Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 14:02 Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Íþróttir barna Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Þvert gegn grunngildum íþrótta Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir. Áfengissala á íþróttaviðburðum Ég tek undir ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi (FÍÆT), sem á haustfundi sínum lýsti yfir áhyggjum af áfengissölu á íþróttaviðburðum.Að mínu mati grefur sala á áfengi á slíkum vettvangi undan þeim jákvæðu gildum sem íþróttirnar standa fyrir og sendir röng skilaboð til barna og ungmenna. Í ályktuninni er skorað á stjórnvöld, sveitarfélög og íþróttafélög til að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og forðast sölu áfengis eða annarra vímuefna á viðburðum. Ég trúi því að við berum ábyrgð á því að tryggja að allir íþróttaviðburðir séu fjölskylduvænir, stuðli að heilbrigðu samfélagi og viðhaldi trausti og trúverðugleika íþróttanna. Hvar á að stoppa? Ég spyr sjálfan mig: Hvar eigum við að draga mörkin? Með sama rökstuðningi sem notaður er til að réttlæta áfengissölu gæti einhver viljað leyfa sölu annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga. Mér finnst það grafalvarlegt að hugsa til þess að börn gætu staðið við söluborð eða gengið í hús með Vape, nikótínpúða eða önnur vímuefni til fjáröflunar fyrir deildir eða félög. Ég tel nauðsynlegt að tryggja að fjáröflun íþróttafélaga sé í samræmi við þessi gildi. Að leyfa sölu á áfengi eða öðrum vímuefnum til styrktar íþróttafélögum setur í hættu samfélagslega ábyrgð íþróttanna og sendir röng skilaboð til næstu kynslóða. Ekki líku við að jafna Þegar íslensk íþróttafélög reyna að miða sig við erlenda aðila, sérstaklega einkahlutafélög sem starfa á atvinnumarkaði, er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er líku við að jafna. Íslenskt íþróttalíf byggir á sjálfboðaliðastarfi og samfélagslegum gildum, á meðan rekstrarform erlendra félaga getur oft einkennst af viðskiptahagsmunum. Þessi munur skiptir máli, sérstaklega þegar kemur að fjáröflun. Það má einnig hafa í huga að erlendis er litið til á íslenskra íþróttaviðburða og þeirrar góðu menninguna sem eru í kringum þá. Fjölskylduvænt umhverfi íslenskra íþrótta hefur vakið athygli og aðdáun. Með því að viðhalda þessum gildum tryggjum við að íslenskt íþróttalíf haldi áfram að vera til fyrirmyndar, bæði innanlands og utan. Aðrar leiðir í fjáröflun Ég vil hafna allri sölu vímuefna á íþróttakappleikjum og heldur leggja áherslu á að finna aðrar leiðir til fjáröflunar sem styrkja íþróttahreyfinguna án þess að rýra grunngildi hennar. Með því tryggjum við að íþróttahreyfingin standi sterk á þeim grunni sem hún byggir á – heilbrigði, samheldni og virðingu. Höfundur er íþrótta- og tómstundafulltrúi
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun