„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. janúar 2025 20:31 Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir deiluaðila vera langt frá því að ná saman. Vísir/Ívar Fannar Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funduðu í gær. Óhætt er að segja að fundurinn hafi litlu skilað þar sem Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari telur ekki ástæðu til að boða fleiri fundi í bili. „Ríkissáttasemjari mat stöðuna þannig að það væri ekki ástæða til þess að funda og ég er sammála því. Við erum algjörlega komin á endastöð. Búnar að vera gríðarlega miklar viðræður. Reyna að koma hlutunum áfram og það hefur bara ekki gengið og nú erum við komin í algjöra pattstöðu,“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Samninganefnd sveitarfélaga hafi reynt margt til að leysa deiluna en væntingar kennara um launahækkanir séu ekki raunhæfar. „Þau telja sig eiga inni miklar og stórar leiðréttingar. Við erum sammála að þau eiga eitthvað inni þegar við erum að tala um jöfnun launa á milli markaða en það er talið í örfáum prósentum en ekki tugum prósenta eins og þau hafa verið að fara fram á.“ Aðspurð um það hvort það þurfi frekari aðkomu stjórnvalda að málinu segir Inga samninganefndirnar vinna út frá þeirra uppleggi. „Við erum auðvitað að vinna í umboði stjórnvalda þannig við erum ekki að gera annað en það sem fyrir okkur er lagt,“ segir Inga. Verkfallsaðgerðir kennara hófust í október á síðasta ári þegar kennarar í níu skólum lögðu niður störf. Verkfallsaðgerðum var svo frestað í lok nóvember. Ef kjarasamningar nást ekki fyrir 1. febrúar hefjast verkföll á ný. Um er að ræða ótímabundin verkföll kennara í fjórtán leikskólum víðs vegar um landið og tímabundin verkföll í sjö grunnskólum. Í fjórum af þessum leikskólum voru verkföll í fimm vikur fyrir áramótin. Hópur foreldra leikskólabarna sem eru í leikskólunum fjórum hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara og telur þær ólöglegar þar sem börnum sem mismunað. Mál foreldranna var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn í síðustu viku og fer aðalmeðferð fram í næstu viku. Inga segist ekki geta tjáð sig um málarekstur foreldranna fyrr en niðurstaða sé komin í málið. Aðspurð um það hvort hún telji að af verkföllum kennara verði segir Inga það líklegra en ekki.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Tengdar fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56 Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Sjá meira
Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar. 23. janúar 2025 14:56
Baráttufundur en enginn samningafundur Lítið þokast í kjaradeilu kennara og sveitarfélaga og ríkisins. Enginn samningafundur hefur verið boðaður í deilunni og óvíst hvenær næst verður fundað 6. nóvember 2024 14:57
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent