Kæru þunglyndis- og kvíðasjúklingar, það er kominn tími til að LIFA! Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar 19. janúar 2024 12:00 Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mamiko Dís Ragnarsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Mér var rétt bók fyrir stuttu síðan sem ber titilinn „Live More Think Less” eftir Pia Callesen, danskan sálfræðing. Ég les örsjaldan bækur og er alveg einstaklega skeptísk á sjálfshjálparbækur. Ég byrjaði smá á henni og átti von á því að fá strax leið eftir fyrstu síðurnar eins og gerist oftar en ekki þegar ég reyni að byrja á einhverri bók. Bókin styðst við rannsóknarniðurstöður og segir að hefðbundnar hugrænar atferlismeðferðir (HAM) virka í 50% tilfellum við kvíða og þunglyndi, en þessi sem kallast ,,metacognitive therapy” (vithugræn atferlismeðferð) virkar í 80% tilfellum. Þarna var ég ennþá skeptísk en ákvað samt að prófa að lesa áfram. Viti menn, bókin greip mig strax í fyrsta kaflanum og mér fannst ég þurfa að klára að lesa hana. Þarna voru kynnt fyrir mér glæný hugtök sem ég er nú strax farin að nota í daglegu lífi. Ber fyrst að nefna ,,trigger thought” þegar hugsun dúkkar upp í höfðinu á manni og biður um athygli. Í bókinni er þessu lýst þannig að hugurinn í manni er annasöm lestarstöð og það eru alltaf einhverjar lestir að koma og fara. Lest er ,,trigger”-hugsun. Dæmi um trigger-hugsanir sem ég fær stundum er: ,,Af hverju er ég með svona þungan og hraðan hjartslátt? Af hverju líður mér svona illa? Ég er svo þreytt.” Þetta eru bara ,,lestir” sem stoppa við lestarstöð hugans og ég ÞARF EKKI að stíga upp í þessar lestir, kafa inn í sjálfa mig og reyna að finna svör við þessum spurningum eða verða upptekin af einhverri tilfinningu. Ég er bara meðvituð um að þessar hugsanir eru þarna og tek meðvitaða ákvörðun um að láta þessar hugsanir eiga sig, leyfa lestunum bara að fara. Ég beini athyglinni eitthvert annað. Þetta er í grundvallaratriðum bara það. Svona ótrúlega einfalt, svo einfalt að ég trúði því varla sjálf. Núna er ég allt í einu orðin meðvituð um trigger-hugsanir mínar og stjórna að miklu leyti því sjálf hvort ég ,,ruminate”-a. Orðið ,,ruminate” kemur líklega fyrir hundrað sinnum í þessari bók og þýðir bókstaflega að ,,jórtra” hugsun. Það ferli að fara inn í sjálfa/sjálfan/sjálft sig, sökkva sér inn í hugsun sem vindur upp á sig enn fleiri spurningar til að leita svara við, eða þegar við erum komin upp í ,,hugsanalest”. Þegar maður er kominn upp í hugsanalest getur orðið erfitt að stíga út úr henni, sérstaklega ef maður áttar sig ekki sjálfur á því að maður sé kominn upp í slíka lest. Þú gætir trúað því að þú hefur ekkert val og getur ekkert stjórnað því. Þú hefur rangt fyrir þér! Enginn hefur gott af því að dvelja tímunum saman í hugsunum sínum. Ofhugsanir ræna mann tíma, orku og leiða til kvíða og þunglyndis. Það er miklu meiri ávinningur í því að láta hugsanir eiga sig heldur en að reyna að kryfja hverja einustu hugsun sem kemur upp til mergjar. Trigger-hugsanirnar eru langflestar ekkert mikilvægar og best að leyfa þessum lestum bara að fara án þess að stíga um borð. Þú ert ekki að missa af neinu. Ef þetta er virkilega mikilvæg lest þá mun hún pottþétt koma aftur síðar. Undirmeðvitundin mun sjá um það. Í bókinni er fólki ráðlagt að skammta sér tíma dags til þess að ruminate-a því að sumir hlutir eru vissulega mikilvægir og ættu að ígrunda vel. Hinsvegar er það bara skaðlegur og slæmur ávani að fara um borð í hverja einustu hugsanalest. Það er orðið löngu tímabært að við venjum okkur af því. Lifum lífinu frekar en að hafa endalausar áhyggjur og detta í þunglyndi vegna ofhugsana. Það er vissulega hægt að þjálfa sig í því að stíga út úr hugsunum eða velja að veita vissum hlutum enga athygli sem koma upp í hugann og beina athyglinni eitthvert annað. Höfundur er tónlistarkona og bókhaldsfulltrúi með langa sögu kvíða og þunglyndis.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun