Blóð er ekki mjólk Rósa Líf Darradóttir skrifar 29. febrúar 2024 11:00 Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi dýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar. Mjólk, framleidd af kirtlum líkamans er á engan hátt sambærileg blóði. Blóðið er sótt með læknisverki með tilheyrandi lífshættu. Blóðtakan er inngrip í æðakerfi lifandi dýra sem krefst deyfingar og dýralæknar þeir einu sem mega framkvæma verknaðinn. Að líkja þessu við mjólkun kúa eða rúning kinda er fásinna. Áhættan og þjáningin sem blóðtakan veldur dýrunum er ástæða þess að reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni gildir fyrir hryssurnar. Frá árinu 2002 til 2020 féll starfsemin undir þessa reglugerð. Þessu var breytt árið 2020 að ósk Ísteka til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækisins. Mast féllst ranglega á þau rök að um væri að ræða framleiðslu en ekki notkun dýra í vísindaskyni og því ætti reglugerðin ekki við. Vissulega er um framleiðslu að ræða. Sökum eðli iðjunar og þjáningar dýranna verður starfsemin að falla undir reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni. Með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað hlífði MAST blóðsuguiðnaðinnum við þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér. Með þessu rændi stofnunin hryssurnar réttindum sínum. Stofnunin lét undan áfergju fyrirtækisins og skaut hryssunum undan þeirri vernd sem reglugerðin veitir þeim. Það virðist vera ásetningur Matvælastofnunnar að standa vörð um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja en ekki velferð dýra. Þetta viðhorf eftirlitsstofnunarinnar birtist okkur ítrekað og sýnir glöggt að eftirlit með velferð dýra og matvælaframleiðslu getur ekki verið sinnt af sömu stofnun. Fjölmörg dæmi sýna að hagur dýra lítur jafnan í lægra haldi fyrir hag framleiðenda við núverandi skipulag. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Ísteka sagði í Kastljósi í gær að blóðtaka úr fylfullum hryssum væri ekkert annað en hefðbundinn landbúnaður. Þetta er rangt. Það liggur fyrir í ítarlegri niðurstöðu ESA, heilar 32 blaðsíður af rökstuðningi þess efnis hvers vegna blóðtakan er ekki og getur aldrei talist til landbúnaðar. Blóð er lífsnauðsynlegur vessi í hjarta og æðakerfi dýra. Hraðar breytingar á rúmmáli þess eru lífshættulegar. Mjólk, framleidd af kirtlum líkamans er á engan hátt sambærileg blóði. Blóðið er sótt með læknisverki með tilheyrandi lífshættu. Blóðtakan er inngrip í æðakerfi lifandi dýra sem krefst deyfingar og dýralæknar þeir einu sem mega framkvæma verknaðinn. Að líkja þessu við mjólkun kúa eða rúning kinda er fásinna. Áhættan og þjáningin sem blóðtakan veldur dýrunum er ástæða þess að reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni gildir fyrir hryssurnar. Frá árinu 2002 til 2020 féll starfsemin undir þessa reglugerð. Þessu var breytt árið 2020 að ósk Ísteka til þess að þjóna hagsmunum fyrirtækisins. Mast féllst ranglega á þau rök að um væri að ræða framleiðslu en ekki notkun dýra í vísindaskyni og því ætti reglugerðin ekki við. Vissulega er um framleiðslu að ræða. Sökum eðli iðjunar og þjáningar dýranna verður starfsemin að falla undir reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni. Með því að flokka starfsemina ranglega sem hefðbundinn landbúnað hlífði MAST blóðsuguiðnaðinnum við þeim skilyrðum sem reglugerð um notkun dýra í vísindaskyni felur í sér. Með þessu rændi stofnunin hryssurnar réttindum sínum. Stofnunin lét undan áfergju fyrirtækisins og skaut hryssunum undan þeirri vernd sem reglugerðin veitir þeim. Það virðist vera ásetningur Matvælastofnunnar að standa vörð um fjárhagslegan ávinning fyrirtækja en ekki velferð dýra. Þetta viðhorf eftirlitsstofnunarinnar birtist okkur ítrekað og sýnir glöggt að eftirlit með velferð dýra og matvælaframleiðslu getur ekki verið sinnt af sömu stofnun. Fjölmörg dæmi sýna að hagur dýra lítur jafnan í lægra haldi fyrir hag framleiðenda við núverandi skipulag. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar