Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Árni Sæberg skrifar 24. janúar 2025 11:10 Hér má sjá yfirlitsmynd af slysstað. RNSA Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn. Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira
Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir að þann 16. janúar 2024 hafi BMW fólksbifreið verið ekið suður Vesturlandsveg við Hvalfjarðarveg norðan Hvalfjarðar. Á sama tíma hafi tveimur vörubifreiðum verið ekið úr gagnstæðri átt norður Vesturlandsveg. Í mjúkri hægri beygju hafi BMW bifreiðinni verið ekið yfir á vinstri vegarhelming akbrautarinnar utan í hlið fremri vörubifreiðarinnar og eftirvagns sem vörubifreiðin dró. Í framhaldi hafi fólksbifreiðin lent framan á vinstra framhorni aftari vörubifreiðarinnar. Talsverð aflögun Í skýrslunni segir að báðir um borð í bílnum hafi verið í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafi látist á slysstað af völdum fjöláverka en farþeginn hafi hlotið alvarlega áverka og verið fluttur á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ökumenn vörubifreiðanna hafi ekki slasast alvarlega. BMW fólksbifreiðin hafi verið fjögurra dyra og díselknúin. Nýskráning hafi verið í mars 2015. Bifreiðin hafi átt næstu aðalskoðun í maí 2024 og verið með gilda skoðun þegar slysið átti sér stað. Bifreiðin hafi verið útbúin negldum vetrarhjólbörðum. Bíllinn var illa farinn eftir áreksturinn.RNSA Við áreksturinn hafi orðið talsverð aflögun inn í fólksrými bifreiðarinnar ökumannsmegin. BMW bifreiðin hafi verið tekin til bíltæknirannsóknar. Ekkert í niðurstöðum bíltæknirannsóknarinnar hafi bent til þess að rekja mætti orsakir slyssins til ástands bifreiðarinnar. Ekkert athugavert við aksturslagið BMW bifreiðin hafi verið í aflíðandi hægri beygju þegar slysið varð við nyrðri gatnamót Hvalfjarðarvegar. Samkvæmt vitnisburði farþega BMW fólksbifreiðarinnar hafi ökumaður og farþegi verið á leið til Reykjavíkur og hefðu ekið í um tuttugu mínútur þegar slysið varð. Að sögn farþega hafi ökumaðurinn verið reyndur bílstjóri og úthvíldur þegar lagt var af stað. Hann hafi ekki sýnt merki um syfju og verið vel vakandi. Þá ekkert ytra áreiti verið, svo sem útvarp eða sími sem truflaði aksturinn. Það hafi gengið á með éljum en samkvæmt frásögn farþega hafi vegur verið auður og þurr skömmu fyrir slysið. „Þegar BMW bifreiðin var við að mæta fremri vörubifreiðinni þá hafi allt í einu skollið á hvítt hríðarkóf, útsýn horfið og bifreið þeirra farið utan í vörubifreiðina.“ Samkvæmt vitnisburði ökumanns fremri vörubifreiðarinnar hafi ekkert verið athugavert við aksturslag fólksbifreiðarinnar áður en hún lenti aftarlega á bifreið hans, síðan á eftirvagninum og í kjölfar þess á vörubifreiðinni sem á eftir honum kom. Samkvæmt vitnisburði ökumanns aftari vörubifreiðarinnar hafi hann ekki tekið eftir fólksbifreiðinni fyrr en hann sá hana hafna utan í fremri vörubifreiðinni og þá hafi hann hemlað. Ökumaður bifreiðar sem ekið var á eftir vörubifreiðunum hafi kveðist hafa séð þegar BMW bifreiðin missti veggrip í beygju með þeim afleiðingum að hún rakst utan í fremri vörubifreiðina og síðan framan á seinni vörubifreiðina og endað svo utan vegar. Veðurskilyrði aðrar orsakir Í skýrslunni segir að meginorsök slyssins hafi verið að ökumaður BMW bifreiðarinnar ók yfir á gagnstæðan vegarhelming og utan í vörubifreið sem ekið var í gagnstæða átt og framan á aðra vörubifreið sem ekið var á eftir fyrri vörubifreiðinni. Aðrar orsakir slyssins hafi verið að ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni þegar veðurskilyrði versnuðu skyndilega og hann missti útsýn.
Umferðaröryggi Samgönguslys Hvalfjarðarsveit Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Lögreglu tilkynnt um menn með leiðindi Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Sjá meira