Förum vel með byggingarvörur Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson skrifar 14. júní 2024 09:00 Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun