Notaður í auglýsingu með gervigreind án leyfis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2023 11:29 Tom Hanks hefur áður viðrað áhyggjur sínar af þróuninni sem fylgir gervigreindartækninni. EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO Tom Hanks hefur varað aðdáendur sína við því að í umferð sé auglýsing á vegum tryggingafyrirtækis þar sem gervigreind er nýtt til að nota leikarann í auglýsingunni. Þetta er án hans aðkomu og samþykkis. Leikarinn birtir færslu á samfélagsmiðlinum Instagram vegna málsins. „Varist! Það er myndband í dreifingu þar sem seldar eru tryggingar vegna tannlæknaþjónustu og gervigreindarútgáfa af mér nýtt í myndbandið. Ég hef ekkert með þetta að gera,“ skrifar leikarinn. Óskarsverðlaunahafinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna möguleika gervigreindar í kvikmyndum og sjónvarpi. Tæknin hefur áður verið nýtt meðal annars í Star Wars myndunum þar sem leikarar hafa ýmist verið endurlífgaðir, eða þeir yngdir upp. View this post on Instagram A post shared by Tom Hanks (@tomhanks) Dæmi um þetta má finna í nýjustu Indiana Jones myndinni þar sem Harrison Ford er yngdur upp sem fornleifafræðingurinn í hluta af myndinni. Þá hefur tæknin verið nýtt til að blása lífi í persónur eftir að leikararnir sem léku þær upprunalega eru látnir, líkt og í Star Wars myndunum. „Við vissum að þetta myndi gerast. Við sáum að það yrði hægt að taka saman tölur inn í tölvu og breyta þeim í andlit og í persónu,“ sagði Tom Hanks í hlaðvarpsþætti Adam Buxton um málið í apríl síðastliðnum. Þar sagði hann að leikarar hefðu miklar áhyggjur af stöðu mála en gervigreind hefur verið eitt af þrætueplunum í verkfallsaðgerðum leikara í Hollywood sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði. Leikarar hafa áhyggjur af því að fyrirtækin geti grætt á ásýnd sinni og persónu án allrar aðkomu sjálfra leikaranna. „Það eiga sér stað samræður í öllum félögum, öllum umboðsskrifstofum og lögfræðistofum um að koma upp lagaramma utan um andlit okkar og rödd, svo að þetta verði okkar eign,“ sagði leikarinn. „Einmitt núna gæti ég, ef ég vildi, lagt til að gerðar yrði kvikmyndasería með sjö myndum þar sem ég yrði í aðalhlutverki þar sem ég er 32 ára gamall, núna og til eilífðar. Hver sem er getur endurskapað sjálfan sig með gervigreind,“ sagði leikarinn í hlaðvarpsþættinum. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Gervigreind Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Leikarinn birtir færslu á samfélagsmiðlinum Instagram vegna málsins. „Varist! Það er myndband í dreifingu þar sem seldar eru tryggingar vegna tannlæknaþjónustu og gervigreindarútgáfa af mér nýtt í myndbandið. Ég hef ekkert með þetta að gera,“ skrifar leikarinn. Óskarsverðlaunahafinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum vegna möguleika gervigreindar í kvikmyndum og sjónvarpi. Tæknin hefur áður verið nýtt meðal annars í Star Wars myndunum þar sem leikarar hafa ýmist verið endurlífgaðir, eða þeir yngdir upp. View this post on Instagram A post shared by Tom Hanks (@tomhanks) Dæmi um þetta má finna í nýjustu Indiana Jones myndinni þar sem Harrison Ford er yngdur upp sem fornleifafræðingurinn í hluta af myndinni. Þá hefur tæknin verið nýtt til að blása lífi í persónur eftir að leikararnir sem léku þær upprunalega eru látnir, líkt og í Star Wars myndunum. „Við vissum að þetta myndi gerast. Við sáum að það yrði hægt að taka saman tölur inn í tölvu og breyta þeim í andlit og í persónu,“ sagði Tom Hanks í hlaðvarpsþætti Adam Buxton um málið í apríl síðastliðnum. Þar sagði hann að leikarar hefðu miklar áhyggjur af stöðu mála en gervigreind hefur verið eitt af þrætueplunum í verkfallsaðgerðum leikara í Hollywood sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði. Leikarar hafa áhyggjur af því að fyrirtækin geti grætt á ásýnd sinni og persónu án allrar aðkomu sjálfra leikaranna. „Það eiga sér stað samræður í öllum félögum, öllum umboðsskrifstofum og lögfræðistofum um að koma upp lagaramma utan um andlit okkar og rödd, svo að þetta verði okkar eign,“ sagði leikarinn. „Einmitt núna gæti ég, ef ég vildi, lagt til að gerðar yrði kvikmyndasería með sjö myndum þar sem ég yrði í aðalhlutverki þar sem ég er 32 ára gamall, núna og til eilífðar. Hver sem er getur endurskapað sjálfan sig með gervigreind,“ sagði leikarinn í hlaðvarpsþættinum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Gervigreind Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein