Innlent

Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suð­vestur af Klaustri

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum. Vísir/Vilhelm

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á sjötta tímanum vegna bílslyss sem varð suðvestur af Kirkjubæjarklaustri.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, greinir frá þessu í viðtali við fréttastofu. Þyrlan hafi tekið á loft klukkan 18 og komið á staðinn rétt fyrir 19.

„Það á eftir að koma í ljós hversu margir verða fluttir frá þessu slysi,“ sagði Ásgeir við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×