, bróðursonur Michaels, leikur konung poppsins en með önnur hlutverk fara Colman Domingo, Nia Long, Miles Teller og Laura Harrier. Myndin átti að koma í bíó vestanhafs þann 3. október en þau plön eru nú í uppnámi. Ástæðan er að myndin átti að hverfast að miklu leyti um dómsátt Jackson við fjölskyldu hins þrettán ára Jordan Chandler sem sakaði popparann um kynferðislega áreitni árið 1993. Myndir frá blaðamannafundi Jackson-fjölskyldunnar þar sem hún lýsti yfir stuðningi við popparann.Getty Ásakanir Chandler leiddu til glæparannsóknar lögreglunnar í Los Angeles og á endanum kærði fjölskyldan popparann. Frekar en að fara með málið fyrir dómstóla sættust báðir aðilar á að leysa málið utan dómstóla í janúar 1994. Jackson neitaði ásökunum Chandler alla tíð og fór fyrir dóm í sambærilegu kynferðisbrotamáli árið 2005 en var ekki fundinn sekur í því. La Toya Jackson með frænda sínum Jaafar Jackson árið 2019. Jaafar leikur frænda sinn í nýrri mynd um konung poppsins.GEtty Saga Jackson endurskrifuð John Branca og John McClain, skiptaráðendur í búi popparans, eru víst viðriðnir framleiðslu nýju kvikmyndarinnar og samkvæmt blaðamanninum Matthew Belloni, sem segist hafa séð handrit kvikmyndarinnar, er dreginn upp sú mynd af popparanum að hann hafi verið saklaus í málinu. Myndin bæði hefst og endar á rannsókn málsins frá 1993 og rammar þannig inn sögu Jackson. Belloni vill meina að myndin sýni Jackson „sem barnalegt fórnarlamb hinnar fégráðugu Chandler-fjölskyldu.“ Stór hluti myndarinnar og fjöldi lykilatriða, sem búið er að taka upp, eru nú ónothæf vegna þess að í samningi Jackson við fjölskylduna stóð að ekki mætti nota málið í nokkurs konar aðlögun á lífi popparans, hvort sem það væri í leikriti eða kvikmynd. Allur þriðji þáttur kvikmyndarinnar þegar hún á að ná hámarki sínu er því ónothæfur með öllu. Myndin hefur nú þegar kostað 150 milljónir Bandaríkjadala og væntanlega þarf að skrifa stóran hluta handritsins upp á nýtt, kalla leikara aftur í tökur og skjóta ný atriði til að klára myndina. Það gæti verið gríðarlega kostnaðarsamt. Hollywood Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tónlist Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Tónlistardramanu Michael er leikstýrt af Antoine Fuqua, sem gerði Training Day, með handriti eftir John Logan, sem skrifaði Gladiator. Jaafar Jackson, bróðursonur Michaels, leikur konung poppsins en með önnur hlutverk fara Colman Domingo, Nia Long, Miles Teller og Laura Harrier. Myndin átti að koma í bíó vestanhafs þann 3. október en þau plön eru nú í uppnámi. Ástæðan er að myndin átti að hverfast að miklu leyti um dómsátt Jackson við fjölskyldu hins þrettán ára Jordan Chandler sem sakaði popparann um kynferðislega áreitni árið 1993. Myndir frá blaðamannafundi Jackson-fjölskyldunnar þar sem hún lýsti yfir stuðningi við popparann.Getty Ásakanir Chandler leiddu til glæparannsóknar lögreglunnar í Los Angeles og á endanum kærði fjölskyldan popparann. Frekar en að fara með málið fyrir dómstóla sættust báðir aðilar á að leysa málið utan dómstóla í janúar 1994. Jackson neitaði ásökunum Chandler alla tíð og fór fyrir dóm í sambærilegu kynferðisbrotamáli árið 2005 en var ekki fundinn sekur í því. La Toya Jackson með frænda sínum Jaafar Jackson árið 2019. Jaafar leikur frænda sinn í nýrri mynd um konung poppsins.GEtty Saga Jackson endurskrifuð John Branca og John McClain, skiptaráðendur í búi popparans, eru víst viðriðnir framleiðslu nýju kvikmyndarinnar og samkvæmt blaðamanninum Matthew Belloni, sem segist hafa séð handrit kvikmyndarinnar, er dreginn upp sú mynd af popparanum að hann hafi verið saklaus í málinu. Myndin bæði hefst og endar á rannsókn málsins frá 1993 og rammar þannig inn sögu Jackson. Belloni vill meina að myndin sýni Jackson „sem barnalegt fórnarlamb hinnar fégráðugu Chandler-fjölskyldu.“ Stór hluti myndarinnar og fjöldi lykilatriða, sem búið er að taka upp, eru nú ónothæf vegna þess að í samningi Jackson við fjölskylduna stóð að ekki mætti nota málið í nokkurs konar aðlögun á lífi popparans, hvort sem það væri í leikriti eða kvikmynd. Allur þriðji þáttur kvikmyndarinnar þegar hún á að ná hámarki sínu er því ónothæfur með öllu. Myndin hefur nú þegar kostað 150 milljónir Bandaríkjadala og væntanlega þarf að skrifa stóran hluta handritsins upp á nýtt, kalla leikara aftur í tökur og skjóta ný atriði til að klára myndina. Það gæti verið gríðarlega kostnaðarsamt.
Hollywood Kynferðisofbeldi Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tónlist Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira