Íhugar formannsframboð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2025 21:09 Sjálfstæðisfélög hafa skorað á Guðrúnu að bjóða sig fram til embættis formanns. vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar. Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48
Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09