Förum vel með byggingarvörur Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson skrifar 14. júní 2024 09:00 Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eflaust hljómar lítt spennandi að fræðast um rétta meðferð byggingarvöru í mannvirkjagerð. Engu að síður er það mikilvægt, þar sem rekja má fjölda ótímabærra og kostnaðarsamra byggingarframkvæmda til rangrar meðhöndlunar. Að því tilefni höfum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hafið fræðsluátak varðandi rétta meðferð byggingarvöru. Fræðsluátak HMS snýr að samtali, upplýsingagjöf og samstarfi við hagaðila í mannvirkjageiranum. Rætt verður við helstu söluaðila, hönnuði, hagsmunasamtök, skóla sem mennta til mannvirkjagerðar og fleiri tengda aðila. Einnig verða gefnar út leiðbeiningar sem snúa að réttri meðferð byggingarvöru. Röng meðferð eykur hættu á leka, fúa og myglu Gæta þarf að réttri meðferð á timbri, plötum, múrefnum, gluggum, hurðum og kerfi vara sem notaðar eru saman til að tryggja að eiginleikar varanna haldist. Mikilvægt er að fylgja leiðbeiningum framleiðanda fyrir hverja byggingarvöru annars vegar og hins vegar að tryggja að meðferðin skerði í engu eiginleika vörunnar. Röng meðferð getur stytt líftími mannvirkja ásamt því að auka líkur á göllum. Nokkur dæmi: Timburgluggar eru geymdir svo vikum skiptir illa eða óvarðir fyrir raka hjá framleiðanda, söluaðila eða verktaka á framkvæmdastað (sú hlið sem á að liggja að vegg er ekki eins vel varin og úthlið gluggans). Eðli timburs er að ná jafnvægisraka við umhverfi sitt. Séu timburvörur geymdar við hátt rakastig eða verði þær fyrir vatnsálagi geta eiginleikar þeirra breyst. Því verða timburvörur að ná jafnvægisraka miðað við áformuð not áður en varan er sett í byggingarhlutann. Séu timburgluggar með of mikinn efnisraka getur það til dæmis valdið því að þéttingar milli veggja og glugga nái ekki fullnægjandi viðloðun. Meðal afleiðinga eru auknar líkur á leka og þar með fúa. Vörur sem mynda samstætt kerfi byggingarvara eru ekki notaðar saman. Sé verið að nota saman þéttidúk frá einum framleiðanda og límband frá öðrum er engin trygging til staðar varðandi það að eiginleikar varanna haldist að fullu. Þar að auki falla ábyrgðir og prófanir framleiðanda úr gildi. Timburplötur (t.d. krossviður eða spónaplötur) sem geymdar er óvarðar taka til sín raka úr umhverfinu. Sé of rakur krossviður notaður í veggklæðningar er hætta á að rakastigið nái hættumörkum mygluvaxtar, bæði í efninu sjálfu og aðliggjandi efnum. Réttar merkingar, rétt vottorð og rétt meðferð í keðju mannvirkjagerðar Þegar upp er staðið snýr fræðsluátak HMS að stærstum hluta að neytendum. Kaup á fasteign er alla jafna stærsta einstaka fjárfesting almennings. Því skiptir máli að vörur sem notaðar eru til mannvirkjagerðarinnar búi að fullum eiginleikum. Skerðing á eiginleikum getur leitt til ótímabærra og kostnaðarsamra framkvæmda. Hlið neytenda snýr að CE-merkingum, yfirlýsingum um nothæfi (e. Declaration of Performance/e. DoP) og að gera kröfu á að allir í keðju mannvirkjagerðar umgangist byggingarvöru þannig að hún tapi í engu eiginleikum sínum. Sumar byggingarvörur eiga að vera CE-merktar. Fyrsta skrefið fyrir neytendur, til að kanna eiginleika slíkra byggingarvara, er að kynna sér yfirlýsingu um nothæfi. En slík yfirlýsing á að fylgja CE-merktum vörum. CE-merkingin sem slík er ekki staðfesting á að vara standist það álag sem hún verður fyrir hérlendis. Yfirlýsing um nothæfi frá framleiðanda segir hins vegar til um hvort viðkomandi vara hafi þá eiginleika sem til þarf og sé þar af leiðandi nothæf fyrir íslenskar aðstæður. Til viðbótar við CE-merkingu og yfirlýsingu um nothæfi eiga neytendur rétt á að meðhöndlun byggingarvörunnar hafi verið rétt á öllum stigum mannvirkjagerðarinnar og þannig verið tryggt að eiginleikar hennar haldi sér að fullu. Sem dæmi er óviðunandi að mjúk byggingarefni séu geymd óvarin fyrir regni og snjó svo dögum skipti. Átak fram á haust Fræðsluátak HMS mun standa fram á haust, en nánari upplýsingar um það má finna með því að smella hér. Sem hluti af átakinu mun stofnunin gefa út nýtt RB blað um rétta meðferð á byggingarvörum á næstu mánuðum. Auk þess mun hún gefa út fræðslupakka varðandi framangreint til helstu hagaðila. Með aukinni meðvitund um rétta meðferð á byggingarvörum vonumst við hjá HMS til þess að dregið verði úr rakaskemmdum og öðrum göllum mannvirkja, bæði neytendum og byggingaraðilum til heilla. Höfundur er sérfræðingur á sviði Mannvirkja og sjálfbærni hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun