Bætum stöðu fatlaðs fólk Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 16. nóvember 2023 13:30 Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu. Auk þess eru fordómar gagnvart því hvað fatlað fólk getur gert og ekki gert eru enn alltof miklir. Fatlað fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi, ekki síst fatlaðar konur. Þess vegna heldur baráttan fyrir mannréttindum fatlaðs fólks áfram og ég vil leggja lóð mín á þær vogarskálar. Á þessu ári hefur ráðuneyti mitt, í góðu samstarfi við fjölda aðila, staðið fyrir umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Landsáætlun er ætlað að koma samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til framkvæmdar hér á Íslandi, en unnið er að undirbúningi að lögfestingu hans í forsætisráðuneytinu. Mikilvæg forsenda lögfestingar er að koma á fót óháðri mannréttindastofnun, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stofnunina á Alþingi í október síðastliðnum. Landsáætlunin er fyrsta heilstæða stefnumótunin í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi og er afrakstur af víðtækri samvinnu ráðuneyta, stofnana, fulltrúa sveitarfélaga og ekki síst hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Fatlað fólk hefur stýrt þeim ellefu vinnuhópum sem unnið hafa aðgerðir inn í áætlunina. Þá stóð ráðuneyti mitt fyrir opnum fundum á níu stöðum um allt land í vor og sumar og þar áttum við gott samtal um málaflokkinn. Ég hef nú sett drög að landsáætlun í samráðsgátt stjórnvalda til 23. nóvember og hyggst leggja hana fram sem þingsályktunartillögu á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Landsáætlunin verður afar mikilvæg til að koma réttindum fatlaðs fólks samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna til framkvæmdar. Markmið áætlunarinnar er samhljóma fyrstu grein samningsins, að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn fatlaðs fólks. Landsáætlun hefur að geyma tæpar 60 aðgerðir sem snerta vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, og þróun á þjónustu. Ég hlakka til að leggja áætlunina fram á Alþingi til umræðu og vonandi verður hún samþykkt fyrir vorið. Ég hvet einnig sem flest til að senda inn athugasemdir meðan landsáætlun er í samráðsgátt stjórnvalda. Með Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks stígum við mikilvæg skref í átt að frekari mannréttindum og betri þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Staða fatlaðs fólks í samfélaginu hefur sem betur fer breyst til hins betra undanfarin ár og áratugi. Samt sem áður stendur fatlað fólk enn ekki á jafnfætis ófötluðum á mörgum sviðum. Er þar nóg að nefna aðgengi að samfélaginu, þ.m.t. að námi og atvinnu. Auk þess eru fordómar gagnvart því hvað fatlað fólk getur gert og ekki gert eru enn alltof miklir. Fatlað fólk er líklegra til að verða fyrir ofbeldi, ekki síst fatlaðar konur. Þess vegna heldur baráttan fyrir mannréttindum fatlaðs fólks áfram og ég vil leggja lóð mín á þær vogarskálar. Á þessu ári hefur ráðuneyti mitt, í góðu samstarfi við fjölda aðila, staðið fyrir umfangsmikilli vinnu við gerð landsáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Landsáætlun er ætlað að koma samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks til framkvæmdar hér á Íslandi, en unnið er að undirbúningi að lögfestingu hans í forsætisráðuneytinu. Mikilvæg forsenda lögfestingar er að koma á fót óháðri mannréttindastofnun, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um stofnunina á Alþingi í október síðastliðnum. Landsáætlunin er fyrsta heilstæða stefnumótunin í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi og er afrakstur af víðtækri samvinnu ráðuneyta, stofnana, fulltrúa sveitarfélaga og ekki síst hagsmunasamtaka fatlaðs fólks. Fatlað fólk hefur stýrt þeim ellefu vinnuhópum sem unnið hafa aðgerðir inn í áætlunina. Þá stóð ráðuneyti mitt fyrir opnum fundum á níu stöðum um allt land í vor og sumar og þar áttum við gott samtal um málaflokkinn. Ég hef nú sett drög að landsáætlun í samráðsgátt stjórnvalda til 23. nóvember og hyggst leggja hana fram sem þingsályktunartillögu á Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi. Landsáætlunin verður afar mikilvæg til að koma réttindum fatlaðs fólks samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna til framkvæmdar. Markmið áætlunarinnar er samhljóma fyrstu grein samningsins, að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra, jafnframt því að vernda og tryggja slík réttindi og frelsi, og að auka virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn fatlaðs fólks. Landsáætlun hefur að geyma tæpar 60 aðgerðir sem snerta vitundarvakningu og fræðslu, aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu, sjálfstætt líf, menntun og atvinnu, og þróun á þjónustu. Ég hlakka til að leggja áætlunina fram á Alþingi til umræðu og vonandi verður hún samþykkt fyrir vorið. Ég hvet einnig sem flest til að senda inn athugasemdir meðan landsáætlun er í samráðsgátt stjórnvalda. Með Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks stígum við mikilvæg skref í átt að frekari mannréttindum og betri þjónustu við fatlað fólk. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun