Til allra stéttarfélaga og atvinnurekenda Sigríður Auðunsdóttir skrifar 25. febrúar 2024 16:01 Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana? Vissuð þið að áfallið við að greinast með frjósemisvandi er sambærilegt því að greinast með krabbamein? Vissuð þið að það er engin skemmtun fólgin í því að fara í tæknifrjóvgunarferðir erlendis? Vissuð þið að margir einstaklingar þurfa að nýta sumar orlofsdaga í þetta ferli sem er langt frá því að vera orlof? Draumur marga einstaklinga/para um að verða foreldri er algengari en fólki grunar og oft erfiðleikum gæddur. Þeim fjölgar pörunum sem leita út fyrir landsteinana til að fá draum sinn uppfylltan að verða foreldri. Ferlið er bæði mjög dýrt og erfitt andlega og líkamlega. Hugurinn leitar stanslaust að því hvort örvun takist, frjóvgun verði, mun þessi meðferð ganga upp? Ef ég fæ jákvætt próf, mun ég þá halda fóstrinu eða mun ég missa aftur. Mun ég þurfa að fara aftur út í fleiri uppsetningar ef ég er svo heppin að ná fósturvísum í fyrsti? Engin fer í þetta ferli og skellir sér í tæknifrjóvgunarmeðferð erlendis vegna skemmtunar. Þetta ferli er bæði dýrt og það tekur mikið á andlega. Þess vegna er sorglegt að fólk þurfi að eyða orlofsdögum sínum í ferlið sem getur tekið allt upp í rúmar 2 vikur í fjarveru frá vinnu. Sem betur fer er þó ákvæði í sumum kjarasamningum um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar. Ég skora hér með á öll stéttarfélög að setja þetta í sína kjarasamninga. Einnig vil ég minna alla yfirmenn og atvinnurekendur á að fólk fer ekki í þetta ferli sér til gleði og skemmtunar heldur vegna þess að þeim langar að fá draum sinn uppfylltan. Þess má geta að frjósemisvandi er sjúkdómur samkvæmt WHO. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Börn og uppeldi Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vissuð þið að 1 af hverjum 6 pörum glímir við frjósemisvanda? Vissuð þið að sú tala fer hækkandi? Vissuð þið að frjósemisvandi margra er svo flókin að ekki fæst lausn mála á Íslandi svo fólk leitar út fyrir landsteinana? Vissuð þið að áfallið við að greinast með frjósemisvandi er sambærilegt því að greinast með krabbamein? Vissuð þið að það er engin skemmtun fólgin í því að fara í tæknifrjóvgunarferðir erlendis? Vissuð þið að margir einstaklingar þurfa að nýta sumar orlofsdaga í þetta ferli sem er langt frá því að vera orlof? Draumur marga einstaklinga/para um að verða foreldri er algengari en fólki grunar og oft erfiðleikum gæddur. Þeim fjölgar pörunum sem leita út fyrir landsteinana til að fá draum sinn uppfylltan að verða foreldri. Ferlið er bæði mjög dýrt og erfitt andlega og líkamlega. Hugurinn leitar stanslaust að því hvort örvun takist, frjóvgun verði, mun þessi meðferð ganga upp? Ef ég fæ jákvætt próf, mun ég þá halda fóstrinu eða mun ég missa aftur. Mun ég þurfa að fara aftur út í fleiri uppsetningar ef ég er svo heppin að ná fósturvísum í fyrsti? Engin fer í þetta ferli og skellir sér í tæknifrjóvgunarmeðferð erlendis vegna skemmtunar. Þetta ferli er bæði dýrt og það tekur mikið á andlega. Þess vegna er sorglegt að fólk þurfi að eyða orlofsdögum sínum í ferlið sem getur tekið allt upp í rúmar 2 vikur í fjarveru frá vinnu. Sem betur fer er þó ákvæði í sumum kjarasamningum um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar. Ég skora hér með á öll stéttarfélög að setja þetta í sína kjarasamninga. Einnig vil ég minna alla yfirmenn og atvinnurekendur á að fólk fer ekki í þetta ferli sér til gleði og skemmtunar heldur vegna þess að þeim langar að fá draum sinn uppfylltan. Þess má geta að frjósemisvandi er sjúkdómur samkvæmt WHO. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar