Að skilja faglega Sævar Þór Jónsson skrifar 18. apríl 2024 14:30 Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands enda um 40% hjónabanda með lögskilnaði. Áður en lögskilnaður er veittur þarf fólk að slíta fjárfélagi sínu sem það hefur haft í hjúskapnum. Oftast gilda þá helmingaskiptaregla hjúskaparréttarins. En stundum eru áherslur fólks aðrar en fjárhagslegar en geta samt spilað inn í fjárslitin með ýmsum hætti. Eitt nýlegt dæmi endaði fyrir dómi. Þar höfðu hjón tengt lögheimili og skólagöngu barnanna við fjárslitin þegar þau skildu. Hjónin áttu fasteign saman sem var heimili fjölskyldunnar. Aðilar voru sammála um mikilvægi þess að tryggja stöðugleika fyrir börnin sem voru á grunnskólaaldri. Af þeim sökum sömdu hjónin um að konan héldi fasteigninni, heimili fjölskyldunnar, án þess að borga manninn út og börnin hefðu lögheimili hjá henni. Maðurinn setti það skilyrði að börnin myndu þá klára skólagöngu sína í sama sveitarfélagi og konan myndi ekki flytja með þau í annað sveitarfélaga meðan þau væru í grunnskóla. Ef konan myndi gera það þá ætti maðurinn tilkall í helming af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Nokkrum árum seinna seldi konanfasteignina og flutti í annað sveitarfélag meðan börnin voru enn í grunnskóla. Í kjölfarið krafði maðurinn konuna um greiðslu helmings af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Konan hafnaði greiðslu og taldi að maðurinn hefði í raun gefið þetta eftir fyrir fjölskylduna. Hún hefði verið í góðri trú um að hann myndi ekki gera kröfu í söluandvirðið síðar. Konan hélt því líka fram að hún hefði verið í miklu andlegu ójafnvægi við skilnaðinn sem olli því að samningurinn var bersýnilega ósanngjarn fyrir hana. Taldi konan einnig að samningurinn skerti frelsi hennar til að velja sér búsetu. Samningurinn var engu að síður talinn gildur fyrir dómi og konunni gert að greiða manninum helminginn af söluandvirði eignarinnar að frádregnum veðskuldum. Þetta dæmi sýnir mikilvægi þess að fólki njóti faglegrar ráðgjafar við skilnað og fjárslit. Margir ganga í gegnum skilnað og vilja gera það í góðu eða telja sig geta klárað málin í sátt með fyrrverandi maka. Fólk fær ákveðnar leiðbeiningar frá sýslumanni við skilnað og fjárslit en hlutverk sýslumanns markast af því að gæta að almennum skilyrðum laga og málsmeðferðar. Þegar kemur að einstaklingsbundinni ráðgjöf þá er alltaf betra fá viðeigandi faglega ráðgjöf. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Fjölskyldumál Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands enda um 40% hjónabanda með lögskilnaði. Áður en lögskilnaður er veittur þarf fólk að slíta fjárfélagi sínu sem það hefur haft í hjúskapnum. Oftast gilda þá helmingaskiptaregla hjúskaparréttarins. En stundum eru áherslur fólks aðrar en fjárhagslegar en geta samt spilað inn í fjárslitin með ýmsum hætti. Eitt nýlegt dæmi endaði fyrir dómi. Þar höfðu hjón tengt lögheimili og skólagöngu barnanna við fjárslitin þegar þau skildu. Hjónin áttu fasteign saman sem var heimili fjölskyldunnar. Aðilar voru sammála um mikilvægi þess að tryggja stöðugleika fyrir börnin sem voru á grunnskólaaldri. Af þeim sökum sömdu hjónin um að konan héldi fasteigninni, heimili fjölskyldunnar, án þess að borga manninn út og börnin hefðu lögheimili hjá henni. Maðurinn setti það skilyrði að börnin myndu þá klára skólagöngu sína í sama sveitarfélagi og konan myndi ekki flytja með þau í annað sveitarfélaga meðan þau væru í grunnskóla. Ef konan myndi gera það þá ætti maðurinn tilkall í helming af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Nokkrum árum seinna seldi konanfasteignina og flutti í annað sveitarfélag meðan börnin voru enn í grunnskóla. Í kjölfarið krafði maðurinn konuna um greiðslu helmings af söluandvirði fasteignarinnar að frádregnum áhvílandi veðskuldum. Konan hafnaði greiðslu og taldi að maðurinn hefði í raun gefið þetta eftir fyrir fjölskylduna. Hún hefði verið í góðri trú um að hann myndi ekki gera kröfu í söluandvirðið síðar. Konan hélt því líka fram að hún hefði verið í miklu andlegu ójafnvægi við skilnaðinn sem olli því að samningurinn var bersýnilega ósanngjarn fyrir hana. Taldi konan einnig að samningurinn skerti frelsi hennar til að velja sér búsetu. Samningurinn var engu að síður talinn gildur fyrir dómi og konunni gert að greiða manninum helminginn af söluandvirði eignarinnar að frádregnum veðskuldum. Þetta dæmi sýnir mikilvægi þess að fólki njóti faglegrar ráðgjafar við skilnað og fjárslit. Margir ganga í gegnum skilnað og vilja gera það í góðu eða telja sig geta klárað málin í sátt með fyrrverandi maka. Fólk fær ákveðnar leiðbeiningar frá sýslumanni við skilnað og fjárslit en hlutverk sýslumanns markast af því að gæta að almennum skilyrðum laga og málsmeðferðar. Þegar kemur að einstaklingsbundinni ráðgjöf þá er alltaf betra fá viðeigandi faglega ráðgjöf. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar