Í fundargerð borgarráðs frá því í gær kemur fram að tillaga borgarstjóra um þetta hafi verið samþykkt. Þar segir að leyfið gildi frá 1. janúar síðastliðnum og geti staðið í allt að fimm ár, í samræmi við ákvæði laga um þingfarakaup alþingismanna og þingfararkostnað. Þar segir:
„Alþingismaður á rétt á leyfi frá opinberu starfi, sem hann gegnir, í allt að fimm ár. Afsali hann sér starfinu eftir fimm ára leyfi á hann að öðru jöfnu forgang í allt að fimm ár frá þeim tíma að sambærilegri stöðu hjá hinu opinbera.“
Steinþór Einarsson tekur við sem starfandi sviðsstjóri, þar til nýr sviðsstjóri verður ráðinn. Stefnt er að því að tillaga vegna undirbúnings ráðningar í starfið verði lögð fram í borgarráði 30. janúar næstkomandi.