Hvert renna þín sóknargjöld? Siggeir F. Ævarsson skrifar 30. nóvember 2023 07:31 Sóknargjöld eru sérkennilegur skattur. Frá þeim er engin undankoma, allir íslenskir skattgreiðendur borga þau óháð trúar- og lífsskoðunum en alls kostuðu trúmál íslenska ríkið tæpa 9 milljarða á þessu ári. En þrátt fyrir að við borgum þau öll eru þau ekki á skattaskýrslunum okkar eins og t.d. nefskatturinn til RÚV eða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ríkið tekur einfaldlega ákveðna upphæð úr sameiginlegum sjóðum okkar ár hvert og greiðir til trúar- og lífsskoðunarfélaga miðað við félagafjölda þeirra 1. desember ár hvert. Ríkið tók að sér innheimtu sóknargjalda á sínum tíma þar sem prestum þjóðkirkjunnar gekk bölvanlega að innheimta þau frá sóknarbörnum. Þetta skrítna kerfi hefur leitt af sér endalausan núning en undanfarin ár hefur verið gerð ítrekuð tilraun til að lækka sóknargjöldin í fjárlögum sem ríkiskirkjan mótmælir af krafti og fær sínu framgengt ár eftir ár. Fjárreiður margra sókna Íslands eru í algjörum ólestri en tugir safnaða ríkiskirkjunnar eru tæknilega gjaldþrota. Því skal haldið til haga að sóknargjöldin greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Þeir eru ríkisstarfsmenn (en samt ekki). Sóknargjöldin okkar greiða fyrir allskonar hluti eins og orgel, sunnudagaskólann, viðhald á byggingum og margt fleira. Bókhaldið er oft hvorki gegnsætt né aðgengilegt og sum af stóru félögunum virðast eiga í stökustu vandræðum með að reka sig réttu megin við núllið þrátt fyrir að fá milljónir í sóknargjöld. Eitt af litlu félögunum er DíaMat, félag um díalektíska efnishyggju, með 199 skráða meðlimi þegar þetta er skrifað. Sóknargjöld félagsins renna að stórum hluta í góðgerðamál og til valdeflingar þeirra sem eiga undir högg að sækja enda söfnum við okkur ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir. Félagið hefur m.a. styrkt Píeta samtökin, Félagið Ísland Palestína og Rétt barna á flótta, svo einhver dæmi séu nefnd. Að lokum er vert að nefna að stór hluti Íslendinga stendur utan trúfélaga. Ríkið reiknar engin sóknargjöld á þá einstaklinga en þeir borga þau nú samt. Eini munurinn er sá að þeir einstaklingar hafa ekkert um það að segja hvert þau renna eða hvernig þeim er ráðstafað. Það er lífsseig mýta að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga renni til Háskóla Íslands en það fyrirkomulag var afnumið 2009. Þú getur haft áhrif á það hvert þín sóknargjöld renna og ég hvet þig til að taka upplýsta ákvörðun um það. Ef þú skráir þig í DíaMat getur þú haft bein áhrif á hvert okkar sóknargjöld renna á næsta ári. Þú getur breytt skráningunni þinni í dag á einfaldan hátt á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is. Höfundur er skattpíndur trúleysingi og gjaldkeri DíaMat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Trúmál Skattar og tollar Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Sóknargjöld eru sérkennilegur skattur. Frá þeim er engin undankoma, allir íslenskir skattgreiðendur borga þau óháð trúar- og lífsskoðunum en alls kostuðu trúmál íslenska ríkið tæpa 9 milljarða á þessu ári. En þrátt fyrir að við borgum þau öll eru þau ekki á skattaskýrslunum okkar eins og t.d. nefskatturinn til RÚV eða gjald í framkvæmdasjóð aldraðra. Ríkið tekur einfaldlega ákveðna upphæð úr sameiginlegum sjóðum okkar ár hvert og greiðir til trúar- og lífsskoðunarfélaga miðað við félagafjölda þeirra 1. desember ár hvert. Ríkið tók að sér innheimtu sóknargjalda á sínum tíma þar sem prestum þjóðkirkjunnar gekk bölvanlega að innheimta þau frá sóknarbörnum. Þetta skrítna kerfi hefur leitt af sér endalausan núning en undanfarin ár hefur verið gerð ítrekuð tilraun til að lækka sóknargjöldin í fjárlögum sem ríkiskirkjan mótmælir af krafti og fær sínu framgengt ár eftir ár. Fjárreiður margra sókna Íslands eru í algjörum ólestri en tugir safnaða ríkiskirkjunnar eru tæknilega gjaldþrota. Því skal haldið til haga að sóknargjöldin greiða ekki laun presta þjóðkirkjunnar. Þeir eru ríkisstarfsmenn (en samt ekki). Sóknargjöldin okkar greiða fyrir allskonar hluti eins og orgel, sunnudagaskólann, viðhald á byggingum og margt fleira. Bókhaldið er oft hvorki gegnsætt né aðgengilegt og sum af stóru félögunum virðast eiga í stökustu vandræðum með að reka sig réttu megin við núllið þrátt fyrir að fá milljónir í sóknargjöld. Eitt af litlu félögunum er DíaMat, félag um díalektíska efnishyggju, með 199 skráða meðlimi þegar þetta er skrifað. Sóknargjöld félagsins renna að stórum hluta í góðgerðamál og til valdeflingar þeirra sem eiga undir högg að sækja enda söfnum við okkur ekki fjársjóðum á jörðu þar sem mölur og ryð eyðir. Félagið hefur m.a. styrkt Píeta samtökin, Félagið Ísland Palestína og Rétt barna á flótta, svo einhver dæmi séu nefnd. Að lokum er vert að nefna að stór hluti Íslendinga stendur utan trúfélaga. Ríkið reiknar engin sóknargjöld á þá einstaklinga en þeir borga þau nú samt. Eini munurinn er sá að þeir einstaklingar hafa ekkert um það að segja hvert þau renna eða hvernig þeim er ráðstafað. Það er lífsseig mýta að sóknargjöld þeirra sem standa utan trúfélaga renni til Háskóla Íslands en það fyrirkomulag var afnumið 2009. Þú getur haft áhrif á það hvert þín sóknargjöld renna og ég hvet þig til að taka upplýsta ákvörðun um það. Ef þú skráir þig í DíaMat getur þú haft bein áhrif á hvert okkar sóknargjöld renna á næsta ári. Þú getur breytt skráningunni þinni í dag á einfaldan hátt á vefsíðu Þjóðskrár, www.skra.is. Höfundur er skattpíndur trúleysingi og gjaldkeri DíaMat.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar